Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1927, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.08.1927, Blaðsíða 5
B J A R M I 161 og fleiri, svo að vel má nú enda með því að segja, að þeir, sem halda öðru fram og hafa þor til að hneyksla aðra með því, þeir geri það í blindni eða þá af einhvers konar unggæðis- framhleypni, án allrar heimildar og reynslu, sem ætíð er ólýgnust. Margt fleira mætti segja hjer um, en til þess er ekki tími; en þess vil jeg nú óska og biðja fyrir sjálfan mig og þig, kæri tiiheyrandi, að við aldrei verðum fyiir því háskalega slysi, að missa guðdóms-trúna á Drottin vorn Jesúm Krist, því þá mundum við missa svo mikið gott og blessað þar með, heldur getum við æ og alstaðar tekið undir og sagt af trú og elsku : Son Guös ertu meö sanni, sonur Guðs, Jesú minn; son Guðs, syndugum manni sonararf skenktir þinn. Son Guðs einn eingetinn; syni Guðs syngi glaður, sjerhver lifandi maður, hciður í hvert cilt sinn. Gefi það Guð í Jesú Kristi I Amrn. Lífið er mjer Kristur heitir nýprentuð bók, með 5 prjedikunum eftir síra Bjarna Jónsson dómkirkjuprest. — Bókaversl. »Emaus« gaf út. Verð 75 au. Síra Bj. Jónsson flutti í vetur, þegar mestar voru árásirnar úr ýmsum áttum á kristindóminn, margar ágætar trúvarnar- ræður, sem vöktu mikla athyglí. Tvær þeirra flutti Bjarmi, og nú koma hjer aðrar 5, flultar á: 3. sunnudag i föstu, boðunardag Mariu, föstudaginn langa og báða páskadagana. Vafalaust verða þær mörgum kærkomnar, því að þær flytja ákveðinn og einlægan kristindóm. í Jólakveðjusjóð eru nýkomnar 25 kr. frá börnum í Austur-Eyjafjalla- fræðslulijeraði. — Eftirtektarvert að sum- staðar gefa börnin árlega i hann, eins og þarna, en víða hvar aldrei neitt. Prestastefnan 1927 hófst mánudaginn 27. júní með guðs- þjónustu í dómkirkjunni, þar sem annar prestur dómkirkjunnar sra Friðrik Hallgrímsson prjedikaði út af orðunuro í Jóh. 20, 21. Þvi næst tók vígslubiskup Geir Sæmundsson sýnóduspresta til altaris. KI. 4 e. h. var prestastefnan sett í húsi K. F. U. M., og voru þá komn- ir til stefnunnar 8 prófastar, 19 prest- ar og allir kennarar guðfræðideildar- innar — alls 30 andlegrar stjeltar menn. Síðar bætlust níu í liópinn. í upphafi fundar var sunginn sálm- ur og bæn flult af biskupi, sem að þvl loknu gaf ítarlegt yfirlit yflr um- liðið fardagaár. Byrjaði hann á að minnast tveggja látinna mætispresta, sra Eggerts Pálssonar prófasts á Breiðabólstað og sra Árna Jóhannes- sonar i Grenivík, er látist höfðu á árinu. Af preslsekkjum hafði andast ein, frú Valgeiður Jónsdóltir frá Völl- urn í Svarfaðaidal. Tala þjónandi presta væri nú 107 og auk þess 2 aðsloðarprestar. Presta- köllin væru nú 111, en 5 væru prests- laus í bili. Af preslaköllum sem nú væru, ættu þrjú að falla úr sögunni við næstu prestaskifti (sem sje Bæg- isár,- Sanda- og Lundarprestakall) sarnkv. lögum frá 1907; og yrðu preslaköllin þá alls 108, en embættin 109 (þ. e. 2 við dómkirkjuna). Tveir prófastar hefðu beðist lausn- ar á árinu (sra Kjartan í Hruna og sra Páll í Vatnsfirði) og einn látist (sra Eggert Pálsson). í stað þeirra hefðu verið skipaðir þeir sra Ólafur Magnússon í Arnarbæli fyrir Árnes- prófastdæmi, sra Sigurgeir Sigurðsson fyrir Norður-ísafjarðarprófasldæmi og sra Ófeigur Vigfússon fyrir Rangár- vallaprófastdæmi. Voru allir þessir nýju prófastar viðstaddir á fundinuin

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.