Bjarmi - 01.09.1923, Blaðsíða 9
B J A R M I
165
En jeg hefl reynt aö leita mjer liðsinnis'
meðal fólks í sóknum mínumj sem ekki
er sönghneigt og veit að það leggur þessu
lið, hitt er minni vandi við að fást. Getur
vel verið, að nokkrir geri það fyrir mig,
prestinn sinn, að taka þátt í söngnum og
leggja honum lið, at því þeir vita vel, að
mjer þykir vænt um það. En þó þeir í
fyrstu geri það fyrir prestinn sinn, finst
mjer það ekki saka. Jeg hefl þá trú, að
fólkið sjálft þurfi ekki að gera þetta fyrir
neinn nema sjálft sig, þegar til lengdar
lætur.
Til þessa hefi jeg mestmegnis haldið
mjer við lagið sjálft, því erfitt er að kenna
mikið af röddum við svona tækifæri,
enda á kirkjusöngur að vera einraddað-
ur. En nú kann söfnuðurinn mörg sálma-
lög, sem hann ekki kunni áður og varð
að ganga á snið við.
Eitt hefijeg gert til að hjálpa safnaðar-
söngnum, sem gæti einnig orðið öðrum
prestum að góðu liði. Jeg er að semja
skýrslu um sönghæft fólk í prestakallinu
á öllum aldri. Sú skýrsla er að visu ekki
búin, því stutt er síðan jeg fór að semja
hana, en allur þorri fólks þó þegar kom-
inn. Skýrslan sýnir, að til er miklu fleira
sönghæft fólk, en jeg vissi af áður og það
gefur mjer ástæðu til að halda, að hjer
á landi sje til miklu fleira sönghæft fólk,
cn er á almennings vitundinni.
Ef aðrir prestar gerðu slíkar skýrslur,
— það er þeim auðveldast stöðu sinnar
vegna, — yrði að hinn mesti fróðleikur,
og ekki síður nauðsynlegt að vita um en
margt annað, sem um er spurt. En skýrslu
þessa hefi jeg mjer til hjálpar á þennan
hátt. Jeg verð þess var að einhversyng-
ur ekki. Skýrslan segir mjer, að hann
sje sönghæfur. Jeg tala við hann, er færi
gefst og fæ liann með fyr eða scinna.
Á æfingum eftir messu hefijeg ekki að-
eins látið syngja sálmalög, heldur einnig
kvæðalög, bæði til þess að halda þvi
fremur áhuganum vakandi, og einnig til
þess að afla söngnum yfirleitt meira fylgis,
þvi jeg hefi óbiíanlega trú á siðgæðis og
menningarmætti hans fyrir þetta land.
Syngjandi þjóð verður áreiðanlega ekki
sofandi þjóð. Pað þarf enginn að halda.
Syngjandi þjóð verður dugmikil þjóð,
syngjandi þjóð lærist betur en ella að
losa sig úr viðjum hleypidóma, harðra á-
fellisdóma, öfundar og haturs Retta er
jeg viss um. Og af því að þetta er jeg
visá um, vil jeg að þetta mál verði vakið
af löngum svefni út um bygðir landsins,
og treysti jeg best prestum tíl þess að
leiða það til sigurs.
En ef því á að verða sigurs von, verð-
ur að hafa vakandi gætur og helst aldrei
gleyma sjer.
Pví hefur verið svarað við mig, að æl-
ingar á eftir messu væri engin nýung.
Sjeu þær algengar, hvernig stendur þá á
söngleysinu ?
Við mig hefir verið sagt, að þetta sem
jeg geri, gætu ekki allir prestar gert, af
því jeg kann dálitið að leika á hljóðfæri.
Margir prestar kunnaþað nú, og efalaust
nokkrir beturenjeg. Peir gætu að minsta
kosti gert þetta, ef þeir hafa ekki gert
það. Aðrir eru góðir raddmenn; sjálfur
á jeg erfitt með að syngja, svo nokkru
nemi. Peir geta afarmikið gert. Peir, sem
þetta vantar hvortveggja, er nauðugur
einn kostur, að fá þá til liðs við sig, sem
kunna að leika, organleikara sína og aðra.
Annars eru organleikararnir sjálfkjörnir
til hjálpar hverjum presti. Vanti prest-
inn söngvit, söngleikni og söngrödd,getur
hann samt afarmikið gert með fortölum
sínum og á margan hátt annan. Eftir
minni ætlun verður hver prestur að fá
góða menn í lið með sjer, karla og kon-
ur, og þurfa helst presturinn og þeir að
áminna fólk og klifa á þessu þangað til
takmarki er náð. Og er því er náð i svip-
inn, þarf að hafa á því vakandi gætur að
hinn fagri siður leggist ekki niður.
Ekki er síður vandi að gæta fengins
fjár en afla þess.
Annars getur prcsturinn þetta ekki til
iengdar einn út af fyrir sig. Pað er svo
mikið starf, að hann hlýtur að flýja til
annara um liðveislu.
En hitt þori jeg að fullyrða, aðumleið
og söfnuðurinn græðir á þessu, þá græð-
ir presturinn engu síður, nema framar
sje. Fyrst og fremst má hann vita, að
þetta er nauðsynjamál. t annan stað má
búast við þvi, að frá hálfu einstakra
manna og jafnvel margra sje þetta þakk-
látt verk. Pví það finna áreiðanlega
sumir, að verið er að reyna að auka á-
nægju almennings, þó eigi sje annað.
Ennfremur finst mjer ekki óeðlilegt, að
i þessu starfi komist presturinn i cnn
nánari kynni við sóknarfólk sitt og að
það sje meðal, eitt af öðrum fleiri, til
þess aö skílja íólkið betur, bresti þess,