Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1927, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.08.1927, Blaðsíða 11
B J A R M I 167 og aðstoðuðu kristniboðana i starfi þeirra. Dr. Jonathan Goforth, einn hinn þektasti trúboði í Kína, hefir nýlega látið í ljósi þá innilegu ósk sína, að útveguð væri 2 milljón eint. af nýja testamentinu, til þess »að gefa móttækilegu fólki á þessum ein- stöku tímamótum í sögu landsins«. Dr. J. E. Sboemaker, frá Yuyao í Cheking-fylki, sem verið hefir trú- boði i Kina i rúm 30 ár, jsagði einnig nýlega við mig: »Mjer findist það hyggilegt að nýja testamentinu sje úthlutað einmitt núna er prje- dikanir eru bannaðar og kirkjum er lokað mjög víða í landinu. Það er starf fyrir kristna áhugamenn og það er einnig holt fyrir andlegt líf þeirra sjálfra jafnframt því sem það verður mörgum til sáluhjálpar. Hrun forna trúarbragða og ringul- reið í stjórnarfari hefir þau áhrif á hugi manna, að hægara er að koma að nýjum trúarskoðunum. Mjer þótti það mjög ánægjulegt er einn af sveita- trúboðunum okkar sagði mjer að þessi 12 eintök af Dýja testamentinu sem jeg sendi honum hafi gengið út þegar i stað og að fólk sje fúst til að lofa skriflega að bera þau með sjer og lesa í þeim daglega. Andleg alda gengur yfir Kína og sá kraftur sem sigurinn hlýtur að vinna verður að vera andlegur. I’ess vegna er hið besta, sem við getum gert, starfið sem við getum í tje látið er »starf í einrúmi«; starf á hnján- um, heit fyrirbæn í einrúmi, og með trúsystkinum vorum. í sameiginlegri bæn er kraftur, sem ekkert fær stað- ist, og hann vinnur sigra þrátt fyrir hina megnustu andstöðu«. Á fleiri og fleiri stöðum koma menn saman til bæna til þess að biðja um vakningu í Kína, og menn eru vongóðir um að hin algerða vakning sje nálæg. Sumstaðar hefir helgum eldi þegar lostið niður og dýrðlegar vakningar eiga sjer stað. Mr. L. C. Osborn frá Chao Cheng, Shangtung, segir í brjefi þar sem hann biður um 2000 eintök af nýja testamentinu: »Trúboðarnir hjerna biðja og bíða margar stundir daglega að stórkost- leg vakning fari um Kína. Droltinu hefir endurlífgað hjörtu vor og ár- angurinn af starfinu hefir aldrei verið jafnmikill. Að því er sjálfan mig snerlir, hefir Guð vakið mig á hverjum morgni kl. 3, til þess að vaka og biðja. Orð Drotlins hafa aldrei verið jafn dýrmæt. Fólk finnur til syndasektar sinnar heima hjá sjer og kemur í stórhópum til þess að iðrast og biðja. Kirkja vor er orðin alt önnur kirkja. Fólkið kemur dag- lega og óskar fyrirbæna. Vakningin færist óðfluga út. Lofið Drottinn, hans er dýrðin og vegsemdin«. Vakningin í skólnm og kirkjum. í Tamingíu í Chihli-fylki hefir dá- samleg vakning átt sjer stað nú í nærfelt 2 mánuði. Mr. A. J. Smith, kristniboði þar, segir svo í skýrslu sinni til Shanghaj: »Jeg er viss um að þjer munuð samgleðjast oss yfir þeirri náðarsamlegu vakningu, sem Drottinn lætur ganga yfir þetta hjer- að. Vakningin byrjaði í biblíuskóla karlmannanna, en færðist svo til kvenmannanna, síðan byrjaði hún í biblíuskóla drengjanna og svo stúlkn- anna, en síðan hefir hún farið yfir nágrennið og komist jafnvel til fjar- lægari trúboðsstöðva, svo nú er vakn- ingin nálega á öllum aðalstöðvum hjer«. Kristniboði í Kuang Ping Fu skrif- ar: »Pað er eins og kraftaverk hafi skeð innan kirkjunnar hjer. Margir iðruðust og játuðu syndir sinar, án þess að vjer legðum nokkuð að þeim,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.