Bjarmi - 01.09.1923, Blaðsíða 2
158
6JARM1
um að áfengið æsir auvirðilegar fýsn-
ir, gerir manninn ólikan sjálfum sjer,
og spillir honum svo andlega sem
likamlega. Og vjer hyggjum það vit-
urlegasta skoðun, að áfengi sje hlut-
ur, sem aldrei geri neinum manni
sannarlegt gagn, en hafi gert og geri
einstaklingum og heilum þjóðum óvirð-
ing og stórtjón, grandi heilbrigðiuni,
spilli siðunum og valdi hvers konar
úrkynjun og mannskemdum, andleg-
um og líkamlegum. Og þetta er eng-
in lausleg ágiskun, engin ályktun
dregin af fráleitum eða óverulegum
forsendum. Vjer getum, áliti voru til
stuðnings, vitnað til rannsókna og
ummæla vísindanna, og vjer getum
vitnað í hagskýrslur.rökstuddar óhrekj-
andi tölum, sem tala um úrkynjun,
eymd og glæpaspilling er fylgi áfeng-
inu eins og kolsvartur og ægilegur
skuggi. Hjer við bætist svo eigin
reynsla vor sjálfra, og athuganir vor-
ar á því, sem gerist alt umhverfis
oss. Vjer sjáum æsku, fegurð og heil-
brigði eldast, afskræmast og veikjast
fyrir tímann, af völdum áfengisnautn-
ar. Öll reynsla vor sjálfra varar oss
við áfengum drykkjum. öll mannleg
reynsla stýður þau ummæli heilagr-
ar ritningar, að það leiði aðeins til
spiliingar að drekka sig drukkinn i
víni (Efes. 5, 18). Þar af leiðir, að
starfið að útrýming áfengisnautnar
verður það mál er varðar allan hag,
heilbrigði og siðferði mannfjelagsins.
Og auk þessa er sjálf vor kristna trú
oss öflug hvöt til þess að sinna þessu
máli. Sem siðferðismál varðar bind-
indismálið alla andlega heill einstak-
lingsins. 1 öllum anda kristindóms-
ins felst ótvírætt krafan þessi: Burt
með áfengið, svo að einni verstu
hindrun allrar mannlegrar fullkomn-
unar og framfara verði úr vegi ruttl
Samkvæmt öllum anda trúar vorrar
hlýtur framleiðsla áfengra drykkja til
nautnar að vera ósamboðin kristnum
manni, með því að hún er skaðleg
heilbrigði og siðferði og öllu lífi fjölda
manna. Samkvæmt öllum atriðum
kristindómsins hlýtur Guð hinn hæsti
að vera í verki með þeim, er af al-
úð og ósjerplægni vinna að útrým-
ing áfengisnautnar. Og G.-T.-reglan
vill eigi hafna þeirri hjálp er kraftur
Guðs fær veitt í þessari þungu bar-
áttu. Hún vill þvert á móti leita
hennar og tryggja sjer hana. Fyrir
því helgum vjer starfsemi hvers stór-
stúkuþings með guðsþjónustu. Vjer
viljum með helgiathöfninni gera þá
játningu: Án þín, lifandi drottinn Je-
sús, getum vjer alls ekkert gert. Með
þjer og þinni blessun megnum vjer
alt! Og vjer komum í kirkju til þess
að safna oss andlegum kröftum til
heiilarikra starfa. Ef vjer komum eigi
í kirkju við þetta tækifæri til þess
að safna oss andlegum orkuforða frá
kraftalind guðlegrar náðar í trú og
bæn, þá er þessi athöfn vor í kirkj-
unni tilgangslaus og gagnslaus eins
og allar málamyndar kirkjugöngur,
sem farnar eru fyrir siðasakir eða
til þess eins að sýna sig og sjá aðra.
En jeg trúi því og treysti, kæru
reglusystkini, fullrúar stórstúkunnar,
aðrir fjelagar og viðstaddir tilheyr-
endur, að þjer komiö hingað öll í
einlægum hug til þess að biðja föð-
ur andanna í Jesú nafni um kraft
til þess að efla vilja, visku og bróð-
urbug til hins veglega og þjóðþarfa
starfs að ráða samnn ráðum til við-
reisnar og eftingar bindindis- og bann-
starfseminni í þessu landi, sem nú
mun eiga örðugra uppdráttar en ver-
ið hefir lengi áður. Jeg treysti því
að þjer sjeuð hingað komin til þess
að biðja miskunnsemdanna föður að
efla þrótt yðar og dug, svo að alt
hið besta í yður fái notið sín til við-
reisnar voru göfuga mannúðarmáli.