Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1925, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.03.1925, Blaðsíða 10
66 BJARMI leggja út af þeim eftir því, sem Guð gaf mjer náð til. Einn sunnudag var nýkominn fangi á meðal þeirra, sem jeg hafði ekki sjeð fyr. Við töluðum saman og jeg komst að raun um að hann var frá allra fátækasta bygðarlagi Finn- lands, þar sem hafði verið svo mikill bjargræðisskortur ekki alls fyrir löngu, að fólk hafði dáið úr hungri, og orð- ið að búa sjer til brauð úr birki, hálmi og fleiru óæti. Þegar maðurinn var að segja frá þessu, kom mynd í huga minn. Ein blómjurtin, sem notuð hafði verið í brauðið, hafði altaf verið uppáhalds- blómið mitt. Það er fagurt, fannhvítt og hreint, og á því er að eins eitt blað. Jeg sagði þeim frá þessu og talaði svo um, hve fagurt blómið væri og einfalt, önnur blóm væru miklu marg- brotnari, og ef við vildum bera okkur saman við þetta einfalda blóm, sæ- um við fljótt, hversu mörg aukablöð við höfum. Þau eru margskonar: Eigingirni, öfund, hatur, valdafíkn og mörg, mörg fleiri. Þessu næst reyndi jeg til að benda þeim á Jesúm, — fegurstu rósina, bjartasta blómið, hið hvíta, hreina, flekklausa, og svo sagði jeg þeim, að hann einn ætti mátt til þess að ger- breyta okkur og gera okkur lík hon- um sjáifum. Jeg fæ eigi með orðum lýst, hví- lík áhrif þessi einföldu orð mín höfðu á fangana, þeir fundu það allir að þeir áttu mörg blöð, sem hvorki voru hrein nje fögur, og það vaknaði heit þrá hjá þeim eftir hreinleik og fegurð. Bjarma sent til kristniboðs í Kína: S. S. Hofteig, Cottonwood, 5 dollarar; J. G., Skarði, 10 kr.; kona í Dalas, 5 kr. — í Jólakveðjusjóð: 6 börn í Stapadal, 6 kr.; sra Guttormur Vigfússon, Stöð, 12 kr. A ströndinní. ii. »Á landamærum lífs og dauða leikur enginn sjer«. Jeg sat þögull á ströndinni við Dauðahafið og hlustaði. Frá landa- mærum lífs og dauða bárust mjer neyðaróp og fyrirbænir. Dauðinn var að reka menn nauðuga og óviðbúna í bátinn sinn. Af landi ofan heyrðíst þungur ekki. Ekkjur, mæður og börn voru að gráta horfna ástvini. Dísir margar voru á ferð. Sorgin átti harla annríkt. Hún var svartklædd ogþung- búin, en þótt hún væri þungstíg, var hún furðu fljót að ná ýmsum, sem flýðu hana. Alvörusnauð hló æskan, og Ljettúð bauðst að loka hurðum, svo að Sorgin kæmist ekki inn. En Sorgin fór um luktar dyr, og kæmi hún öllum að óvörum, kom stundum önnur kona geigvænlegri á hæla henni. Hún er nefnd Örvænting og er hvergi góðkunn. Sorginni var engin þægð í þeirri fylgd. Það sást best þar, sem Trúin hafði tendrað eilífðarljós áður en Sorgin kom. Þá varð hún svo góðlátleg, virtist nærri því afsaka að hún hefði litið inn, og gaf Trú bend- ingu um að dvöl sín yrði stutt. — Sumstaðar, þar sem menn sátu í myrkri eða reyndu að ráða dulrúnir Sorgarinnar við hrævarelda, virtist mjer Sorgin hvísla að fólki, að kalla á Trú. — Sumstaðar bar það góðan árangur, en sumstaðar lítinn. »Sorgin er óvinur þinn og óvinaráðum skyldi enginn hlýta«, hvíslaði Vantrúin, — en þá grjet Sorgin. Jeg sat lengi á ströndinni. Alt í einu var köld hönd lögð á öxl mjer. Jeg leit upp og sá, að Sorgin stóð hjá mjer. »Veistu það, að Dauðinn tekur með sjer einn ástvina þinna í nótt?», spurði Sorgin, »Já, mjer er

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.