Bjarmi - 01.01.1923, Blaðsíða 7
BJA RMÍ
§
starfað með og borið steina i ham-
ingjuhöll þjóðar sinnar. Vjer skulum
minnast þess, að eitt meginskilyrðið
fyrir þrifum og velgengni lands og
þjóðar er, að landsins börn hvert í
sinni stjett og stöðu sjeu nýtir menn,
en nýtur maður er hver sá er í sín-
um ákveðna verkahring rækir trúlega
skyldur sínar og ávaxtar dyggilega
þau pund, sem hann hefir af Guði
þegið. í þessu tilliti stöndum vjer
allir jafnt að vígi.
En vjer gerum það líka í öðru til-
liti alveg sjerstaklega, hvað sem líður
stöðu vorri í þjóöfjelaginu. Vjer get-
um öll starfað að heili og hamingju
ættjarðar vorrar með því að taka
hana á bœnararma vora, bera hagi
hennar í barnslegri bæn fram fyrir
almáttugan Guð, og alveg sjerstaklega
ættum vjer kristnir menn að álíta þetta
vora helgustu og sjálfsögðustu skyldu.
En gerum vjer það? Mjer er ekki
grunlaust um, að á það vanti mikið.
Vjer tölum oft og einatt mikið um
ískyggilegar þjóðarhorfur — en töl-
um vjer eins mikið um þær við Guð
í bænum vonum, að hann láti birta
til?
Vjer tölum um, að landsstjórn vorri
sjeu einatt mislagðar hendur — en
tölum vjer jafn oft um það við Guð,
að hann gefi þessum stjórnendum
vorum anda visdóms og þekkingar,
anda ráðspeki og kraftar og um fram
alt þess ótta drottins og þeirrar
ábyrgðartilfinningar, sem svo óendan-
lega mikið er undir komið, eigi vel
að fara?
Vjer tölum einatt þung orð í garð
þjóðarleiðtoga vorra á stjórnmála-
sviðinu, köstum steini á löggjafa vora
svo sem þá er láti í gjörðum sinum
leiðast af flokksfylgi og hreppapólitík,
en hugsi minna um heill og velferð
alþjóðar, — en minnumst vjer þeirra
jafn oft í bænum vorum biðjandi föð-
ur aldanna að vera i verki með þeim
og að gefa þeim hið rjetta hugarfar
til allra sinna verka?
Vjer erum einatt þungorðir i garð
þeirra, sem laganna eiga að gæta,
viðhalda góðri reglu í landinu og
efla löghlýðni með þegnum landsins,
og skellum allri .skuldinni á þá fyrir
það, er aflaga fer — en hvernig
styðjum vjer þá í verki þeirra? Minn-
ums vjer þeirra frammi fyrir hástóli
hins alvalda, biðjandi fyrir þeim og
starfi þeirra?
Svona mætti lengi halda áfram. En
með öllu þessu vil jeg sagt hafa:
Vjer leggjumst sem kristnir menn alt
of mjög undir höfuð skyldu vora við
land vort og þjóð í bœnum vorum.
Pess vegna verður ást vor á landi
og þjóð svo haldlitil hjá oss flestum;
því að það er segin saga, að oss
eykst ást á sjerhverju því, sem vér
gefum rúrn í bænum vorum.
Eftir mínu veika viti eru nálægir
tímar einhverjir hinir ægilegustu al-
vörutimar, sem komið hafa yfir vora
þjóð og allar framtiðarhorjur svo
illar, að j<-g e/asb um að þœr hafi
nokkurntima vern verið og iskyggilegri,
Atvinnurekstur allur bæði til lands og
sjávar er kominn í þá beygju, sem
oss naumast hefir nokkru sinni
dreymt um. Viðskiftali/ið alt komið í
það öngþveiti erfiðleika, sem enginn
sjer nú fyrir endann á. Með öllu voru
sjálfræði um öll vor mál virðist reka
að þvi, að vjer getum ekki snúið oss
við fyrir skutdahlekkjunum, sem dag
frá degi leggjast fastar að þjóðarlík-
amanum. Vinnukrafturinn fer símink-
andi um sveitir lands. En hinsvegar
fer atvinnutegsið sivaxandi við sjávar-
síðuna og menn, sem ekkerl vildu
fremur en mega vinna, ganga mán-
uðum saman iðjulausir af þvi hvergi
er atvinnu að fá. Og jafnframt þessu
aukast skattar og álögur ár frá ári