Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1931, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.05.1931, Blaðsíða 13
BJARMI 77 aó því enn hvaó hann heitir. - - En af því aó jeg- á henni svo mikió aó þakka og' vil bæta fyrir kaldranalegt svar mitt foróum, seg'i jeg frá þessu hjer í þeirri von aó hón lesi þessa bók, og samgleójist meó mjer. -- Vera má aó þessi frásaga mín geti jafn- framt oróió einhverri ungri trúaóri stúlku hvatning til aó leggja ekki árar í bát, þótt stallsystur hennar sinni lítió áhugamálum hennar, það getur samt komió ein og ein, ef framkoma hennar’ sjálfrar er góó »aug- lýsing« fyrir kristindóminn. - Brjefió til »systur Ölafíu« komst til hennar, frá Kristjaníu til Reykjavíkur, því aó þangaó fór hún í júlí 1920. Jeg' geymi vandlega brjefió, sem »syst- ir Ölafía« skrifaói mjer, og jeg les þaó opt, þótt jeg kunni þaó utan aó. En þegar jeg les þaó, þá man jeg ennþá betur eftir henni, þar sem hún stóó í ræóustólnum í kjallaranum í Bethesda, og' Guó talaói til mín meó oróum hennar, og sýndi mjer greinilega aó uppspretta gæfunnar er hjá Drotni sjálfum og að þangaó er gott aó leita, bæói þeim, sem lífið brosir vió, og hinum, sem Sorgin .dvelur hjá. - Drovt- inn blessi þær um eilífó, sem hjálpuóu mjer til aó finna þá uppsprettu. Incja. Kveðjuorð til barna. Eggert hreppstjóri Helgason í Helgu- hvammi hafói á hendi barnakenslu bæói á heimili sínu og á ýmsum bæjum í næst- liggjandi hreppum, hin síóustu búskapar- ár sín, og allmörg ár þar á eftir, alls und- ir 20 ár. Af skýrslu sem hann hafói skrif- aó um kensluna, sást, aó hann hefir keni; á nálega 40 bæjum alls, í Kirkjuhvamms- hreppi, og Ytri- og Fremri-Torfustaða- hreppi, á þessu tímabili. Börnin, sem hann veitti tilsögn voru nál. hundraó samtals. Föóur mínum var þetta barnakenslustarf ljúft, og lagói hann alúó vió þaó. - Hann var vel aó sjer í mörgu, og var á undau sínum tíma, bæói í bóklegum og verkleg- um efnum, og var þó að öllu sjálfmentaó- ur maður, því aó á þeim tíma var lítió um alþýóufræðslu. Ofannefndri skýrslu fylgdu kveójuorð til barnanna, sem hann hefir að líkindum skrifaó síóasta árió, sem hann hafói þetta starf á hendi, og lesió þau upp á einu eöa fleiri heimilum, þegar kenslutíminn þann vetur var á enda. — Ávarpió til barnanna er orórjett sem fylg'ir: Börnin mín góó! Þaó er þá komió aó því, aó vió veróum aó skiljast aó; þó aó sam- verútími okkar hafi ekki verió langur, hefir hann verió mjer í alla staói áná'.gju- legur. Þeir tímar sem mjer auónast að njóta sambúóar og samtals vió geófeld og góó börn, eru fagrir sólskinsblettir á leið minni; og þær stundir sem börn eiga sam- tal vió mig um það, er aó trú og kristin- dómi lýtur, eru sann-nefndar sælustundir lífs míns. Vió skiljum nú, og vió vitum ekki, kæru börn! hvort okk.ur auónast nokkurntíma aó sjást aftur í þessu lífi. Þió farió nú hvert heim til sín, eða veróió heima. Jeg vona aó þið látió það aldrei ykkur úr minm líöa, að vera foi’eldrum ykkar og fóstur- foreldrum hlýöin og geóþekk, eins og þiö vitiö aó blessaóur frelsarinn okkar var, þegar hann aó manndóminum til var á ykkar aldri; og ef þið ástundió eins og hann þá gjörói, að vera í þeim hlutum sein ykkar himneska föóurs eru, þá vaxió þió meó aldrinum aó visku og náó hjá Cuói og mönnum. — Góóur Guó styrki ykkur og styóji þar til. — Góóu börn! Þió farió nú heim og vió telj- um þaó ekki langt, og naumast hætt við villu á þeirri leió ykkar. En þið haldió nú einnig áleióis >til ykkar himneska heim-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.