Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1923, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.01.1923, Blaðsíða 8
4 BJARMÍ svo að lil hreinna vandræða horfir. Hafi hjer nokkru sinni mátt tala um daga feita kúnna, þá eru þeir sannar- lega nú um garð gengnir. Dagar mögru kúnna eru komnir, sem þegar hafa gleypt hinar feitu. Enginn veit nú hvað framundan er — enginn veit hvað bíður þjóðar vorrar á brautum hins nýbyrjaða árs. Drottinn einn veit það. Allur vor hagur er vitanlega í Guðs hendi. Án hans megnum vjer ekkert. En þótt geta vor sje smá, getum vjer þó stult að umbótum vors þjóðarhags. Vjer getum hafið huga vorn í hæð og í bæn til Guðs lagt allan vorn þjóðar- hag í Guðs almættishönd. Vjer getum beðið hann að láta sitt ríki, sem er rjettlæti friður og fögn- uður heilags anda renna upp með þjóð vorri. Guðs ríki kemur hvar sem Guðs vilji verður mannanna æðsta lögmál. Hvar sem Guðs vilji verður æðsta regla og mælisnúra fyrir breytni mannanna, þar er Guðs ríki þegar komið. Vjer getum beðið Guð að líta í náð sinni til þeirra, sem sjerstaklega eiga að ráða þjóðmálum vorum til lykta, og gefa þeim anda vísdóms og skilnings, anda sannarlegs guðsótta og lifandi ábyrgðartilfinningar, svo að þeir vilji það eitt, sem þjóð og landi er fyrir bestu og láti viðrjetting bágborins þjóðarhags sitja í fyrir- rúmi fyrir öllu öðru. Vjer getum beðið Guð, að láta ríki sitt einnig koma til löggjafarþings vors, svo að það gleymi aldei því sem til þess friðar heyrir, en að þar leggist allir á eitt um að láta Guðs vilja stjórna gjörðum sínum og að finna happasæla leið og lendingu fyr- ir þjóðarfleyið út úr þeirri hringiðu, sem það er nú statt í. Vjer getum beðið Guð að láta sitt ríki koma með krafti til allra leiðtoga þjóðar vorrar, hverju nafni sem nefn- ast, og til þjóðarinnar í heild sinni svo að hún fái þekt sinn vitjunar- tíma og hagað sjer þar eftir. Vjer getum beðið Guð að blessa kristni lands vors og kristilega kirkju sína á meðal vor og láta hana verða þá aflstöð í voru litla þjóðfjelagi, að þaðan renni hollstraumar náðar Guðs og krafta Guðs ríkis út yfir bygðir og býli lands vors. Vjer getum beðið hann að blessa alla starfsmenn kirkju vorrar og veita þeim í ríkum mæli anda trúmensku og skyldurækni í verki köllunar sinnar. Vjer getum beðið Guð að veita veraldlegum leið- togum þjóðar vorrar næmari skilning á þýðingu guðsrikis-málanna fyrir þrif þjóðar vorrar, svo að þeim skiljist hver skylda á þeim hvílir að styðja kirkju vora í verki hennar, í stað þess sem nú á sjer alment stað að láta sig engu skifta málefni liennar svo sem væru þau þeim með öllu óviðkomandi. Guð gefi, að með nýju ári upp renni yfir land vort og þjóð ný guðsríkis- öld, með vaxandi áhuga á öllum guðsríkis-málum hjá lærðum og leik- um, með vaxandi lotningu fyrir Guðs vilja sem mannanna æðsta lögmáli og æðstu reglu og mælisnúru fyrir breytni þeirra og með vaxandi skiln- ingi á Guðs orði og kærleika til þess, eins og drottinn vor, Jesús Kristur, hefir flutt oss það í lífi sínu og kenn- ingu. Þá mun margt verða öðruvísi en er með oss á nálægum tíma og ýmislegu áhyggjafargi af oss ljetta, sem nú drepur allan kjark og lamar allar framkvæmdir. Biðjum þess í öllum vorum bænum og leggjumst öll á eitt um það, að Guðs ríki megi koma með krafti til þjóðar vorrar, og »Drottinn hjálpa lýð að læra líf, sem hæfir frjálsri sveit«. —

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.