Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1923, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.01.1923, Blaðsíða 6
2 ' BJARMI ókomna timann svo þunga. Vjer hljót- um að minnast þess, að enginn vor allra er þeim kröftum búinn, er óhætt er að treysta, hvað sem upp á kynni að koma. Vjer erum að vísu aldrei einir á ferð, og samferðamennirnir eru margir. En það stoðar svo lítið. Þeir eru allir sama lögmáli háðir og jeg sjálfur, og ekki ráða þeir fremur náttstað sínum en jeg og þú. Því er ekki að furða þótt það á morgni ársins sje sameiginleg þrá allra al- vörugefinna sálna, að þeir ættu nú þann staf að styðjast við og það skjól í að flýja með óviss örlög sín, sem treysta mætti. Bœnin hefir frá ómunatíð verið mannanna besti stafur að styðjast við á þessari ferð. Og oss kristnum mönn- um er sjerstaklega heimiluð bœnin i Jesú nafni oss til stuðnings og styrkt- ar á æfileið vorri.' Og það er þá líka ein hin dýrmætasta reynsla allra biðj- andi sálna, að ekkert fái við það jafn- ast að geta í blíðu og stríðu, á á- nægju- og á alvörustundum lifs vors útausið hjarta sínu fyrir Guði. Þetta var og dýrðleg reynsla drottins vors Jesú sjálfs, og fyrir því gaf hann læri- sveinum sínum bænina »faðir vor«, þennan dýrgrip, sem er gulli skírari og gimsteinum dýrari, — þessa bæn, sem er svo orðuð, að hún á jafnt heima á vörum allra, sem hana vilja nota, á jafnt við öll tækifæri og allar kringumstæður, sem menn kunna að rata f, og er ávalt jafn ný og hrein, kröftug og innileg. Og til þess að hún mætti verða ferðamannabæn vor, er vjer á morgni nýs árs leggjum upp í nýjan áfanga lifs vors, hefir hún í dag verið lögð fyrir oss sem nýárs- texti. Jeg hefi fleirum sinnum áður prjedikað út af þeim texta í heild sinni. Að þessu sinni er það að eins lítill hluti þessarar bænar, sem vjer viljum nema staðar við, en þá líka jafnframt það hjarta hennar, sem mest er undir komið í lifi vor mann- anna, hvort heldur vjer lítum til hvers einstaklings eða til hvers einstaks heimilis eða til þess þjóðfjelags í heild sinni, sem vjer tilheyrum. Jeg á þar við bænina: Til komi þitt riki! Látum haná að þessu sinni vera nýársbæn vor allra og felum í henni allar vor- ar bænir í meðvilund þess, að hver sá er leitar Guðs ríkis fyrst og fremst, hann fær alt hið annað i ofanálag, sem hann með þarf. I. Þegar vjer því á morgni ársins nýja leggjum upp í nýjan áfanga æfi vorr- ar, þá hefjum huga vorn í hæð og biðjum með sjerstakri hliðsjón á vorri eigin þjóð, bæði tímanlegum og and- legum högum hennar: »Faðir vor — til komi þitt ríki!« Við ættjörð vora við þjóðina, sem hefir alið oss, erum vjer í skuld um alt, sem vjer getum henni í tje látið og henni má verða tfl heilla og blessunar. í*að er að vissu leyti sama skuldin og vjer er- um í við móður vora, sem bar oss undir hjarta sjer. Þjóðrækni er heilög skylda hvers einasta manns. Ræktar- leysi við ættjörð sina og ættarþjóð er ávalt af sama toga spunnið sem ræktarleysið við foreldra sína, þ. e. af toga vanþakklætis og vanmeta á því góða, sem vjer eigum þeim upp að inna. Það kann vel að vera, að mörgum yðar finnist það vera svo lítið, sem hann getur að mörkum lagt landi og þjóð til þrifa og framfara, enda sje það annara fremur en vort að skifta sjer af þeim málum. Að vísu er það satt, að alþjóðarmál vor eru falin sjerstökum mönnum, sem gert er ráð fyrir að hafi gáfu hlotið og þekkingju til að annast þau. En alt fyrir það er enginn vor allra svo vesall, að hann geti ekki þar

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.