Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1931, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.05.1931, Blaðsíða 2
66 BJARMI þunga vanda þeirrar vegsemdar,. sem fjeim hefir verið veitt, ekki aðeins af valdsmönn- um landsins, heldur einnig umfram alt af góðum Guði, sem hefir leyft þeim að stjórna þessu undursamlega menningai’- tæki íslensku þjóðinni til blessunar. Hann verður að fá að ráða ákvörðunum þeirra. ef vel á að fara. Pað er v.íst, að útvarpshlustendur óska eftir fjölbreyttu efni, og er sjálfsagt rjett að uppfylla þær óskir á ýmsum sviðum eftir getu. En fjölbreytni hlýtur að hafa sín takmörk, og að því er snertir messu- flutning útvarpsins, ættu ráðandi menn þess að gæta þeirra takmarkana vel, því að það er ekki vilji hlustendanna, sem á að hafa áhrif á boðskapinn, heldur boð- skapurinn, sem á að hafa áhrif á vilja hlustendanna. Jeg fæ ekki betur sjeð, en að fjölbreytni í boðskap Reykjavíkur-prest- anna sje alveg fullnægjandi, en ef okkur á að gefast kostur á að hlusta á fleiri menn, þá þurfa þeir að vera valdir þannig, aö þeir flytji boöskap Krists um synd og náð, um iðrun og fyrirgefning, afturhvarf og endurfæðing. Á þann eina hátt fáum við boðskap biblíunnar um þann Guð, sem er kærleikur, en líka er heilagur og rjett- látur Drottinn mannanna. Og þá fáum við ákveðinn boðskap Krists um frelsi eða g'lötun, sem aldrei verður skafin burt úr Guðs heilaga orði, hvernig sem mennirnir reyna að skýra, eða rjettara sagt »burt- skýra«, þann sanleika. Jeg gjöri að vísu ráó fyrir, að þeir, sem prjedikaó hafa í útvarpið, hafi verið »vald- ir« til þess, en mjer virðist ekkert benda til„ að þeir hafi verið valdir með sjerstöku tilliti til vilja Guðs. Pað getur vel verió þörf á því að breyta tilhögun guðsþjónustunnar og fylla hana meira af söng og hljóðfæraslætti en venja er til, en í ræðu um þaó efni, finn jeg ekki »prjedikun orósins«, því að jafnvel þó að hægt væri að koma slíkum breytingum á og' auka með því kirkjusókn í bili, þá er það haldlaust, ef breytingin kemur ekki sjálfkrafa af því að hið innra Guðs samlíf einstaklingsins eða safnaðarins krefst þess. Hið andlega líf hlýtur á hverjum staó og tíma að sníða sjer stakk eftir vexti sín- um, og þess vegna þarf presturinn aldrei að prjedika annað en Guðs orð, því að í því er kjarni eða líf kristindómsins. Pað getur líka verið mjög hugónæmt að heyra talað um kærleika Guðs, en þegar ræðumaðurinn lætur eigin hugmyndir sín- ar um Guð leiða sig svo langt, að hann seg- ir að Jesús hafi kent að engin sál geti farist eða glatast, þá væri þeim manni áreiðanlega nóg að bera ábyrgð á þeim orðum sínum gagnvart söfnuði sínum, þó að hann þurfi ekki að bera ábyrgð á þvi að hafa flutt heilli þjóð þann boðskap. Jeg vona aó vísu, að þeim sem lesa ritninguna sjeu slík orð ekki skaðleg, en jeg- óttast að þeim mörgu, sem ekki þekkja Guðs orð aí eigin reynd, geti orðið slíkur boðskapur of mjúkur svæfill til þess að hann geti vakiö sársauka syndasektarinnar, því þá tilfinningu — sem hlýtur æfinlega aó vera undanfari iðrunarinnar - - getur ekkert vakið nema heilagt rjettlæti Guðs. Pað finst mörgum indælt að heyra prest- inn viðurkenna þaó í ræðu sinni, að hann vilji standa við kross Krists, og að hann fái allan kraft sinn þaðan, en jeg finn ekki gildi þeirrar játningar. Eðlilegast væri að hugsa sjer að allir prestar kristinnar kirkju væru sannir Krists menn, en fyrst þaö er komið inn hjá söfnuðunum aðefast um afstöðu prests- ins til Jesú, þá sannfærast ekki trúaðir menn fyrir fullyrðingar einar, og sálar- heill hinna er engu betur borgið þó að þeir sjeu vissir um aó presturinn þeirra sje trúaður maöur. En sá prestur, sem flytur boðskap Krists í sama anda og Jesús hefir sjálfur flutt hann í Jóh. 15., þar sem hann talar

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.