Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1923, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.01.1923, Blaðsíða 12
8 BJAR Mí birtu yfir skilninginn á Jóhs guð- spjalli. Það er að nokkru leyti fram- komið fyrir Sundar. Hefnd og endurgjald eru, eftir áliti Sundars, ósamrýmanlegt við eðli guðs Endurgjald kemur sjáltkrafa fyrir eig- ið eðli sitt. Hollusta Sundars við kærleika guðs er langt of áköf til þess, að hann geti trúað á nokkra guðlega reiði. Reiði guðs ríkir jafnvel ekki í helvíti. Það er hreinsunarstað- ur. í vitrunum sinum sá Sundar að einnig 1 helvíti er kærleiki guðs starf- samur, svo að allir, sem þar búa, munu að síðustu koma til Krists.1) Vér munum eftir víðsýni móður Júlí- önu frá Norvick: »Alt mun gott verða«. Rað, sem vér köllum guðsdóm, táknar hvorki nokkuð utanaðkomandi né nokkurt ígrip frá hendi guðs, heldur kemur það að innan. Inir vondu megna hvorki að þola ljós himnanna né samfélagið við ina heilögu og engl- ana. f*eim finst þeir eiga svo illa heima á himnum, að þeir biðja um að komast burtu þaðan. Með tilliti að þessu atriði, greinir Sundar sig samt talsvert frá Hindúa- kenningunni um karma, því að hún lætur afleiðingar, jafnvel smávaxandi þróun, betrun og frelsun, í öllu veru- legu koma frá ylri verkum og hag. Sundar eignar umbreylinguna innri ummyndun í mannseðlinu. 1) Meðan Sundar dvaldi í Danmörku í vor sem leið, Ijet hann túlka sína lýsa því i dönskum blöðum, að kaílinn um glötunina í ensku bókinni, sem Söderblom fer eftir, flytji miklu fremur skoðanir bókarhöfundanna en sínar í þeim efnum, og bað um að honum yrði slept efbókin væri þýdd á dönsku, og þvi vantar þann kafla í bókina nýútkomnu: »Samtaler med Sadhuen«, Frimodts Forlag. En vjer höf- um hvergi sjeð getið annarstaðar hverju Sundar trúi í raun og veru samkvænt sýnum sínum um glötunina. Rítstjóri Bjarma. Bæði í karma-kenningunni og trú Sundars, eru endurgjald og samband- ið milli orsakar og afleiðingar föst skilyrði í tilverunni, óháð guði. En guðs kærleiki starfar með þessum skilyrðum, en eigi af dutlungum eða hendingu og eigi heldur með ígripn- ingu utan frá. Fyrirgefningin merkir eigi einungis lausn frá hegningu, heldur að guð ummyndar hjartað, og þetta breytta innra ástand, sem vekur iðrun hjá manninum, verður ný and- leg afllind í sambandi orsaka og af- leiðinga. Guð grípur eigi inn í það ytra í gangi heimsins, heldur í það innra, þannig að kærleiki hans gagn- tekur hjartað og breytir fýsnum mannsins, tilhneigingum og vilja. Að því er þetta snertir, hefir karma- kenningin indverska í einu mikilvægu atriði haft áhrif á skoðun Sundars. En Vesturlönd eru líka kunnug slík- um hugsunarhælti að því er tekur til orsakarsambandsins í náttúrunni, sem álitið er óháð nokkurri guðdómlegri frammígripning utan frá. Og svo langt sem eg fæ séð, hefir Sundar eigi reynt að koma kenningu sinni um inar óumflýjanlegu afleiðingar í samræmi við trú sína á in beinu innígrip guðs. Þetta merkir heldur ekki neina indverska tillögun á kristindómnum, heldur er það fremur indversk farga á guðspjallslegu trúnni, þar sem Sun- dar óafvitandi (en aldrei afvitandi, það eg til veit, heldur af heilbrigðri eðlishvöt) gerir greinarmun annars vegar á djúptækri lífsreynslu með enn djúptækari kenning, sem er honum sjálfum dýrmæt, en sem hann heldur fyrir sjálfan sig og þá er standa honum næst, og hinsvegar á inni mikilvægu guðspjallslegu prédikun um aflur- hvarf og fyrirgefning. Næsla margir mundu fagna því, að heyra Sundar lýsa ferðum sinum

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.