Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1923, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.01.1923, Blaðsíða 9
B JARMÍ 5 II. En á heimilum vorum veröur slík nýöld með nýju ári að hefjast. Þegar vjer því á morgni nýs árs leggjum upp í nýjan áfanga, þá biðjum einn- ig með sjerstakri hliðsjón á heimilum vorum: »Faðir vor — til komi þitt ríki«. Jeg geng að því vísu, að mörg- um veiti ljettara að biðja svo með heimili sitt í huga en með hag lands og þjóðar fyrir augum. Þetta er skilj- anlegt mjög. Við heimili vor er hug- urinn bundinn sterkustu taugum, því að við arineld þess nutum vjer fyrst varma og ástríkis foreldra vorra, við arineld þess höfum vjer sjálf sem foreldrar reynt að veita sömu hita- og kærleiksstraumunum til barna vorra, og þar eignuðumst vjer frið- land íyrir oss og ástvini vora, sem stóðu oss næst, í ysi og þysi dag- lega lífsins. Fví er orðið »heimili« oss öllum heilagt orð — eða ætti að vera, því að þessu er því miður síst svo farið sem skyldi hjá alt of mörgum af vorri kynslóð. E*ví er ekki að neita, að sannarlegs kristilegs heimilisanda gæti hvergi nærri eins með þjóð vorri nú og áður gerði. Heimilin — ekki síst í þessu voru bæjarfjelagi — hafa eignast svo marg- an keppinautinn og orðið að lúta í lægra haldi fyrir honum. Fjöldi manna leitar nú ánægju sinnar aðal- lega utan heimilis-vjebandanna, og siðan skemtanafýknin fór að færast í vöxt, alin af blaðaskrumi, þá er því líkast um marga af unga fólk- inu á heimilunum, að það skoði sig að eins sem kostgangara heima hjá sjer. Fað er þá líka bersýnilegt, að síðan er heimilin tóku að missa tökin á unga fólkinu, hefir tjettúðin farið mjög í vöxt og alvöruleysið tekið að vaða uppi á margfalt ægilegri hátt en áður þektist hjer. Þetta eru engar öfgar. Það er margfalt meira alvöru- mál en menn alment gera sjer í hug- arlund. En hvað veldur þessu annað en það, að allur heimilisandinn hefir alt of víða umskapast til hins verra við það, að menn hafa hætt að hirða um að láta heimilisandann helgast sem mest af anda kristinnar trúar, anda samfjelagsins við Guð í Jesú Kristi. En þetta getur aftur breytst, ef vel er að verið. Verði Guðs vilji, opin- beraður í Jesú Kristi, rikjandi á heim- ilum vorum, þá er Guðs ríki þar til vor komið og í og með því Guðs skapandi og frelsandi andi, sem einn megnar að gera alla hluti nýja. Sér- hvert sannkristilegt heimili er Guðs ríki i smáum stíl. Lúter hefir að vísu sagt: »Guðs ríki kemur af sjálfu sjer eins þótt vjer biðjum ekki«. En svo bætir hann við: »En vjer biðjum í þessari bæn, að það komi einnig til vor«. Guðs ríki er að einu leyti ávalt að koma. Guðs ríki er sífelt að breið- ast út yfir löndin, og því heldur áfram uns laufskálatjöld Guðs ríkis ná um allan heim. En hitt er jafn- satt og rjett, að það er undir sjálfum oss komið, bænum vorum og ástund- an vorri, hvort það nær að koma til vor og tilvera vor að helgast af því. Biðjum þvi Guð nú á morgni ársins að blessa hús vor og heimili á þessu nýja ári, biðjum hann að veita oss náð sína til þess að vjer fáum orðið samverkamenn hans til þess að veita hollum náðarstraum Guðs ríkis inn á þau, svo að heilagur andi hans fái helgað þau sjer til eignar og orðið ríkjandi inni þar. III. En hvernig fáum vjer orðið sam- verkamenn Guðs í þessum efnum? Það getum vjer því að eins, að vjer höf- um sjálfir veitt Guðs ríki viðtöku, svo með sanni megi segja, að Guðs

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.