Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1923, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.01.1923, Blaðsíða 11
BJARMÍ 1 Guði og ganga honum á hönd i trausti Guðs barna; látum það vera daglega iðju vora hvern dag ársins, að helga honum sjálfa oss betur og betur og opna hjörtu vor betur og betur fyrir náð hans, fyrir vilja hans, fyrir ríki hans. Þá getum vjer haldið óhræddir leiðar vorrar út í þoku framtíðarinnar, því að guðs ríki er þá komið til vor, og guð sjálfur orðinn einkaförunautur vor á ársins brautum. — Amen. Kristileg dulspeki hjft ludverja Suudar Singli. Eftir Nathan Söderblom, erkibiskup Svía. (Niðurl.) Þótt Sundar sé Indverji, er hann algerlega andstæður algyðskunni. Einn inna mestu trúarbragðafræðinga vorra tíma, inn kaþólski leikmaður og dul- dulspekingur, Fr. von Húgel barón í Lundúnum, sagði eftir samtal við Sundar; »Það undrar mig, að þér eruð svo öldungis iaus við algyðsku«. Villa algyðskunnar, að áliti Sundars, er það, að hana vantar syndaviður- kenningu og því geymir hún í sér hneigð til ósiðlegs lífernis. Hann er einnig i andstæðu við áhorfun og niðursökkvingu inna indversku dul- spekinga í náttúruna. Indverskur dul- spekingur hyggur, að guð og náttúran sé ið sama. Kristinn dulspekingur veit að til hljóti að vera skapari, sem gjört hefir heiminn. Fannig hefir Sundar varpað burt báðum Indlands sígildu vegum til frelsunar. Frelsun við meinlæti og frelsun fyrir þekkingu. Þriðji vegur- inn til frelsunar kallast bhaktí, frels- un fyrir kærleika persónulegs guð- dóms. Hvað þenna veg snertir, er Sundar trúr inum indversku trúar- brögðum, en þó með stórfeldum mis- mun. Hann viðhefur aldrei bhaktí- ræðunnar ástamálslikingar, þótt svo margir kristnir dulspekingar hafi gert það. Ið merkasta rit bhakti-guðrækn- innar, Bhagavad-gita, lærði hann utanbókar, á meðan hann enn var barn. Þá er vér ræðum um Sundars Singh’s sanna guðspjallskristindóm, verðum vér að bæta tveim hlutum við. Likamlega þjáningu er viðbúið, að erfiðast sé af öllu að bera. Undir of- sóknunum í Tíbet hefir Sundar þol- inmóðlega borið smán og þolað kvalir fyrir sakir Jesú. En í munklífi sínu er hann alveg laus við persónu- lega ábyrgð gagnvart öðrum og gagn- vart þeim viðfangsefnum og erfiðleik- um, sem það hefir í för með sér. Nokknr indversk einkenni. Loks eru nokkur eftirlökuverð ein- kenni hjá Sundar Singh, sem eigi má skoða sem nokkra æðri eining af kristilegum og indverskum lær- dómum um frelsunina, heldur fremur sem indverska förgu (farve) á hans sönnu guðspjallstrú. Þótt það n’aumast myndi rétt vera, að kalla hvort heldur Sundar’s óvenju- legu hneigð til sjóna eða innilegleik- ann í samfélagi við Krist indverska förgu á inni kristilegu dulspeki hans, er þó rétt að segja þetta um aðferð hans til að tengja lífsþroskun krist- ins manns frá inu innra til ins ytra saman við ina indversku kenningu um »karma«, orsakarsambandið í til- verunni, sem hann gerir á þann hátt, sem að vissu leyti er nýjungarsköp- un í kristindómi hans. Inn ágæti biskup Wistcott í Durham spáði að trútaka Indlands myndi kasta nýrri

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.