Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.10.1927, Page 5

Bjarmi - 15.10.1927, Page 5
B J A R M I 209 og eignuðumst þar ýmsar góðar minn- ingar. Fyrsta daginn sem við sátum við miðdegisverð hjá syslur minni og mági, kom gamall Siglfirðingur að finna mig. Jeg hafði aldrei sjeð hann áður, en erindi hans var aó þakka fyrir greinar í Bjarma og fá mjer 10 kr. til útbreiðslu hans og aðrar 10 kr. til kristniboðs. Mjer fanst það gott merki, enda komst jeg að raun um síðar, að blað mitt á þar marga trú- fasta vini, og að »sögurnar frá Siglu- firði«, sem víða fara, eiga fremur lieima hjá ýmsu aðkomnu, heimilis- lausu fólki en hjá Siglfirðingum sjálf- um. Bók sra Gunnars í Saurbæ: »Við þjóðveginn« hefir aukið mjng umtal um ljótustu hliðar »Siglufjarðarlífs- ins«. Enga ástæðu fann jeg til að bera hönd fyrir höfuð læknisins, sem þar er talað um, — en hitt er talað út í hött, er höf. lætur læknis- írúna segja : »Liklega kann bæjarfó- getinn betur við að borga tíu þús- undirnar, sein hann fjekk lánaðar hjá manninum mínum, áður en hann hefir harða framgöngu í svoleiðis málum« (þ. e. vínsölumálinu). — Bæjarfógetinn á Siglufirði hefir al- drei fengið neitt lán hjá neinum lækni þar í kaupstaðnum. En þegar hann var að byggja íveruhúsið sitt, þurfti hann að fá bráðabyrgðar- bankalán áður en hann gat komið húsinu í veðdeild. Stóð svo á, að kaupmaður og læknir voru staddir hjá honum er það barst í tal, og buðust þeir báöir til að vera ábyrgð- armenn að þessu láni. Nokkru síðar var bæjarfógeta borið á brýn í blaði á Siglufirði að hann mundi ekki vera sjálfstæður í bæjarmálum gagnvart þessum mönnum, og ráðstafaði hann þá tafarlaust láninu á annan veg, svo að ábyrgð þeirra var úr sögunni. Petta er eini flugufólurinn fyrir þeim ástæðulausa orðasveim, sem bæjarfógeti vill reka af sjer með málssókn gegn sra Gunnari. Mjer er enn fremur kunnugt um að bæjarfógetinn á Siglufirði hefir árið 1925 sektað 10 menn fyrir bann- lagabrot, og þeir sætt alls 2500 kr. sektum, en árið 1926 voru þeir 9, og sektir 2780 kr., auk þess sem 1 þeirra fjekk 5 daga fangelsi. Hann hefir og undanfarin ár vakið athygli stjórnarinnar og nokkurra þingmanna á hve nauðsyn væri mikil á aukinni lögreglu á sumrin, en þær málaleit- anir liafa lítinn árangur borið þang- að til nú í samar að einn leynilög- reglumaður fjekst þangað. Vart er það nóg að áliti bæjarfógeta, en þó mun í sumar sem leið hafa verið gengið nær illræmdustu »kaffihúsun- um« en áður og vinsalan ólöglega mikið minkað. Sömuleiðis eru það ósannindi, sem gefið var í skyn í stjórnmálablaði liðið vor, að leyni- vínsalar á Siglufirði hafi mjög stutt »undirskriftasmölun« gegn Spánar- vín-sölu. Templarar gengust alveg fyrir þeim undirskriftum, en gáfu öll- um kost á að »skrifa sig«, sem viidu, og þá urðu 2 með í þeim hóp, sem grunaðir voru um ólöglega vínsölu. En ekkert gerðu þessir tveir í mál- inu annað en skrifa nöfn sín, og nöfn þeirra voru engin meðmæli nje hvatning öðrum, er síðar sáu skjölin, svo að »stuðningur« þeirra var minni en enginn. — Hjer verður að láta staðar numið að sinni en síðar verður væntanlega fleira sagt frá Sigluíirði, landferð um Vestfirði og fleiri ferðaminningum liðins suinars. S. Á. Gislason.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.