Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.02.1926, Qupperneq 13

Bjarmi - 15.02.1926, Qupperneq 13
BJARM I 49 in biblíuleg beimild fyrir því að ætla að Droltinn loki náðarhimni sínum fyrir nokkrum, sem þráir að komast þangað; en þegar maðurinn eða mannssálin er forbert orðin, þá vill hún það eitt sem ilt er, og mundi síst af öllu vilja vera með englum og öðrum beilögum. Sadhu Sundar Singh kveðst sjer hafa vitrast að sálir óguðlegra leiti við og við úr vansælustaðnum til sælubústaða útvaldra, en flýi þaðan óðar aftur, því að þar falli þeim enn ver en í ríki myrkranna. Hólpnar sálir reyni að fá þær til að snúa sjer iðrandi til Krists og muni takast það eftir miljónir ára um allflestar, en að lokum gjöreyðist þær sálir, sem alveg sjeu forhertar. 2. ^það er óhugsandi að nokkur mannssál verði svo forhert að hún snúi sjer ekki og iðrist, cf kærleikur Drottins leitar hennar ótal ár«. Svo er sagt, en því hefir þá ekki Satan og þjónar hans snúið sjer ? Sjá þeir ekki að böl eitt fylgir bar- áttu þeirra gegn veldi Drottins ? For- hertir menn eða mannssálir era að likindum svipaðir wþjónum myrkurs- ins« í því efni. 3. »Það er enginn persónulegur djöfull til. Tvíveldiskenningin, sem honum fylgir, er ókristin að uppruna og er óðum að hverfa á vorum dög- um úr krislninni«. Trú eða trúleysi fjöldans sanuar ekkert. »Trú samtímans« er breytileg. En ef þú ættir bibliuorðabók og sæ- ir þar, hvað oft og ákveðið Kristur sjálfur talaði um Satan, þá kæmi væntanlega hik á þig, sem svo hugs- ar. Ætli Kristur hafi ekki vitað bet- ur en við um hvaða ósýnileg öfl eru á hak við þá baráttu milli ills og góðs, sem allir heilskygnir menn sjá i jarðlifi mannkynsins? — í tvíveld- iskenningum ókristinna trúarbragða í nágrenni við Gyðingaland og víðar er barátlan milli ills og góðs, milli Guðs og Satans, talin ævarandi, frá eilífð lil eilifðar, enda er það skiljan- legra mannlegu hyggjuviti, sem á- lyktar frá sýnilegu til hins ósýnilega. T víveldiskenning Nýjatestamentisins er ekki um ævarandi barállu, og uppruni baráttunnar alveg óskiljan- legur, þvi að hver skilur þaðaðgóð- ir englar og fulikomnir skyldu geta hafið uppreisn? Eftir hinn mikla dóm er heldur ekki um neina baráttu að ræða. 4. »Það er óhugsandi«, segja menn »að altsjáandi, kærleiksrikur Guð hefði farið að skapa menn, semhannhefði sjeð um að mundu glatast um eiiifð. Hafi hann sjeð það, þvi hætti hann þá ekki við að skapa mannkynið ?« Þetta er torveldasta spurningin að minni hyggju, enda þótt spyrja megi á móti: Hvers vegna skapaði hann þá engla, sem siðar syndguðu og gjörðusl djöflar? Vafalaust verðum við að bíða fullkominnar úrlausnar í þessu efni all vort jarðlif. Pað eitt sjáum vjer hjer á jörðu, að Droltiun allsherjar spyr oss ekki um ráð í stjórn sinni á högum einstaklinga og þjóða, og mörg óskiljanleg ráðgáta i verður þar á vegum allra, sem hugsa og finna til. — Og mjer finst það ekkert undarlegt, þótt flestum sann- mönnum komi saman um, að Jesús Kristur, krossfestur og upprisinn sje eina óhrekjandi sönnun þess að kær- leiksrikur Drottinn stjórni sýnilegu til- verunni. — Minni jeg á það í sambandi við síðustu mótbáruna, sem hjer verður talin. 5. »Hvernig getur kærleikans Guð verið alsæll og vita af nokkrum sköpuðum verum ófarsælum um ei- lifð?« — Það má spyrja á móti: Hvernig getur hann verið sæll og sjeð allar

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.