Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1923, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.01.1923, Blaðsíða 10
6 BJARM I ríki sje »hið innra með oss«. En þetta er þá líka hið mikla takmark allra þeirra, sem Guðs börn vilja vera. Fyrir því sje það þá líka, er vjer nú leggjum upp í nýjan áfanga æfi- ferðalags vors, bæn vor til Guðs hverja einasta mannshjarta til handa: »Faðir vor — til komi þitt riki!« Vjer erum að vísu að einu leyti öll þegnar i Guðs eilífa ríki í frá skírn- arstund vorri, svo sem þeir, er geta sagt: »Minn Jesú, eign pin er jeg, sem afbrot gafst mjer kvitt, á enni’ og brjósti ber jeg frá bernsku krossmark þitt«. Frá Guðs hálfu er þar alt í lagi, en hvort það er það frá vorri hálfu, það er annað mál, já, það er vafamál. Guð hefir útvalið oss sjer til eignar, — en höfum vjer goldið þeirri út- valning af hans hendi jákvæði vort? t*að er alvöruspurningin mikla. Um fjölda manna, sem Guð þannig út- valdi sjer til eignar, á það heima, að þeir hafa aldrei vitandi hirt um guðsbarnarjett sinn eða guðsríkis- þegnrjettindi, aldrei vitandi veitt nein- um kröftum Guðs ríkis viðtöku. Um ýmsa aðra á það ef til vill heima, að þeir eru ekki fjarri Guðs ríki, — en þeir hafa enn ekki fengist til að ákvarða sig til fulls, að gefast Guði og hans heilögum vilja, sem er fyrsta jákvæða sporið inn í Guðs ríki. En svo eru loks allir þeir, sem hafa gefist Guði og veitt ríki hans viðtöku með fögnuði, — um þá er það að segja, að Guðs ríki er að sönnu til þeirra komið, en það loðir svo mikið við þá af heiminum, að fullkomn- unartakmarkið er ávalt fram undan. Þegar Lúter talaði um »daglegt aftur- hvarf« kristins manns, þá hafði hann þetta meðal annars í huga, hversu dagleg tileinkun Guðs ríkis og gæða þess er áframhaldandi krafa Guðs til vor, svo skamt sem vjer sífelt erum á veg komnir. Fyrir því fer svo vei á því, að nýársbæn vor oss sjálfum til handa snúist um það, að Guð láti af náð sinni ríki sitt koma til vor sem einstaklinga á hinu nýja ári. En það er aftur sama sem, að vjer á nýja árinu vöxum og fullkomnumst í hon- um dag frá degi og færumst sífelt nær Krists-fyllingartakmarki því, sem oss er sett að keppa að. Mætti það þá líka, fyrir Guðs náð, verða aðalmark- mið kappsmuna vorra á þessu ný- byrjaða ári! — — Við vitum nú síst hvað vor biður á þeim dögum ársins, sem fram undan oss eru í þokunni. Drottinn veit það, en vjer ekki. En rödd liðna ársins ætti að kenna oss árvekni. Rödd liðna ársins er prjedikari, sem holt er að hlýða á. Rödd liðna árs- ins minnir oss á, hve litt vér menn- irnir ráðum sjálfir vorum næturstað, hve »bilið getur verið mjótt milli blíðu og jels, hve brugðist getur lukkan frá morgni til kvelds«. Fjöldi þeirra, sem næstliðinn ársmorgun hófu göngu sina með oss, hafa orðið viðskila við oss á síðasta áfanganum. Og svo mun einnig reynast þennan áfang- ann, sem nú er hafinn. En hvað vit- um vjer um það, hvort vjer fáum að vera í tölu þeirra, sem ætlað er að komast næsta áfangann á enda? Get- ur ekki eins vel farið svo, að einmitt vjer verðum viðskila við hinn mikla hóp samferðamanna vorra? Petta er að sjálfsögðu alvarlegt tilhugsunarefni. En óttalegt þarf það ekki að vera. Því að rödd liðna ársins talar einnig um óumræðilega náð og trúfesti af Guðs hálfu; það höfum vjer fengið að reyna, ekki siður en aðrir. Þessi Guðs náð er oss fram borin í drotni vorum Jesú Kristi. Látum þetta gera oss það ljúft nú þegar frá morgni ársins, í naíni Jesú Krists, að gefast

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.