Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1925, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.03.1925, Blaðsíða 8
64 BJARMI an. Við hámessu á sunnudaginn prje- dikuðu ýmsir erlendir klerkar víða í Stokkhólmi. En kl. 6 siðdegis hófst skilnaðarsamkoman í stórri kirkju, að viðstöddum 3000 manna. Stóð hún til kl. 10. — Danir urðu að ná kvöldhraðlest og fóru því í miðjum klíðum. Ólesen Rípa-biskup og Pjetur Paulsen bóndi úr Suður-Jótlandi höfðú orð fyrir þeim að skilnaði, en á eftir gengu allir Danir í kór og sungu: »Jesus oss til Tröst og Gavn«. Svo gengu þeir í fylkingu til dyra, en allur söfnuður stóð á fætur og veif- aði vasaklútum sínum. Við útgöngu- dyr staðnæmdust Danir og sunguvið raust: »Bræður og systur nú skilj- umst við að«. Telja viðstaddir það ógleymanleg augnablik er allur söfn- uðurinn — 3000 manna — tóku undir viðlagið: »Amen, hallelúja, amen«. »Fagur vitnisburðurumsamfjelag Guðs barna á jörðu, og fyrirboði fagnað- arfunda á lifandi manna Iandi«. Fregnritari Kristilegs Dagblaðs seg- ir að lokum um þenna fund: »Vjer sáum margir þessa daga himneskar sýnir, heyrðum rödd kon- ungsins kalla oss til nýrra starfa, og fengum hjálp til að ganga honum á hönd og helga oss honum. Fundur- inn var um »innri missiónina«, en í raun og veru engu síður um »innstu missiónina«, helgun hjarta og vilja hvers einstaklings — —«. »Leiðtogi Svía sagði að skilnaði að Norðmenn hefðu flutt styrku trúar- orðin, Danir kærleiksorðin og Finnar vonarorðin, — og mun hafa haft rjett að mæla. En við má bæta, að Svíar fluttu auðmýktarorðin djúpu, og allar viðtökur þeirra voru »fögur ræða í verki«. Pingið sendi konungum Norður- landa og forseta Finnlands árnaðar- óskir og fjekk frá þeim og fjölda ann- ara heillaskeyti. — Næsta þing á að vera í Kaupmannahöfn að þrem ár- um liðnum. Heimilið. Deild þessn annast Guðrún L&rusdóttlr, Matthilda Wrede „Vinur fanganna". (Frh.). Árið 1922 ferðaðist Matthilda Wrede til Danmerkur. Á kristilegri samkomu, sem haldin var á Nýborgar-Strönd 29. maí 1922, þar sem hún var þá stödd, talaði hún meðal annars á þessa leið: — »Jeg hefi sjaldan haft tækifæri til þess að vera á kristilegum samkómum, og þá því siður til að tala þar. Leið mín hefir legið á öðrum slóðum. Árum, mánuðum, vikum saman hefi jeg ferð- ast um Finnland og heimsótt fangelsin, jeg hefi dvalið meðal hinna voluðu og fátækustu. Guð hefir leyft mjer að vera vinur fanganna. En til þess að vera hæf þeirri köllun, þurfti jeg fyrst og fremst að komast í samfjelag við Drottin, sem elskar syndarana. t*egar jeg var ung stúlka, lærði jeg kristinfræði, og var að nokkru leyti trúhneigð, en lifandi trú átti jeg þó ekki. Jeg trúði að vísu á Guð og Jesúm Krist, eins og mjer hafði verið kent, en það var dauð bókstafstrú. Þá skeði hið dásamlega undur eitt kvöld, að nýtt líf fæ/idist í hjarta mjer; Guð upplauk augum mínum svo jeg kom auga á kærleik hans í Jesú Krisli. Jeg sá kærleik hans, vold- ugan, hreinan og dýrðlegan, og jeg gaf sjálfa mig Guði um tíma og eilífð. Það eru nú liðin 397^ ár siðan.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.