Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1926, Síða 7

Bjarmi - 15.02.1926, Síða 7
B JARMI 43 Fyrir löngu eru nú bænhúsin aflögð, en þó bera jarðirnar minjar þeirra — þar sem þau stóðu — og hálf- kirkjan i Holti mun hafa lagst niöur á siðabótatímanum. Og nú veit eng- inn hvar kirkjan hefir staðið i Pjetursey. Sólheimakirkja og Dyrhólakirkja fengu að standa og byggjast upp á sínum stað, öld eftir öld, alt fram að árinu 1900, þá voru þær lagðar niður, og þessi kirkja bygð hjer í staðinn fyrir þær báðar. Iíröfur þessarar sveilar til kirkn- anna hafa þannig altaf færsl saman. Og það hefir gengið svo víðar um landið. Kirkjur hafa þótt óþarfar, kostnaðarsamar og kröfufrekar og þær hafa verið lagðar niður við höggstokkinn. »Skal hjer nú staðar numið, minn herra?« Þannig varð Ara biskupssyni til orðs, er hann var leiddur að höggstokknum í Skálholti. Ekki ávarpaði hann þanuig sigurvegarana, heldur Guð sinn í hæðunum uppi. Og fól honum síðan anda sinn, með andlátsorðum frelsarans. Mikið finst oss liörmulegt, að þannig var farið með mikilmenni vorrar þjóðar. En margl mættu nútímans menn af þessu læra. Og í annan máta mörg eru dæinin þessu lík um menn og mál- efni. — Skal hjer nú staðar nema? — Skal hjer nú staðar numið, herra minn! Skal nú vera kominn timi sá, er hætt veiði að leggja húsin þín á höggstokkinn? Eða á þessi kynslóð fyrir höndum, að sljetta enn yfir þau og þær helgu minjar, sem við þau eru bundnar? Pað horfir undarlega viö sitthvað í kirkjulífi voru, þó eigi síst það, þegar inargra a!da gamlar kirkjur eru rifnar niður og fluttar úr álthög- um sinum, eða aflagðar með öllu, þaðan, sem allar hugnæmustu minn- ingar sóknarmanna 'voru stað- bundnar ár frá ári og mann fram af manni. Paðan, sem jarðneskar leifar fornra og ungra vina hvíldu hrönnum saman. Paðan, sem hvert spor var helgað tilfinningum og tárum — for- feðranna og legsteinar þeirra stóðu. En þetta gera hyggindin; þau vinna einatl á rnóti tilfinningunum. Petta er gert af »praktiskum« ástæð- um. Og svo var það víst fyrir 25 árum. Pá unnu menn að því, að sljetta út rústir Sólheima- og Dyrhólakirkju og leiðin i gömlu kirkjugörðunum þar, og brátt hverfa þessir staðir í gleymskudjúpið, eins og Pjeturseyjar- kirkja. En iyrir 25 árum, var þessi stað- ur, sem við nú stöndum á, — eng- um, að neinu leyti mætari en hver annar grasi gróinn blettur í bygðar- laginu, en hafði það lil sins ágætis, að vera vel í sveit komin og hentugur samkomustaður. Hyggilegast hefir því þótt að byggja eina kirkju bjer í staðinn fyrir tvær, er ver voru i sveil settar. Samt greindi menn á um sam- steypu-málið, töldu ýmsir það aftur- för — andlega skoðað. — En þeir urðu í miklum minni hlula. Voru, ef til vill eins margir þeir, er vildu byggja nýju kirkjuna þannig að hana mætti brúka fyrir fundarhús og barna- skóla. En þegar litið er til þáverandi aðstöðu manna hjer i sókninni, til kirknanna; svo og til byltinga þeirra í trúarlífi manna, er þá hvað mest brutust fram, er vel skiljanlegt að kröfur til kirkju yrðu eigi meiri en svo, að ein kirkja nægði í stað tveggja. Eins og einn prestur var þá talinn nægja fyrir allann Mýrdalinn fyrir þá tvo er áður voru. Hjelst þannig í hendur prestafækkun og kirkjufækkun. Skeiöflatarkirkja er því bygð á timabiliuu, þegar skynsemisstefnan svo nefnda, ruddisl mest um í trú-

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.