Bjarmi - 01.03.1922, Page 8
10
B J A H A1 I
gamla konan í Iágum kljóðum. »Ógn
er hún nu vesaldarleg, ójá, sorgin
ræðst jafnt á alla. (luð huggi þá
sem hrygðin slær«. — —
Blundurinn hresti hana. »Nú ertu
líka miklu sællegri og þjer líður
betur«, sagði Sollia og horfði bros-
andi á Helgu, á meðan hún helti
kaffi í bollann hjá henni.
»Jeg tel mig heppna að fara úl í
kirkjugarðinn«, hjelt hún áfram,
»það er ekki gott að vita hve lengi
þú hefðir staðið þannig«.
»Það var gotl að þú komst«, sagði
Helga. »Jeg hefði engan kosið frem-
ur. Það lá illa á mjer og mjer
leiddist«.
»Þú mátt ekki lála liggja illa á
þjer, elskan mín«, sagði Sollia og
strauk blíðlega um hendina á Helgu.
»Þú sem átt svo gott. Hefir alt sem
þú þarft og miklu meira en það.
Hugsaðu um alla aumingjana, sem
ekki eiga málungi matar og geta
varla hulið nekt sína! Hvað mættu
þeir segja? Nei, þu átt nú gott, Helga
mín«.
»Jeg veit það«, sagði Helga. »Og jeg
er heldur ekkert að kvarta. En það
getur legið illa á mjer fyrir því, og
það er til svo margskonar fátækt,
Sollía frænka«. Sollia leit þegjandi
til hennar. »Við Hákon eigum margt
fallegt og höfum nóg og meir en það
af öllu, en ælli við sjeum ekki frem-
ur fátæk fyrir því? Þú erl víst miklu
ríkari en við«.
»Er jeg?« Sollía brosli. »Því held-
urðu það?«
»Mjer hefir all af fundisl að þú
værir svo rík — jeg á ekki við það
sem venjulega eru talin efni, — en
þú átt ánægju og þrek og frið með
sjálfri þjer — þetta eiga ekki allir,
og jeg er ósköp hrædd um að við
Hákon eigum það ekki«.
»Jeg á meiri Iífsreynslu en þið«,
sagði Solfía, »og hún er vissulega
mikils virði. Þið eignisl hana lika
með tímanum, og eruð nú þegar
farin að kynnasl henni, en þá er um
að gera að færa sjer hana rjettilega í
nyt, þá getur hún orðið til ómelan-
legs gagns«.
»Jeg er svo lnædd um að við
kunnum það ekki«, sagði Helga.
»Það er talsverður vandi, hugsa jeg.
Hingað lil liöfum við lifað eins og
— eins og óvitar. En mig langar svo
lil að það breytist. Mjer þykir sárast
að hann Hákon skilur það ekki.
Hann heldur að það sje ekki annað
en veiklun min eða þá sorgin eftir
barnið, sem geri mig þunglynda, —
en jeg er farin að sjá að lífið er
ekki alvörulaus leikur, og það dugir
ekki að sóa þvi í fánýtan hjegóma«.
Sofiía kinkaði kolli þegjandi,
»Jeg sje að þú erl hálfhissa á að
heyra mig tala svona«, hjelt Helga
áfram eftir litla þögn. »En mjer þyk-
ir vænt um að mega segja þjer það.
Hákon vill helst ekkert um það
heyra, og það er erfitt að byrgja inni
alt sem maður hugsar í alvöru.
Heldurðu að þú viljir ekki reyna að
tála við Hákon og vekja alvöru hjá
honum?«
»Jeg átti ekki von á — jeg bjóst
ekki við þessari bón«, sagði Sofl'ía
alvörugefin.
»Nei, eg veit það. Hvernig átti það
að vera. Jeg, sem hefi lifað eins og
fiðrildi. En jeg er líklega að vakna!
Og við Hákon erum svo ólík. Það
er mjer áhyggjuefni. Á jeg að segja
þjer — jeg er hrædd um hann Há-
kon«. Hún hallaði sjer áfram i sæt-
inu og lækkaði róminn, en horfði
skelfdum augum í kringum sig, eins
og hún væri lirædd við sina eigin
rödd.
»Hvernig þá, góða min?«
»Hann er farinn að vera svo oft