Bjarmi - 07.05.1928, Page 4
116
B J ARMl
þá leiðist hugur minn enn lengia.
Jeg get ekki varist þeirri hugsun, að
sáluhjálparefni mín standi í sambandi
við það. Hvað getur Jesús meint með
því, að minnast á fyrirgefningu synd-
anna, er hann útdeilir brauðinu og
víninu sem líkama sínum og blóði,
ef ekkert samband er þar á milli?
Hvað meinar hann með því að segja:
»Jeg er brauð lífsins — — og það
brauð, sem jeg mun gefa er hold
mitt, heiminum til lifs«, — og með
allri þeirri ræðu í 6. kap. Jóhannesar-
guðspjalls? Jeg fæ ekki leitt mjer í
hug, að orð þau sjeu marklaust hjal,
nje meining þeirra fjarri því, sem
þau leggja fram, er aðrir staðir sanna
og staðfesta eiginlegt gildi þeirra. —
Það, sem fyrst og síðast verður
aðalatriðið fyrir mjer, er, að Jesús
hefir látið vilja sinn í ljósi um nautn
sakramentisins. Honum ber mjer að
fylgja, og mjer á að vera það ljúft
vegna elsku þeirrar, sem hann hefir
auðsýnt mjer og blessunar þeirrar,
sem mjer hlotnast með því. Og orð
hans skulu vera lampi fóta minna
og ljós á vegum minum um dali
jarðneska lífsins, sem víða eru svo
þröngir og skuggasamir, að jeg á
mörgum stöðum sje skamt frá mjer
— mikið of skamt til þess að geta
grannskoðað geim alvisku Guðs og
veg hans í tíma og rúmi til þess að
framkvæma eilífa ákvörðun sfna, svo
í þvf, sem snertir frelsun sálar minnar
og fullsælu, sem í öðru. »Jeg vil
skunda veg boða þinna«, Drottinn
minn, því að þú hugsvalar hjarta
minu með lind kærleika þíns — þess
kærleika, að þú gafst »son þinn ein-
gelinn, til þess að hver sem á hann
trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft
líf«. Jeg dirfist því að koma til hans
með margar og miklar syndir mínar,
og jeg vil af hjarta fara þær leiðir,
sera hann vísar mjer. Meðal þeirra
er sú, sem vjer tölum um í dag —
hvað getur hindrað mig frá að fara
hana? Jeg ætlaði einnig að hugleiða
það lítið eitt.
Jeg hefi heyrt ýmsar mótbárur móti
kvöldmáltiðarsakramentinu, metnar
til hindrunar hluttöku í því. Má vera,
þær hafi við og við læðst í huga
minn, en — Guði sje lof — að eins
til þess að jeg sæi við nákvæmari
hugleiðing fánýti þeirra.
Ein þeirra talar á þessa leið: »Jeg
skil ekki samband brauðs og víns
við líkama Krists og blóð, nje hvernig
nautn þess getur haft nokkur áhrif
á andlegan hag minn; enda á all-
mikill ágreiningur um þetta sjer slað
innan kirkjunnar. Jeg vil ekki blanda
mjer i það; jeg fylgi og vinn að eins
því, sem jeg skil«. — Jeg vesæll
maður, má jeg hugsa mjer að rann-
saka vegi hins alvitra Guðs? Eða
mun jeg fylgja trúlega nýsagðri reglu
minni? — Jeg lifi; jeg vinn fyrir við-
haldi lífs mins. Skil jeg þá, hvað
lifið er? Skil jeg upptök þess og eðli?
Skil jeg hvernig hugsanir og tilfinn-
ingar færast manna milli, með fram
i gegnum það hjálparmeðal, sem
nefnist mál? Skil jeg hvaðan kemur
gleðin, sorgin, kærleikurinn, hatrið,
vonin, þráin, hugsjónin o. s. frv.?
Jeg má til — ljúft eða óljúft — að
neita þessum spurningum. Jeg skil
ekki hvað lífið er, og enginn maður
hefir skilið það til þessa; þó vinna
þeir allir lífinu. Ef jeg skil ekki lífs-
samband vor mannanna, nje sam-
eining likama og sálar, þá þarf jeg
ekki að búast við þvf, að jeg skilji
lifssamband mitt við Guð, nje sam-
band kraftar hans við nokkuð það,
sem vjer nefnum líkamlegt efni. Hjer
verða að gilda orð og verk frelsara
mins, sem einn hafði sjeð föðurinn
og dýrð hans og gat sagt oss af
honum. Hann nefnir brauðið og vínið