Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1927, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.08.1927, Blaðsíða 8
164 B J A R M I G a n d h i, frelsishetja Indverja. (Grein um hann birtist í næsta blaði). Var þá dagskrá fundarins lokið. Að fundarlokum flutti biskup bæn og var siðan sungið versið: Son guðs ertu með sanni. Var þá prestastefnunni slitið. Kl. 9 um kveldið komu sýnodus- menn saman á heimili biskups til kaffidrykkju. — Fundarbók prestastefnunnar. Frá prestastefnunni. Biskup óskaði að blöðin flyttu ekkert ágrip af störfum sýnódusar annað en það, sem biskups-skrifstofan gendir peim eftir fund- arbókinni, og pvi verður hjer í blaðinu ekkert greint frá pvi, sem einstakir fund- armenn lögðu til fundarmála. Síðasti hluti fundargerðarinnar er tals- vert óglöggur. Sra Bjarni dómkirkjuprest- ur flutti enga »tillögu«, heldur skýrði frá áskorun þeirri, sem sampykt var á aðal- fundi safnaðar hans, — sbr. Bjarma p. á. 140. bls., — og sra Árni prófastur í Görð- um skýrði frá, að sama hefði verið sam- þykt á safnaðarfundi i Hafnarflrði, og flutti svo tillögu pá, er samþykt var, í samráði við ýmsa viðstadda presta. Pannig er rjett skýrt frá þessu, eins og allir fundarmenn munu kannast við. Annars var alt of lítil tími ællaður til að ræða þessi mál i sýnódus, og hefði enginn orðið, ef ritstj. þessa blaðs hefði ekki slept að flytja erindi um kristindóms- horfur á Indlandi, sem sett var á dagskrá siðasta daginn. Ofsóknir og trúarvakning í Kína. Eftir George T. B. Davis, fulltrúa alþjóðasambands »Vasatesta- mentisfjelaganna«. í Iíanchow. Yfir mikinn hluta Kina ganga nú hinar svæsnustu æsingar gegn krist- inni trú, og víða hefir þetta leitt til ofsókna gegn kristnum mönnum. Aðferð æsingamannanna er kænlegri þó ekki sé hún jafn grimdarleg og þá er Boxarauppreistin varð í Kína árið 1900. Þjáningar kristinna manna minna greinilega á ofsóknirnar á fyrstu dög- um kristinnar trúar. Kristnu fólki hefir verið varpað í fangelsi, það hefir verið hætt, sumir hafa verið barðir, aðrir dæmdir i fjesektir og smánaðir. Sumstaðar hefir kirkjum verið lokað, aðrar hafa verið rifnar niður. Biblí- um og sálmabókum hefir verið varp- að á bál. Vera kann, að kristnu fólki hafi sum- staðar fækkað, en víst er að annarsstað- ar hefir ofsóknin snúist upp í dýrlegan sigur' sökum hugrekkis og trúarfestu kristinna manna. Þannig var það, að í bæ nokkrum, þar sem tveir safnað- armeðlimir höfðu gengið úr söfnuð- inum sökum ofsókna, jókst söfnuð- urinn um helming á sama tíma. í öðrum bæ tóku 2000 manns sinna- skiftum meðan ofsóknin stóð sem hæðst. Sigur trúarinnar í Kanchow í Kiangsi-hjeraði svipar til frásagnar- innar í Postulasögunni. Þrátt fyrir ofsóknirnar hefir trúarvakning átt sjer þar stað í rúmt ár. Dr. C. E. Housfield frá Sun Wu í Kiangsi hefir sagt mjer frá vakningunni í Kanchow,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.