Bjarmi - 01.09.1923, Blaðsíða 15
BJARMI
171
enginn fær kannað til fulls. En hún
fann að eilífir föðurarmar Guðs um-
vöfðu hana. Um liðin ár voru þeir
skjól hennar og enn í dag stoð henn-
ar og styrkur. Og lijarta hennar
fyltist lofsöng, þvi lýstu titrandi bænar
og þakkartár. — —
Læknirinn kom og skoðaði áverk-
ann á höfðinu. Sárið taldi hann ekki
hættulegt, en byltan hafði verið hörð
og haggað eitthvað við heilanum,
mætti því búast við að það yröi bið
á því, að hann áttaði sig til fulls.
Skipstjóri bjóst þá til brottferðar
með hinum öðrum fjelögum sínum.
Daginn sem hann kvaddi Helgu, bað
hann hana að tala fáein orð við sig
í einrúmi.
wfegar jeg fer hjeðan og kveð yð-
ur, kæra frú, vil jeg votta yður mitt
innilegasta þakklæli fyrir alúð yðar
við okkur fjelaga, og þó sjer í lagi
fyrir ágæta aöhlynningu við sjúkling-
inn okkar. Jeg tel mig heppinn að
mega skilja við hann í yðar höndum,
mjer er sjerstaklega ant um hann,
og til þess að þjer skiljið hvernig í
öllu liggur, verð jeg í sem stystu
máli að segja yður það af æfisögu
lians, sem jeg þekki. Það er að vísu
ekki mikið, en nóg til þess að jeg
veit að hann hefir ratað í raunir,
sem telja mætti sjálfskaparvíti. Hann
er íslenskur maður og giftist elsku-
legri stúlku, sem honum þótti í raun
og veru vænt um. En fjárhagsleg
vandræði komu honum upphaflega á
glapstigu, og kendi hann því helst
um, þegar hann sagði mjer söguna,
að hann hefði lagt lag sitt við vonda
fjelaga sem öfluðu sjer fjár á óheið-
arlegan hátt með vínsölu, í stað þess
að fara að ráðum konu sinnar og
vinna heiðarlega vinnu. Iiann leyndi
konu sína þessu, svo lengi sem hann
gat, hún var frómlunduð og málti
hvorki vita sitl vamm nje sinna, en
á einhvern veg fjekk hún vitneskju
um það, og það varð til þess að að-
skilja hjónin. Hann var öldungis
blindur í sjálfs síns sök, og gat ekki
eða vildi ekki skilja rjettsýni konu
sinnar, og þar að auki var hann
smeikur um að hún mundi ekki
hlífast við að ljósta um lagabrotum
hans og þeirra fjelaga, og þá greip
hann til þeirra óyndisúrræða að fá
konu sína íhendur einum fjelaga sinna,
undir því yfirskyni að hún væri veik
og þyrfti fyrst og fremst næði, en
þessi fjelagi hans hafði fengist við
einhverja málamynda sjúkrahjúkrun
í viðlögum. Þegur svo var komið
hafði hann betra ráðrúm til sinna
gjörða, enda mun hann þá hafa að-
hafst silt af hverju. t*ó hann segði
mjer það ekki með berum orðum,
ljet hann mig ráða í, að hann hefði
kveikt í húsi sinu í hagnaðarvon,
sem brást þó gersamlega. Fjelaus
flýði hann þá land sitt. Árin liðu.
Hann flæktist víðsvegar, eirðarlaus
og ólánsamur með særða samvisku
og friðvana hjarta. Annars vegar fann
hann .synd sína og sekt, og hins vegar
vanmátt sinn til þess að breyta um
stefnu og bæta fyrir brot sín, að því
leyti, sem í hans valdi stóð. Um
þetta leyti bar fundum okkar saman
á ensku sjómannaheimili. Hann kom
að kveldi dags og baðst gistingar.
Illa var hann til reika bæði á sál og
líkama. Honum var tekið tveim hönd-
um, eins og öllum, sem þar komu
Jeg tók þá litils háttar þátt í starf-
semi heimilisins, og frá því jeg fyrst
leit hann augum, vaknaði með mjer
áköf þrá eftir að hjálpa honum. Fað
er óhætt að segja að allir lögðust á
eitt með að biðja fyrir honum, og
sjaldan hefi jeg sjeð mann taka meiri
stakkaskiltum en hann gjörði. Mjer
verður það minnnisstæð stuud, þegar
hann kom og bað um fyrirbæn í