Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1925, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.03.1925, Blaðsíða 2
58 B JARkl valt i Drottni«, og eins og þetta sje enn ekki nóg, er það endurtekið aft- ur: »Jeg segi aftur verið glaðir«. — Það er lögð svo mikil áhersla á þetta, vegna þess það eflir dýrð Guðs að vitna um það, að það er ekkert hje- gómamál, að trúa á Drottin Jesúm Krist, og til þess að sýna heiminum, hve mikið vjer öðlumst og ávinnum með trúnni á hann; auk þess eigum vjer hægra með að styrkja og upp- örfa trúsystkini vor, ef þau sjá gleði vora. »Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum, Drottinn er i nánd« (ö. v.). Guðs börn eiga ekki að vera í þeirra tölu »sem aldrei láta hlut sinn, en fara það, sem lög frekast leyfa«. Sanngirni og ljúflyndi, bæði gagnvart trúuðum og vantrúuðum, eflir dýrð Guðs. Lundarfar þitt kann að andmæla þessu og segja: »Góð- menskan gagnar lítt, hún verður tal- inn heigulskapur og þú troðinn nið- ur í sorpið af heimsins börnum« — En minstu þá, að þú átt sterkan föð- ur i upphæðum, sterkan vin ogvetnd- ara þar sem Iíristur er; og þeir eru ekki eingöngu i upphæðum: »Drott- inn er i nánd«. Legðu sjálfan þig og alt þitt í Drottins hönd. Hann mun gæta þín, bera umhyggju fyrir þjer og varð- veita fyrir vantrúuðum, svo þeir vinni þjer ekkert tjón. Svo kemur önnur dýrmæt leið- beining: »Verið ekki hugsjúkir um neitt«. Eins óg öllum hlýtur að vera ljóst, er hjer ekki átt við það, að vjer sje- um kærulaus gagnvart heimilishög- um vorum og daglegum störfum og vinnum að eins að trúmálum, hugs- unin er að vjer eigum ekki að vera áhyggjufull út af því, er oss snertir f daglega lííinu. Það er hægt að lifa áhyggjulausu lífi hjer í tímanum, — jafnvel í miklum þrengingum og al- varlegustu reynslustundum. það eru allmörg Guðs börn, sem hafa höndl- að þetta. Fyrir Guðs náð og miskun er jeg einn i þeirra tölu, og hefi í mörg ár verið laus við áhyggjur. I liðug 70 ár hefi jeg verið áhyggju- laus. Jeg hefi varpað byrði minni á Drottin og hann hefir borið hana fyrir mig. Afleiðingin hefir orðið sú að wfriður Guðs, sem er æðri öllum skilningi« hefir varðveitt hjarta mitt og hugsanir mínar. Þegar vjer erum áhyggjufull, verðum vjer óánægjuleg útlits (»súr á svip«). Með óánægjulegu útliti óvirða menn Guð, og bægja þeim vantrúðu frá að leita hans. — Þeir segja sem svo: »Þessi maður eða þessi kona virðast vera í jafn- aumkunarverðu sálarástandi og jeg, þegar jeg hefi við örðugleika og and- streymi að etja«. En þegar þeir sjá, að vjer berum jafnvel þyngstu sorgir og mótlæti með jafnaðargeði og ljettu yfirbragði, mun útlit vort verða van- trúuðum hvöt til þess, að líkjast oss. og jafnframt styrkja og uppörfa trú- systkini vor. Pess vegna bið jeg yður, þjer elskuðu, um fram alt að keppa eftir þvf, að losna við allar áhyggj- ur. Eins og jeg hefi þegar tekið fram, er það mögulegt, en þess verðum vjer að gæta, að það gagnar ekkert þó einhver segði: »Jeg skal verja allri minni kunnáttu og kröftum til þess, að lifa áhyggjulausu lífi«. Vjer verð- um í veikleika vorum og vanmætti, að varpa öllum byrðum vorum á Guð, þá fyrst fáum vjer að þreifa á þvf, hvað það er að hafa frið Guðs. Mig langar til að festa þessi dýrmætu sannindi i hjörtum yðar, kæru trú- systkini, vegna þess að jeg veit hve mikla erfiðleika menn baka sjer með því að bera sjálfir lífsbyrðar sinar. Jafnvel ljeltustu llfsbyrðar vorar og smávægilegustu raunir, verða oss of erfiðar, ef vjer berum þær einsaml-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.