Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.1922, Page 2

Bjarmi - 01.03.1922, Page 2
34 ÉJARM í Náðargáfa Iækninganna endurvakin í kirkju vorra tíma. í vikunni sem leið, heimsókti oss • hér í Kúling mjög merkilegur maður, Englendingurinn hr. James Moose Ilickson. Hann var í upphaíi hanka- maður í Englandi, en þegár fyrir mörgum árum hælli liann því starfi til þess að geta algerlega varið tíma sínum og kröftum lil kristilegrar starfsemi, og þá einkum í þeirri grein, er hann hyggst vera gæddur sérstakri náðargjöf, sem sé mættinum til að gera menn heilbrigða. Hann varð þess var einu sinni, er hann var 14 ára pillur, þá er ein frænka hans var mjög sjúk og það kom í liug lians, sem með innbláslri, að hann skyldi leggja hendur yfir hana og hiðja fyr- ir henni. Þelta gerði hann og frænd- konan varð heilbrigð. Herra Hickson er nú maður 56 ára og stofnaði fyrir 16 árum »The So- ciety of Emmanuehr. Markmiði þess er lýst þannig: «Petta félag hefir myndað verið til að þroska ina guð- dómlegu lækningagáfu, sem frelsar- inn skildi kirkju sinni eflir, einkum lækninguna með bænum og lianda- álagningu og í þeim tilgangi að nota þessar guðlegu gjafir, eigi einungis til að lækna líkamann, heldur sem meðal til að draga mannssálina nær Guði«. Á síðari árum lietir Ilickson, eftir beiðni, gert sér ferðir til Ame- ríku, Indlands og Kína, til þess að gegna »lækninga-köllun« sinni einnig í þessum löndum og nafn hans er nú kunnugt í mörgum lilulum ins kristna heims. Fundarhöld hans hafa vakið feiknarlega eftirtekl og að- streymi, hvervetna þar sem hann hefir verið. Menn úr ölluin kirkju- deildum hafa hópast að honum. Hann tilheyrir sjálfur ensku kirlcj- unni og vinnur því í samræmi við biskupakirkjuna hvar sem hann er. l3að er eilt af inum geðþekkuslu at- riðum i slarfsemi hans, að hann fyr- ir engan mun vijl skilja sig frá kirkj- unni og slofna sinn eiginn sértrúar- flokk, heldur vinnur innan kirkju- félagsins. Fetla gerir alt slarfið svo heilbrigt og áhyggilegl. Fað er ein- milt einn af þeim lilutum, er hann leggur mesla álierzlu á, að þessi and- lega læknun, sé engin nýjung, lieldur sé hún ein af náðargáfum þeim, er kirkja Krists liafi fengið hjá droltni sínum á meðan hann dvakli á jörðu. En hún hafi að mestu vanhirt verið siðan á dögum poslulanna og því beri nú að reyna að endurlífga nol- kun þessarar náðargáfu innan kirkj- unnar. Annað atriði er Hickson mjög ótlafullur fyrir og varar því fólk sterklega við: nefnilega að menn skuli eigi hyggja, að hann hafi nokk- urn sérstakan mált lil að gera krafta- verk, heldur sé það Jesús Kristur sem gerir undrin fyrir hann. f’etta brýnir hann sterklega fyrir áheyrend- um, þá er hann hefir sínar sérstæðu samkomur. Ég gat þess að samkomur hans hafi vakið mikla eftirlekt og aðstreymi fólks. Fannig vóru á Indlandi alt að 20,000 sjúklíngar á hverjum fundi. Éað segir sig sjálft, að ekkert hús hafi rúmað alla, og því varð að halda fundina úli, og sjúklingarnir látnir í raðir á víðavangnum. 1 Ameríku var hann á einum slað innilega beðinn að setjast þar að, og það var lofað að reisa kirkju handa honum og veita honum þar uppheldi. En það er ljós vottur um ina heilnæmu kirkjumála- skoðun Hicksons, að eigi var unt að fá hann til þess, heldur kaus fremur að vera frjáls lil þess á þann hátt að gela’ þjónað gervallri Kristskirkju á jörðunni.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.