Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1921, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.12.1921, Blaðsíða 9
B J A R M I 209 ina? Hvað finst ykkur, konur góðar? Ilefir hún ástæðu til að kvarta?« Hákon lilaðist um, lnóðugur á svip. »Heldurðu að pabba þætti jeg byrja of »ílolt«, Sollía?« »Ætli honum þyki nokkuð of gotl banda þjer?« svaraði Sotlia. »Hann lagði mjer svo sem lífs- reglurnar, sá gamli, þegar við hittum hann í haust, og varaði mig við eyðslusemi, — hann ætti að vila hvað brúðkaupsferðin kostaði okkur! En hvað um það. Jeg bj7st ekki við að fara íleiri brúðkaupsferðir. Svo fer jeg að vinna eins og hestur, þegar jeg er sestur á Iaggirnar hjer heima. Um að gera að láta fara vel um sig. — — Ihð þolið tóbaksreyk? Gotl og vel. — Viltu reyk, Helga? Ekki! Erlu lasin? O-jú, þú reykir einn vindling, það er svo fjelagslegt fyrir hjónin að reykja saman. Er það ekki satt?« (Framhald.) h rá kreddutrúnni til fagnaðarerindisins. Ritgerðina eftir Svíann Em. Linder- holm með þessari fyrirsögn í nj'út- komnu hefti »lðunnar« hefi jeg lesið með meslu ánægju. þólt jeg engan veginn sje liöf. samdóma í höfuðat- riðinu, sem sje því, að ekkert verður úr guðdómi Krists nje endurlausnar- verkinu. IJað eru kenningar, sem vjer íslendingar þekkjum orðið svo vel af ræðum og ritum íslensku nýguðfræð- inganna. Koslurinn við þessa löngu og skilmerkilegu ritgerð er það, að elnið er þar rækilega tekið til með- ferðar. Þá er þetta góð iitgerð að því leyti að hjer er lalað svo hrein- skilnislega um málið, hræsnislausl og ekkert á huldu sagt. Höf. vítir þarna einarðlega hina algengustu aðferð ný- guðfræðinganna, að nota óbreytt orð og orðatillæki gamalguðfræðinnar, en láta þau merkja alt aðrar hug- myndir. Slíka aðferð álítur hann alls eigi sigurvænlega fyrir málstaðinn. Um það geta líka allir veiið lionum samdóma. Hann vill þvert á móti að nj'guðfræðingarnir gangi að verki fullir einurðar og hyki ekkert við að vera vel róltækir og brjóta alveg í bága við gömlu orðtökin og kenning- arnar. Þetta er drengilega mælt, því: »Launsmjaðran öll og liræsnin hál hindrar Guðs dýrð en villir«, reynist víst ennþá óbrigðult spakmæli hverri stefnu sem annars er fylgt. Hinu trúa nýguðfræðingar auðvitað ekki, að ástæða sje lil að segja nokk- urn tíma fyrir syndhlaðinn manninn: »Blóðdropar pínir hlessað sáð, her pann ávöxt scm heitir náð«. O) þá eiga þeir líka vægðarlaust og launvígalaust að rífa þá kenning nið- ur, fyrst það er sannfæring þeirra að hún sje röng og að öllu• ósamk'væm því er Kristur sjálfur kendi. Sann- leikurinn er heilagur og eigi ætti þeiin sem koma með nýjan sannleik eða grafa upp gamlan, að vera neitt ljúf- ara en að halda honum hyklaust fram mannkyninu til bjargar, svo voru þeir Láther og Kalvín o. fl. Allur falskur friður og meinleysis- háttur eru illir hlutir. Þelta skin greinilega út úr ritgerð Em. Linder- liolms og þarna sjest það glögt, að nýguðfræðin endar — og er í eðli sínu ekkerl annað en hreinn »únítar- ismus«, en fyrir það hafa ýmsir ís- lenzkir nýguðfræðingar harðþrætt í mín eyru, þótt undarlegl megi virðast. Sjálfur á jeg rit dr. Channings, hins ágæla »únítára« Ameríkumanna og þykir víða yndælt þau að lesa. Svo jeg skil ekkert í því, að menn, sem að þeirri trú hallast, skuli eigi vilja frjálslega og fúslega við hana kannast. Það hefir vísl staðið í samhandi við

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.