Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1925, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.03.1925, Blaðsíða 16
72 BJARMI * þunglynd og angurvær, og átti þó viö góö ytri kjör að búa. Vinkonu hennar furðaði mjög á þunglyndi hennar og Ijet það í ijósi, en fjekk þau svör: »Jeg veit hvað lukkan er hverful, og er svo kvíðafull út af þvi, sem koma kann«. Sá hugsunarháttur getur auðvitað rekið alla ánægju dyr, en er það liyggilegt? — Ekki er það óhugsandi að eldsvoði eða þjófar valdi oss einhvers tjóns, en væri þá ráðlegt að vaka hveria nótt dauð- hræddur við þá hættu, sem ef til vill verður aldrei á vorum vegi? Kristin trú er ekki, eins og sumir halda, breytilegar kenningar nje heimspekiskerfi, hún er líf og reynsla. Pess vegna getum vjer, lærisveinarnir, enn í dag tekið undir með Jóhannesi postula og sagt: »Vjer boð- um yður orð lífsins, semvjerhöfum sjeð, horft og þreifað á (sbr. 1. Jóh. 1, 2). Ekkjan í York er þar ein af ótal. Jeg sagði einu sinni sögu hennar í sjúkrahúsi. Veik kona fór þá að gráta, en á eftir mælti hún: »Jeg skil það vel. Jeg hefi reynt samskonar ástvinamissi, en Jesús var hjá mjer og studdi mig«. — Það er margur, sem getur tekið undir þriðja versið: »Ó, Jesú, þú veist jeg er veikur og vinarhönd leiðir mig þinni, þú ástríki vinurinn eini, uns æfiför lokið er minni«. Þú hefir líklega heyrt getið um fáráðl- inginn með þungan poka á baki, sem þáöi glaöur sæti i bifreið, en tók ekki pokann af baki sjer »til þess að íþyugja ekki vagninum nema sem minst«, — Svipað fer þeim, sem fegnir vilja að að frelsarinn veiti þeim eilífa sælu, en trúa lionum ekki fyrir erfiðleikum jarðneska lífsins. En Kristur getur borið áhyggjur engu siður en syndir, og losað lærisveina sína við þær byrðar. Pað er óhætt að mæla með honum hvernig sem á stendur. Hann veitir gleði i hverri sorg, bót við hverri meinsemd. Páll, Ágústínus, Gordon, Paton, Iíatrín Bootb, Georg Múller, og ótal aðrir hafa reynt það og aldrei orð- ið vonblektir. »Ó, ef jeg þjer fölskvalaust ynni, i einlægni hjartans þjer tryði — hve mundi þá, lausnari, ljóma alt lif mitt af náð þinni og friði«. Lít pkki á trú þína, tilþessað spyrja hvort hún sje nógu sterk til hjálpræðis. Trúin er gluggi, sem sólargeislar eilífa ljóssins skina um. Glugginn er þarfur, og komi ryk á hann er sjálfsagt að hreinsa hann, en þó er það ekki glugginn, sem sendir geislana. Pú lítur sólina gegn um glugg- ann. Hugsaðu meira um hana en um gl'uggann. Sólargeislar Drottins verma, hvernig sem veðrið er, og lýsa þótt jarð- nesk ljós slokkni. Spíritistafjelag í Álaborg bað kirkjumálaráðherra Dana í haust um leyfi til að halda »uppbyggilegar« samkomur (wspiritistiskar guðsþjónustur«) i kirkjum þjóðkirkjunnar. Ráðherrann er jafnaðar- maður, og spiritistar hafa líklega búist við »jöfnuði«. En hann þverneitaði, sagði eitthvað á þá leið, að kirkjur ættu að vera fyrir kristindómsmál, en það væri óút- reiknanlegt hvers konar boðskap spirit- istar flyttu. Pá sneri fjelagið sjer til ríkisdagsins og var beiðni þess visað til nefndar, þar sem Wiinblad ritstjóri »Socialdemokrat- ens« er formaður. Hann segir í blaða- samtali 16. janúar, að nefndin sje að vísu ekki búin að taka fullnaðarákvörðun í þessu máli, en hann viti ekki annaö, en að hún sje alveg sömu skoðunar og kirkju- málaráðherra, og muni ekki telja ómaks- vert að skila neinu nefndaráliti. Ti 1 m i n nis. Ef ráða má af óvenjulega mörgum ný- komnum beiðnum um einstök blöð í gamla árganga Bjarma, eru í vetur lleiri en vant er að láta binda blaðið. Pví mið- ur eru mörg þau blöð »uppgengin« fyrir löngu, og jafnvel í siðasta árgang vantar nú afgreiðsluna sjálfa 3. tölubl., hafi ein- hver fengið ofmörg af því blaði, er hann beðinn að endursenda það hið bráðasta. Annars ætlu allir, sem ætla sjer að láta binda blaöið, aö gæta þess við áramót hvort nokkurt blað vantar, og skrifa þá tafarlaust eftir því. Ðragist það mörg ár, verða lítil likindi til að hægt sje að bæta úr. Útgefandi Sig’urbjörn Á. Gíslason, PreniS míðjan Gutonberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.