Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1923, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.09.1923, Blaðsíða 7
BJ ARMI 163 vera safnaðarsöngurinn, nær ekki neinni átt. Parf maður ekki annað en munapað í pessu sambandi, að hver kirkjugestur á að minsta kosti rjelt til að taka pátt i söngnum. Orsakir mcssufalla munu sumar vera pessar, að söngfólk hefir vanlað. Þetta er ófær ástæða, ef fólk hefir annars eitthvað komið. Og pessi ástæða fellur burtu, venj- ist fólkið i heild sinni á að syngja. En par sem pað er pessu ekki vant, verður ástæðan eðlileg, pó hún sje ófær ástæða. Jeg er óbifanlega sannfærður um pað, að pað yrði feikilegur ávinningur fyrir kirkju og kristnilif pessa lands, ef fólkið vendist á að syngja i kirkjunni, pað er að segja allur porri safnaðarins, helst alt, sem hefir einhverja söngrödd. Fólkið hefði pá einhverja ánægju jafn- an að sækja til kirkjunnar, jafnvel pótt prestinum takist að dómi fólksins miður en skyldi, Og takisl prestinum að segja pað, sem fólki pykir eflirtektarvert, hækk- aði gildi pess.efsöfnuðurinn tekur persónu- legan pátt í atböfninni. Jeg er alveg viss um, að kirkjusóknin ykist að stórum mun og messuföllum fækkaði stórkostlega, ef pessi siður tækist upp um land alt. Pess vegna vjek jeg máls á pessu og einnig af peirri ástæðu, að pað er afarmikið undir prestunum sjálfum komið, hvort petta verður eða ekki. Nú mætti einhver ykkar hugsa sem svo, að ekki liefði sjeð á, að jeg hefði borið petta mál svo mjög fyrir brjósti, við að athuga messuskýrslurnar úr Reynivalla- prestakalli. aLæknir, læknaðu sjálfan pig.« Og hvers vegna jeg hefði ekki fyrá langri embættistíð notað pað ráð, sera jeg kem með og tel heillavænlegt. Því er að svara, að lifið og reynslan kenna svo marga hluti, og pað parf oft langan tíma til pess að hitta gott ráð, pó einfalt sje. Hvers vegna dcttur skáldið ekki t. d. 20 árura fyr ofan á bestu hugmynd sína. Hvers vegna verður ekki eitthvert snild- arverk til svo sem pegar listamaðurinn er 18 ára i stað pess að pað verður ekki til fyr en svo sem 20--30 árum seinna? Af peirri ástæðu, að lífið er skóli, og mörg eiginleg köllun lífsins skilst ekki fyr en seint, og einatt ekki fyr en um seinan, pví miður. Jeg hafði löngum haft mikla raun af pví, hvc lítið, otlítið, að mjer fanst, var um söng safnaðarins i kirkjunum i presta- kalli mínu, sjerstaklega annari, en par stendur pó svo á, að vegna staðhátta og langrar venju sækir yfirleitt fátt fólk pang- að kirkju. Hefi jeg oft t. d. á safnaðar- fundum hvatt fólk til pess, að hafa með sjer bækur í kirkjuna og syngja. En pví miður báru pær fortölur alt of lítinn ár- angur. Hafði jeg einnig oftar en einu sinni boðið safnaðarfólkinu mina hjálp til pess að reyna að laga sönginn, og oftar en einu sinni hefir verið byrjað á pessu, en enn minna varð úr en ætla mátti, en jeg held allra helst af pvi, að í pessi skifti gerði jeg petta ekki að fullu kappsmáli raínu. Jeg var jafnan að leita að ráðum til pess aö laga sönginn og glæða söng- áhuga i sóknum mínum. Fyrst á síð- asta sumri kemur mjer svo í huga að- ferð, sem jeg hefi notað siðan og áreið- anlega komið allmikilli hreyfingu af stað í pessu máli, hvert sem framhaldið verður. Jeg ætla að gera hjer ofurlitinn útúr- dúr. Mjer er ekki mikið um pað gefið að láta mikið bera á mjer. Jeg finn pað líka að yfirleitt er petta ekki neitt nauðsyn- legt, pví jeg er ekki sá maður, sem sje til neins foringja fallinn. En hjer get jeg ekki pagað yfir minni reynslu, pó jeg geti átt á hættu, að einhverjum kynni að koma í huga, að hjer sje jeg að slá mig til riddara á pessu máli. Jeg skal einungis reyna að skýra rjett frá. Svo sný jeg mjer aftur að efninu: Jeg hefi oft óskað mjer að jeg gæti sama gert og segir af prestinum i Flótt- ólfsdal. Sagan er i örfáum orðum pessi: Ferðamaður kemur i afskekt porp á Frakklandi. Hann langar til að fá gist- ingu. Fólkið fræðir hann á pvi, að ekk- ert gistihús sje til, en visar honum til prestsins, er sje vanur að taka á móti að- komumönnum. Ferðamaðurinn gerir petta. Hann styn- ur upp erindinu við prestinn og tekur hann honum tveim höndum. Er ekki að orðlengja pað, að presturinn fer að segja ferðamanninum frá starfi sínu og lífi par í porpinu. Hann segir, að pegar hann hafi komið pangað fyrir mörgum árum, hafi fólkið verið illa siðað, trúlaust, dug- laust og dáðlaust og ruddafengið. Kirkj- una haíi pað sótt í lakasta lagi og hafi

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.