Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1927, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.08.1927, Blaðsíða 9
B J A R M I 165 sem er bær með hjer um bil 200,000 íbúum. Frásaga hans fer hjer á eftir: »Fyrir hjer um bil ári síðan byrj- aði Charles A. Jamieson, trúboði frá »Kína Inland Mission« i Kanchow, að halda bænasamkomur a hverjum morgni um dögurðarmálin. Þessar bænasamkomur urðu til þess að koma af stað trúarvakningu meðal fólks. Trúboðar voru sendir út, tveir og tveir, til þess að lialda útisamkomur og húsvitja í bænum og nálægustu þorpum. Þeir fóru til fátækra og ríkra. þeir læknuðu sjúka og i einu eða tveim- ur tilfellum ráku þeir út illa anda. þeir störfuðu einnig meðal hermann- anna og margir þeirra snerust. Að því er jeg síðast hefi frjett hafa 2000 manns tekið sinnaskiftum. Fundirnir í trúboðskirkjunni voru orðnir svo fjölmennir, að stækka varð bygging- una, og gerðu Ktnverjar það sjálfir. Ákafur andróður var gegn öllu þessu starfi, en jafnvel sumir andstæðing- arnir ljetu snúast. Vjer sendum fulltrúa hjeðan frá Sun Wu til þess að kynnast starfinu. Einn þessara manna sneri aftur svo fullur af eldlegum áhuga, að hann tók þegar í stað að prjedika þókn- unarlaust og hefir hann haldið því starfi uppi síðan. Einn af hinum kín- versku leiðtogum vakningarinnar í Kanchow heilir Mr. Tan. Hann er dásamlega bænheitur og afburðagóður ræðumaður. Fólkið kallar hann »Guðsríkis-Tan«. I Iíanchow hafa ofsóknirnar og andúðin gegn kristnum mönnum verið mikil, en þeir hafa mætt öllu með bæn og kurteislegri framkomu og tekist að halda uppi starfi sínu óhindrað. Einu sinni eða tvisvar hafa hermenn tekið aðsetur f kirkjunni, en trúboðarnir prjedikuðu þá fyrir þeim og gáfu þeim guðspjöll svo þeir Ijetu kirkjuna i friði. Vakningin hjelt áfram jafnvel meðan á orustun- um milli Norður- og Suðurhersins stóð. Árúm saman hafði verið sund- urþykkja í söfnuðinum, en eftir að vakningin byrjaði, hvarf hún alveg. Einu sinni fengu hinir trúuðu vitn- eskju um, að ráðist myndi á þá, og söfnuðust þeir þá saman til sjerstakr- ar bænasamkomu. Hópur stúdenta hafði safnað saman nokkrum hundr- uðum af óeirðarseggjum, og skríllinn þyrptist nú að stöðinni vopnaður með bareflum og steinum, til þess að jafna stöðina við jörðu. Allar dyr voru opnar. Mr. Tan kom út á móti hópn- um og er hann hafði talað í svo sem 20 mínútur, skildist hópurinn að og hver fór heim til sín. Öðru sinni, eftir að rússneski bolsi- vikka-leiðtoginn Borodin hafði verið í bænum, tóku 2000 óeirðarmenn sig saman um að koma nú trúboðinu fyrir kattarnef. Trúboðsbyggingú, sem þeir komu að læstri, brutu þeir upp og eyðilögðu alt innan húss. Síðan kom röðin að kirkjunni. Þar voru þá dyr opnar og fólkið á bænasam- komu. í dyrunum staðnæmdist skríll- inn, það kom hik á þá og ágreining- ur reis upp í liðinu, og aftur skildust þeir að og hver hvarf að sínu. Loks tókst einum af foringjum kristindóms andstæðinga, að safna 4000 manns af lakasta tagi og bijót- ast til valda i bænum. Rak hann borgarstjóra frá og settist sjálfur i hans stað, en síðan hóf hann svæsn- ar ofsóknir á hendur kristnum mönn- um. Hann Ijet varpa kristnu fólki í fangelsi og aðrir urðu fyrir þungum fjeseklum. Ofsóknir hans keyrðu svo úr hófi, að forÍDginn fyrir Kuomin- chun-liðinu varð að áminna hann um að stilla ofsóknum sinum í hóf. Haldið var uppi bænasamkomum þó á þessu gengi. Þegar öll von virtist

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.