Bjarmi - 07.02.1928, Blaðsíða 2
34
B J A R M I
dýrmætt. Hún fann það glögt, að
maðurinn lifir ekki af eiuu saman
brauði, »Jeg befi ekki yndi af neinu
öðru«, sagði hún eitt sinn við mig.
Og jeg fann að alt annað orð varð
of hversdagslegt í návist hennar, —
andvari eilífðarinnar ljek um hana,
og í þeim blæ bliknar jarðarblóm-
inn, hismið og hjegóminn. Heiðríkja
bins himneska friðar afmáir alla jarð-
neska skugga. Heilög alvara ríkti við
banabeðinn hennar, friðarrík rósemi,
sem bar þess glöggan vott, að Guð
var sjálfur hjá henni, og varðveitti
hjarta hennar fyrir öllum ótta:
»Pótt jeg gangi’ um dauðans dal,
haus dimma mjer ei ógna skal«.
En dauðinn stóð lengi við dyrnar,
og hurðin var í hálfa gátt, — stríðið
varð langvint og erfitt. Það verður
jafnan hljótt og kaldur gusturinn,
þegar sjálfur dauðinn gengur alla
leið inn, — og stórt varð skarðið í
ástvinahópnum, þegar frú Herdís
hvarf úr honum.
Söknuðurinn er jafnan sagnafár,
og sorgin er þungstíg, en Guðs orð
er auðugt af huggun og fyrirheitum,
og endurfundavonin blikar eins og
björt stjarna í sorgardimmu hug-
skotsins.
»Voniu segir heilög höndin
hnýtir aftur slitinn þráð«.
Frú Herdís lætur eftir sig fagrar
og Ijútar minningar. Með þökk í
huga klökkum minnist jeg hennar,
það voru ógleymanlegar stundir, sem
jeg átti í návist hennar — hún sýndi
mjer svo vel hvernig Guðs barnið
þreyir og þolir, biður og biður boð-
anna að heiman — og í Drottins friði
fór hún heim.
Frú Herdís var fædd 4. des. 1872, dóttir
Pjeturs Palmasonar og konu hans Jór-
unnar Hannesdóttur, er lengi bjuggu á
Álfgeirsvöllum í Skagafirði. Hún giftist
sira Hálfdáni árið 1897, og eiga þau 1 son
á lífi, Helga, sem nú stundar nám i
Mentaskólanum. Á myndinni heldur móð-
ir hans á honum nokkurra vikna gömlum.
Maðurinn hennar kom landveg að norð-
an í byrjun janúar, og audnaðist þannig
að dvelja hjá henni siðustu vikurnar
sem hún lifði. Likið var flutt norður með
»Lagarfossi«, en áður var haldin fjölsótl
kveðjuathöfn í dómkirkjunni, þar sem
biskupinn flutti ræðu.
Guðrún Lárusdóttir.
Guðsonar-eðli Jesú
og blessun þess fyrir oss,
synduga menn.
Ræða
á 4. sunnudag eftir þrettánda
eflir sra Siglrygg Guðlaugsson á Núpi.
Texti: Matth. 14, 22.-'Í3.
Fegar jeg hefi nú lesið og reynt
að hugleiða þessa frásögðu viðburði
úr lífssögu Jesú, þá finst mjer mig
skorta orð til þess að tala um þá
verðuglega, — að jeg eigi nefni skiln-
ing, til þess að skýra að nokkrum
mun innihald þeirra og eðlisásig-
komulag. Veit jeg það ráð að koma
sjer hjá hugarþreyting þeirra vegna,
að dæma þá mishermda og mark-
lausa, en mjer finst það líkt örþrifa-
ráði Gyðinga, er þeir sögðu að krafta-
verk Jesú væru framkvæmd með
fulltingi liins illa. Hjer er engin laun-
ung á því, sem sjeð verður og reynt.
f*úsundir manna eru sjáendur og
njótendur almættisverks þess, sem
skeð var rjett á undan: mettun 5000
manna, og postularnir allir viðstadd-
ir, er teiknin, sem textinn greinir
frá, gerast á vatninu. Engan snerti
meira en þá sannindi þeirra. Og
tveir þeirra sjálfra eru það, sem
færa þetta í frásögur.