Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1923, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.01.1923, Blaðsíða 5
BJARMI = KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XVII. árg. Reykjavík, 1.—15. jan. 1923. 1.—2. tbl. 'Guð sje oss náðugur og blessi oss. (Sálm. 67, 1). Til komi þitt ríkil Nýársprjedikun eftir dr. theol. Jón Helgason biskup. Flutt í dómkirkjunni á nýársdag 1923. Til þín, sem varst vort athvarf frá kyni til kyns og aldrei brást þeim er lijá þjer leituðu skjóls, — til þín, faðir vor á himnum, sem hlessaðir oss, verndaðir og varðveittir á liðna árinu, til þin flýjum vjer nú á morgni nýja ársins og biðjum þig, minnugir náðar þinnar og trúfesti við oss hingað til: margfalda náð þína og trúfesti við oss á þessu ári og lát all- ar vorar áhyggjur og allan vorn kvíða, er fyllir sál vora vegna yfirstandandi og ókomins tíma, verða sjer til skammar. Lát þitt riki koma til vor með krafti, svo að þinn heilagur vilji verði hjer á meðal vor og þin dýrð margfaldist meðal lands- ins barna. Ver þú, faðir, með oss á öllum vorum vegum og gef oss öllum, fyrir sakir þins blessaða sonar, gleðilegt nýár. Amen. Matt. 6, 5.—13. Það var fyr á tímum góður og fagur siður á landi hjer, er menn lögðu af stað í langferð frá heimilum sínum eða lögðu upp í nýjan áfanga, þá að ríða berhöfðaður úr hlaði, hefja hugann í hæð og fela sjálfan sig og ástvini sína vernd og varðveislu himnaföðursins. Vjer þekkjum andann í þessum ferðabænum forfeðra vorra úr hinum gamla ferðasálmi síra Sig- urðar á Presthólum, sem mjög var notaður i bænarorða stað við slík tækifæri, og þó sjerstaklega hið gull- fallega erindi og innilega: »Ó Drottinn, virstu að mjer gá, ó Drottinn, leið mig til og frá; hönd þín mig verndi hvar jeg fer, háskanum vísi burt frá mjer. Ó Drottinn, skildu ei við mig; einkaförunaut kýs jeg þig«. Til grundvallar þessum fagra bæn- arsið liggur vitanlega hin eðlilega til- finning fyrir því, hve lítt vjer sjálfir ráðum vorum náttstað, hve lítils megnugir vjer erum án æðra full- tingis og hve tæpt sá stendur í stiga lífsins, er að eins hefir eigin mátt og megin að styðjast við. Lifi einstaklingsins hefir frá ómuna- tíð verið samlíkt við ferðalag, er hefst í vöggu og endar í gröf. Og þetta ferðalag skiftist i svo og svo marga áfanga, alt eftir því hvort æfin verður löng eða skömm. Það má segja, að með hverju nýju almanaksári hefjist nýr áfangi þessarar ferðar vorrar. Vjer stöndum á morgni hvers nýs árs alveg í sömu sporum og lang- ferðamaðurinn, er hann að morgni leggur upp i nýjan áfanga leiðar sinn- ar. Vjer vitum hvað að baki er, en það, sem framundan oss er, er alt Jtoku hjúpað. Ársins brautir eru oss huldar öllum án undantekningar, spekingnum ekki síður en fáfræðing- num, sem vart veit fingra sinna tal. Þetta eitt gerir hvern nýársdag — eða ætti að gera hann að alvörudegi. Rödd liðna tímans gerir óvissuna um

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.