Bjarmi - 01.09.1923, Blaðsíða 14
170
BJARMI
verl hæruskotið, ennið blóðstorkið og
andlitið bólgið og marið, en eigi að
síður tók Helga snögt viðbragð, og
varð að haía sig alla við að láta ekki
bera á geðshræring sinni, þegar hún
sá þetta manns andlit.
Skipstjórinn tók eftir því hve mjög
henni brá, en hann hugði að hún
tæki svona nærri sjer að sjá sár
mannsins.
»Er yðurilt?« spurði hann. »Viljið
þjer ekki súpa á vatni?«
»Sei, sei, nei, þakka yður fyrir,«
sagði Helga, en hendurnar á henni
titruðu meðan hún hagræddi umbúð-
unum, og hún átti örðugt með að
leyna geðshræring sinni, því þarna
var hann loksins kominn, það var
maðurinn hennar, sem hvíldi sár í
rúminu.
Hún hlaut að þekkja hann hvar
og hve nær sem var, og þó var hann
því nær óþekkjanlegur. Þessi volaða
mannsmynd, særð og afmynduð,
merkt ýinislegri spillingu og synd!
Gat það verið að þetta væri hann
Hákon! Hún neyddi sjálfa sig til þess
að virða hann betur fyrir sjer, og hún
sá og sannfærðist — það var hann.
Hefði hún verið einsömömul, þá
hefði hún kropið við rúmið hans,
og vætt tárum veslings bólgnar brárn-
ar, þá hefði hún vermt köldu hend-
urnar og farið mjúkum höndum um
hæruskotið hárið, og þvegið, helst
með tárum, blóðstorkið ennið, — en
skipstjórinn horfði á hana, og hún
Ijet ekki undan tilfinningum sínum,
sem vissulega var erlitt að halda i
skefjum.
Allra snöggvast opnaði hann augun
og horfði á hana með sljófu augna-
ráði, sem geymdi í sjer óendanlegan
tómleik og meðvitundarleysi, og hún
horfði i augun hans og þóltist sjá
þar heilan heim af þjáningum þeim,
sem eru laun syndarinnar.
Gat hún afborið þetta öliu leng-
ur?
Hlaut bún ekki að svala helsærða
hjartanu, og mýkja sár þess með fá-
einum tárum? Og þau komu hvert á
eftir öðru, kristalstær tár, sem fjellu
um vanga hennar. En skipstjórinn
horfði á hana og sagði: »Já hann á
bágt, auiningja Hákon! En nú er
hann þó kominn heim í sitt eigið
land eftir ára hrakning fram og aftur,
hingað þráði hann að komast«.
»t*ekkið þjer hann?« spurði Helga
lágt.
»Jeg hefi kynnst honum nýlega,«
svaraði skipstjóri. »En viljið þjer nú
ekki ganga til hvildar, frú? Jeg er
vanur vökum og get sem best setið
hjerna hjá honum«. »Jeg efast um að
mjer takist að sofa núna,« sagði
Helga, »þjer eruð þreyttari en
jeg«.
Skipstjórinn hafði hallað sjer út af
í legubekkinn og steinsofnaði áður
en varði. Helga vakti því ein.
Hákon hreifði sig eitthvað, hún
gekk óðar að rúminu hans og bar
honum svalandi drykk. Hann horfði
á bana eitt augnablik.
»Hvernig líður þjer?« spurði hún
og laut ofan að honum.
F*að brá brosi á afmyndað andlitið,
bros, sem skar Helgu í hjartað, því
það var eins og hverfandi skuggi
horfinnar gleði.
»Vel«. hvíslaði hann ofurlágt og
lagði augun aftur.
Helga stóð kyr hjá rúminu. Hún
hefði átt bágt með að lýsa þeim hug-
renningum, sein gagntóku hana á
þessari stundu. En henni fanst að
fortíðin og nútíðin tækjust í hendur
og staðnæmdust frammi fyrir eilífð-
inni sjálfri. Hún stóð hjer andspænis
hinu takmarkalausa — og hugur
hennar skygndist um óravega, sem