Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 11

Bjarmi - 15.06.1927, Blaðsíða 11
B J A R M I 135 má ekki vera rangt, ekki á hlutunum heldur. Engu tauti hægt að koma við mann, sem á róttæka líl'sfyrirlitning i eðli sinu eða skoðunum, hún er elsta dóttir vantrúarinnar. Kristur píndur og dáinn er það eina, sem frelsar þenna þreytta og óánægða mannheim. Sálin friðast við trúna á hann, byröin verður bærilegri, háð og fyrir- litning kemst ekki að, smámennin verða stór, slórmennin eun þá stærri. Viðfangsefnin, það er skyldustörfin, verða ekki strit, heldur kærkomið þakk- arefni, og partur, þó lítill kunni að sýn- ast, af sköpunarverki Guðs. Hver, sem ann íslandi eða landi sínu hvert sem það er, ætti að rótfesta i sál- um barna sinna kristindóminn, með því cina móli læra þau að meta lífið og gáf- ur þær er Drottinn gefur þeim. — Læra að skilja að dýpstu og fegurstu drættirnir í islenskri lund hafa mótast undir refsi- hendi Drottins. — Þá eyða menn ekki dýrmætum líma frá stjórnmálastörfum, til þess að gutla við hjegóma, þá hugsa þeir um að kjör alþýðunnar verði við- unanleg. Pá verður alþýðumaðurinn ánægður með að eiga lítið kot í kyrþey, rækta það og sinna skepnum sínum, þvi hann gerir það af kærleika og þá finnur hann að þessar lífgæddu verur eru gjöf frá Guði og að hann á að standa reikn- ingsskap uro meöferð á þeim. Pá verður sjómaðurinn ánægður að etja kröftunum við Ægi, þótt hann beri ekki meira úr býtum en húsbóndi hans, þá verður al- þýðustúlkan ánægð með að vera vinnu- kona, því verkin hennar eru unnin fyrir Guð. Stjórnmálamaðurinn leggur skáld- drauma sina á hylluna, til þess að vinna að nauðsynjastörfum, verjast yfirgangi út- lendinga, og hvers konar eyðileggingu bjargráða landsmanna. Rótin allrar þeirrar festu er hjer þarf, er trúin á Jesúm Krist, krossfestan og dáinn fyrir syndir mannanua og uppris- inn þeim til eilífs lífs. Að eins sú trú, drykkjar með ástum og siðum þjóðina sönnum menningareldi, þ. e.: þrótt í þrautum en þó bljúgu og fórnfúsu geði. Að eins hún lætur rætast ljóðið: Pá munu bætast harmasár þess horfna, hugsjónir rætast þá mun aftur morgna. 16. mars, 1922. R. K. G. S. Þetta er meginþáttur umræddrar greinar. »Sýn oss teikn«, stendur þar. Teikn þess, að sannleikur tilver- unnar sje innifalinn í trúnni á Jesúm Krist, Guðs son og frelsara mann- anna, umfram alt annað með dauða sínum, eru svo inörg, að miljónlr nsanna entust ekki til að teikna þau upp aftur. Engin tunga og einskis manns penni gæti að fullu lýst þeirri dýrö, þeim mætti, þeim kærleika, þeim lífsins sigri, sem Jesús Kristur gefur ein- stakiingum, sem trúa á hann. Jeg er kotungur að uppruna, þekk- ingu og lífsstöðu, og þetta er mín reynsla um Jesúm Krist, frelsara minn. Hann heflr varðveilt mig veika. Leiðbeint mjer fávísri. Grætt mig sjúka og gefið mjer líf. Gefið mjer lif og heilsu ástvina minna og vel- gengni barna minna. Frið í hjarta, á heimili og í nagrenni. Styrkt mig í vonbrigðum. Verið mjer alt, þegar jeg skildi ekki nje sá, hvert hann var að leiða mig. — Bænheyrt mig þegar mjer hefir legið mest á, og snúið því, sem jeg bað um í fávisku, upp í það, sem var þúsundfalt betra en jeg hafði vit á að biðja um. — Og hann hefir sannfært mig um, að barnatrú min sje sannleikur tilver- unnar. Hann er min hjálp og hreysti, hann er mitt rjetta líf: honum af hjarta jeg treysti, hann mýkir dauðans kíf. Nú segja sumir að lítt sje að marka skoðanir einfaldrar alþýðu á slíku máli, sjerstaklega kvenna, þeirra trú, jafnvel allra trú, ef hún er á Guð almáttugan og þann sem hann sendi, Jesúm Krist, á að stafa af lauga- veiklun eða heimsku. — Engin önnur trú slafar af taugaveiklun eða heimsku I

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.