Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1923, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.09.1923, Blaðsíða 16
172 BJAHMt heyranda hljóði á bænasamkomu, se.m var haldin í samkomusal sjó- mannaheimilisins. Þegar hann varp- aði sjer á knje með fallandi tár um kinn og hrópaði í himininn um náð og fyrirgefning, þá urðu allir við- staddir varir þeirrar gleði, sem gagn- tekur englana yfir syndugum manni sem bætir ráð sitt. Hann þráði frelsið í Kristi eins og fullkomna náðargjöf, hann hafði fundið hvernig vald syndarinnar lam- aði þrek hans og dró hann dýpra og dýpra með sjer í botnlaust fen ófar- sældar og eymdar en þá flýði hann að krossi Krists, þar var eíina björg- unarvonin hans, og sú von brást honum ekki. Þar fann hann týnda farsæld, þar fann hann friðinn, sem hann þekti eigi áður, þar fann hann frelsarann sjálfan. Upp frá þeirri stund varð gagngjörð breyting á lífi hans. Drykkjufýsnin, sem hafði yfirbugað hann hvað eftir annað, hvarf með öllu, og í stað reikuls ráðleysis óx honum dugur og hugarþrek. En auðsætt var að sorg- legar og sárar endurminningar þjáðu hann. »Jeg verð ekki glaður fyr en jeg finn aftur konuna mína og dreng- inn minn,« sagði hann oft. »Og fæ að vita að þau hafi fyrirgefið mjer.« Hann skrifaði heim, en fjekk ekkert svar, og harmur hans varð æ þyngri uns hann rjeðist til heimferða á skipi mínu. Förin okkar fór eins og þjer vissuð, samt vona jeg að Guð gefi að hún verði fjelaga minum til góðs. Nú lætur hann leiðast af Guðs hendi úr þessu«. Helga hlýddi þegjandi á sögu skip- stjóra, en þegar hann lauk máli sínu sagði hún með rödd, er skalf af geðs- ing: (Niðurl.). r? ■ ■■ ■ —............~.....- ■ —-..........—^ Hvaðanæfa. Fundurinn i Portschach í Austurríki í byrjun júní sóttu 900 fulltrúar K. F. U. M., aðallega til að ræða um starfið meðal drengja í yngstu deildunum. Sóttu fund- inn 10 Kínverjar, 5 Indverjar og 8 Japan- ar, alt ákveðnir starfsmenn kristindóms- ins, er vöktu mikla athygli, en annars bar mest á John Mott„ Eddy og öðrum Ame- ríkumönnum. Nýlunda var pað að nokkrir rómversk-kaþólskir Pólveriar og grísk-ka- þólskir Serbar sóttu fundinn, því að hingað til hafa allir starfsmenn K. F. U. M. verið prótestantar. Hvern síðari hluta dags þann hálfa mánuð sem fundurinn stóð, skiftust fundarmenn í 11 deildir til að ræða sem ítarlegast ýms vandamál í drengjastarfinu, einn flokkur ræddi t. d. um kristindóms- fræðslu, annar: kynferðismál, þriöji: leik- fimi, o. s. frv. Samkvæmt brjefum fundar- manna var fundurinn hinn allra besti. í Norvegi eru hinar mestu viðsjár út af þvi að landsstjórnin veitti Gleditsch dómprófasti í Kristianíu biskupsembættið í Prándheimi, enda þótt annar prestur (Freihow) fengi þrefalt fieiri atkvæði við kosninguna. Gleditsch er talinn með ný- guðfræðingum, þótt íslendingum mundi ekki þykja hann neitt svæsinn i því efni. En Freihow er með eldri stefnunni. Hafa stöðugar blaðadeilur staöiö um þessa veit- ingu i vorog sumar. Sumir halda að erfitt verði að fá nokkurn norskan biskup til að vigja hann og eins muni stjórn hægri manna fá að kenna á því við næstu kosn- ingar, að hafa þannig einskis virt meiri hluta presta og sóknarnefnda í Pránd- heimsstifti. Kardináli van Rossurn, yfirmaður kaþólska trúboðsins á Norðurlöndum, kom til Reykjavíkur með 3 fylgdarmönn- um i byrjun júlí og dvaldist hjer nokkra daga. Hann gjörði í umboði páfa, síra Meulenberg i Landakoti að »postuliegnm prefect«; jafngildir það biskupsembætti, en mun veitt í þeim löndum, sem ka- þólskir menn eru fáir. Kaþólskir menn sýndu kardinálanum miklu meiri lotningu en prótestantar sýna yfirmönnum sínum. Útgefandi Slgnrbjðrn Á. Gíslason, 4 Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.