Bjarmi - 15.02.1926, Blaðsíða 14
50
BJ ARMI
þær hörmungar, sem ótal menn hafa
átt og eiga enn við að búa hjer á
jörðu? — Vjer vitum að hreinasta
og dýpsta gleði góðra manna er að
hjálpa þeim, sem bágt eiga, en jafn-
framt þyngsta raun, ef ógæfubörnin
hrinda frá sjer allri hjálp. Hitt er
erfitt að fullyrða nokkuð um, að hve
miklu leyti vjer megum heimfæra þá
sárs-aukatilfinningu til heilags Guðs,
enda þótt fleirum en oss hafi komið
í hug, að almennar hugmyndir
manna um alsæluua sjeu takmark-
aðar og blandaöar skammsýnni eigin-
girni, sem eigi þar síst heima.
Óþarft tel jeg að skrifa hjer um
livernig vansælunni annars heims
muni háttað. Fiestum kemur satnan
um á vorum dögum, að orð Krists
um þau efni sjeu líkingamál, en vafa-
laust er hún svo alvarleg að óttalegt
er að láta sofandi berast að feigðar
ósi, og lofgerðarefni um eilífð fyrir
lærisveina Krist að losna við hana
og mega hjálpa öðrum frá henni
í næsta og síöasta kafla þessarar rit-
gjörðar verður þýtt úr vitrunum Sundar
Singhs um dýrð himnarikis. Þegar henni
er lokið alveg, verður væntanlega birt
eitthvað af aðkomnum athugasemdum við
þessi efni. S. A. Gislason.
Bækur.
Olfert Ricard: Udoalgle Skri/ler jor
Uugdommen, 25 hefti á 1 kr. eða 5
bindi á 5 kr., í bandi 7,50 kr. og 9 kr.
Bækur Olfert Ricards hafa náð
töluverðri úlbreiðslu hjerlendis, sem
eðlilegt er; en þó hafa ýmsir kvartað
um, að þær væru all-dýrar. Nú er
bætt úr því með þessari útgáfu, þar
sem einar 15 til 1H bækur hans fásl
fyrir svipað verð og 4 áður, og er
þó frágangur allur í besta lagi.
í fyrsta bindinu er Ungdomsliv (áður
prentað 29 sinnum; 87000 eintök alls),
Krislus og hans Mœnd, Krisíus som
Exempel i krisleligt Arbejde og Om
at före andre Mennesker til Kristus.
II. bindi byrjar á: Lœr os at bede,
svo kemur For os og Hoordan Jesus
Kristus brugte den helligc Skrijt.
Það koma út 2 hefti á mánuði, 7
þeirra eru komin, svo að alt safnið
verður komið út að hausti. Afgreiðsla
Bjarma er fús til að útvega þessar
bækur og senda gegn póstkröfu þeim
sem óska.
Agentur des Rauhen Hauses í Ham-
borg gefur út fjölda góðra trúmála-
bóka, sem óhætt er að mæla með
við trúmálavini, er skilja þýsku. —
f þella sinn leyfuni vjer oss sjerstak-
lega að benda á ritsafn er heitir einu
nafni »Natur und Bibel in des Har-
monie ihrer Offenbarungen« i aðal-
umsjón prófessors dr. Johs. Riem.
Eru 4 bækur þess útkomnar, allar
með myndum, tvær 1924 og tvær 1925.
Þær heita: Weltenwerden eftir Johs.
Riem, 200 bls., verð 3 mörk. Ursprung
des Lebens eftir dr. K. Hauser, 130
bls. Verð 3 m. Herkun/t des Menschen
eftir prófessor dr. Hamann, 120 bls.
Verð 250 mörk, og Die Sinlflul in
Sage und Wissenschaft eftir próf. Johs.
Riemann, 250 bls. Verð 4 mörk.
Eru allar þessar bækur svo vel
skrifaðar, svo fróðlegar og svo líma-
bærar, að hrein nautn er að lesa þær.
í bókinni um syndaílóðið eru sagðar
303 syndaflóðssögur ýmsra þjóða, að
fornu og nýju, og 16 ólíkar skýringar
vísindamanna á þeim, alt flokkað og
gagnrýnt með þýskri nákvæmni trúaðs
vísindamanns.