Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1923, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.09.1923, Blaðsíða 11
BJARMI 167 sjer Gjallarhorn í hönd, svo að minsta kosti hver íyrir sig geti látið heyrast meðal sinna sóknarmanna. Hjer er mikið verkefni fyrir presta lands- ins og petta mál er þess eðlis, að þeim ætti að vera manna skyldast að sinna því, þar sem það er beint ætlað til þess að hækka notin af þeirra aðalstarfi, en um leið ætti engum að vera ljúfara en ein- mitt þeim, að gera alt, sem stendur í valdi þeirra, til að glæða safnaðarlifið og safnaðarmeðvitundina. Engir standa held- ur eins vel að vígi og einmitt prestar laudsins. Sveitaprestarnir þekkja hvert mannsbarn, og engir ættu betur en þeir að þekkja tökin á satnaðarfólki sínu. Sje presturinn vinsæll, meðal safnaðarfólks- ins, ætti hann að vera viss um, að geta unnið þessu máli, sem öðrum góðum mál- um, gagn. Þetta mál er þess eðlis, að mjer finst blátt áfram, að pre§tar landsins ættu að leggja metnað sinn i að hrinda því á- leiðis. Jeg veit, að sumir prestar eru söngvinir og hafa áhuga fyrir slíkum málum. Geri jeg ráð fyrir, að allir slikir hafi líka eitt- hvað reynt að gera í þessa átt. Þarf jeg ekki að nefna hjer nöfn. Sumir þeirra eru alkunnir. En Sigfús Einarsson skrif- ar mjer og segir: Stuðning presta í þessu máli minnast organleikarar lítið á, hann er tvímælalaust fálíður. Jeg heyri oftar um algert afskiftaleysi þeirra«. Sje nú þessu svo varið, er ekki furða, að safnaðarsöng- urinn sje í ólagi. En gæti nú prestum landsins tekist að gera þetta velferðarmál að sinu áhuga- máli, er bæði víst, að þeim yrði þannig samtaka að sama máli feikilega mikið á- gengt á skðmmum tíma, og hitt má nærri því vita fyrir vist, að ef þetta tækist, mundi margfalt greiðari vegur inn að hjörtum safnaðarfólksins einnig í annari safnaðarstarfsemi. Að safnaðarmeðvitundin ykist og glædd- ist, kæmist safnaðarsöngurinn í gott lag, hugsa jeg sje varla efamál, er til lengdar ljeti. Að innilegra yrði trúarlífið og starf prestanna blessunarríkara, efa jeg alls ekki neitt. En eins þurfa prestarnir við I þessu máli. Pað er polinmœði. Peir mega vita hjer sem ella, að ekki fellur eik við fyrsta högg. Um að gera að vera þolinmóður og gefast ekki upp, þótt mik- ið verði að hafa fyrir, að takmarkið ná- ist. Og jeg held að óhætt sje að hafa þá von, að það sem gert er með einlægri hugsun, kirkju- og kristni þessa lands til eflingar og nafni Krists til dýrðar, þar sje að lokum sigurinn viss, annaðhvort heill eða hálfur eða eilthvert brot hans. F*að er alment viðurkent og þakkað, að prestastjett þessa lands hafi verið siðgæð- is og menningar frömuðurinn, einn hinn helsti og besti. Hjer er merkilegt menn- ingarmál, og þetta menningarmál má húu ekki láta afskiftalaust. Petta er merkilegt kristindómsmál. Þess vegna má hún því síður láta það afskiftalaust. Jeg hefi þúsund sinnum óskað þess, að jeg væri svo máttugur í orðum og at- höfnum, að jeg gæti vakið sterka storm- öldu söngsins á vörum og í hugum hinn- ar islensku þjóðar. Jeg veit að þetta get jeg nú ekki, mig vantar svo margt til þess, bæði lærdóm, málsnild og alla forustu- hæfileika, til þess sem annars. En á með- al prestvigðra manna veit jeg að eru margir mikilhæfir menn. Ef einhver þeirra, eða einhverjir vildu sjerstaklega taka þetta mál á sina ástararma, mundi því vissulega betur borgið. En af því að þeir, sem mjer eru margfalt hæfari, hafa ekki, svo jeg viti til. beitt sjer fyrir þessu máli, sá jeg mjer nauðugan einn kostinn, að bera það fram, af því jeg er óbifan- lega sannfærður um, að hjer sje að ræða um mikilvægt velferðarmál almennings og íslenskra safnaða. En þó jeg sje í tölu hinna minstu spá- manna, leyfi jeg mjer samt að skora á hina islensku prestastjett að sinna þessu máli, og ganga að þvi með fullu kappi hver hjá sjer. En því má enginn gleyma, að hjer dug- ar ekki hálfverk, svo að verulega staði sjái, ckkert nema brennandi áhugi og eldur í sál. Og eigi síst vildi jeg leyfa rajer að beina þeirri innilegu ósk til yfirmanns hinn- ar íslensku kirkju, herra biskupsins að hann taki þetta tnál að sjer til þess að afia því fylgis með öllum sínum miklu og góðu áhrifum. Ef prestarnir finna einhver hetri ráð, heldur en þau, sem lijer er minst á, væri nauðsynlegt, að þeir ljetu aðra presta vita um þau, svo þeir gætu lika notað þau, ef við ættu á öðrum stöðum. Vjer skulum minnast þess allir, sem postulinn segir: Látið orð Krists ríku

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.