Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.02.1926, Qupperneq 8

Bjarmi - 15.02.1926, Qupperneq 8
44 BJARMI arlífi manna bjer. Og byggingin sýn- ir það. Byggingarstíllinn, er einfaldur og íburðarlaus, og sem verst er ó- traustur. Alt hefir verið við sparnað miðað. Kirkjugripir gömlu kirknanna voru að vísu fáir, en þeir voru held- ur eigi allir fluttir í nýju kirkjuna. Aðeins það sem minst varð komist af með. Altarisskrúðinn í þessari kirkju er kominn úr fornu Dyrhóla- kirkju og ljósastjakinn, sem bendir enn þá fram í kaþólskan sið, svo og kaleikurinn, með nafn Maríu á á fætinum. Sín klukkan er úr hvorri gömlu kirknanna og Ijósahjálmur- inn úr fornu Sólheimakirkju. Að nýju hefir verið keypt í kirkjuna: Hljóð- færi, númeratafla og altaristafla, sem er mjög prýðileg. Þegar þess er nú gætt, að tekjur kirkju þessarar eru sára litlar, — engu meiri eftir núgildandi nefskatts- tekjum — en áður hjá annari kirkj- unni eftir gömlu kirkjutekjunum að dæma. — Og svo þess, að æfinlega hefir þurft talsvert að gera við hús- ið, mála það og endurbæta. — Þá er eigi þess að vænla, að hún geti litið sómasamlega út, nema meiru sje til hennar kostað. Pað lætur nærri meðaltalið, að ár- lega sje tekjur hennar c. 200—250 kr. Og á henni hafa hvílt lán að upphæð 1500 kr. — Þegar búið er að greiða vextina af lánunum og af- borgun, svo og laun organista, sem hafa verið frá 50—100 kr. á ári. —, verður lítið eftir til viðgerða og ann- ara þarfa. Enda var altaristaflan keypt að mestu fyrir samskotafje. Einnig ofn, sem einu sinni var látinn í kirk- juna, en reyndist illa og var seldur aftur. Nú er kirkjan þó að verða skuldlaus, og nú liggur hún undir aðgerð og sjón er sögu rfkari um hve fátæklega hún er til fara, Sparn- aðarviðleitnin við bygginguna hefir jetið sig út, og löggjöfin lítur ekki til fátæku sveitakirknanna, með neinni endurbót á tekjulöggjöf þeirra...... Skal hjer nú staðar nema, herra minnl Á kirkjan þín að búa við sömu kjör á næstu 25 árum, sama hirðu- leysi — sömu kirkjusókn? — Unga fólkið okkar hefir svarað þessari spurningu að nokkru leyti, með því, að láta afmælisblóm á altarið. Fyrstu minjablómin. Fyrstu sýnileg tákn um viðurkennÍDgu þess. Þetta er bend- ing til hins betra og i alla staði eðli- leg. Unga fólkið á hjer fleira við- kvæmt en hið fullorðna. Gömlu kirkjurnar bjer áttu svo marga helga minningu eldra fólksins og voru því svo hugbundnar, að þessi kirkja hefir enn þann dag i dag ekki getað náð hylli þess óskiflu en nær því að eðlilegum hætti hjá unga fólkinu. Skal nú vikið ögn að starfi kirkjunnar síðasll. 25 ár. Sá, sem fyrstur manna vann að byggingu þessarar kirkju, var sjera Gísli Kjartansson, er þá var prestur hjer. Flutti hann einnig fyrstu messu- gjörð í henni, þegar hún var vígð. Síðar hafa þjónað hjer 2 aðrir'prest- ar. — Fyrst Jes A. Gislason og svo núverandí sóknarprestur Þorvarður Forvarðarson. Allir þessir prestar nutu hylli og virðingar sóknarbarna sinna, — Samt var kirkjan illa sótt. Og sárköld hefir hún verið margan messudag. Vantað tilfinnanlega lif- andi varma safnaðarins. Menn mega ekki vera að því að fara'til kirkju, annríki þessarar kyn- slóðar er svo mikið. Og svo eru menn víðsýnir í trúarefnum: Þeir segjast alstaðar vera í musteri Drott- ins, og alstaðar geta talað við Guð í bænum sinum. Og gott er það, og satt er það. En sameiginleg bæn í Guðsbúsi — því húsi sem vjer höf-

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.