Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1931, Síða 7

Bjarmi - 01.05.1931, Síða 7
B J A R M I 71 le.g nýmæli, aó rjett þykir aó birta þau hjer í heild. 1. gr. Setja skal kirkjuráð fyrir hina Is- lensku þjóðkirkju samkvœmt því, sem segir ( lögum þessum. 2. gr. - Verkefni kirkjuráðs er aö vinna að eflingu íslenskrar kristni og styðja að trúar- og menningaráhrifum þjóðkirkjunnar með því að: a. íhuga og gjöra ályktanir um þau mál, sem varða þjóðkirkjuna í heild sinni og einstaka söfnuði hennar. b. stuðla að frjálsri starfsemi til eflingar kristnilífi þjóðarinnar, mannúðar o.g líknar- starfsemi. 3. gr. Kirkjuráðið hefir: 1. Ráðgjafaratkvæði og tillögurjett um þau mál, er kirkjuna varða og heyra undir verksvið li'g- gjafarvaldsins eða sæta konungsúrskurði. Svo og þau mál önnur, er kirkjustjórnin kann að leita álits þess um. 2. Samþyktaratkvæði og ákvörðunarrjett uih guðsþjónustur kirkjunnar, veitingu sakra- menta og kirkjulegar athafnir og helgisiði, ]:ó eigi fyr en tillögur ráðsins hafa verið sam.. þyktar á prestastefnu (synodus). Ennfremur um þau mál, er hið almenna löggjafarvald kann að fá kirkjuráðinu til meðferðai' og fullnaðarákvörðunar. 3. Rjett til að kjósa 1 mann til að taka þátt í stjörn kirkjulegrar starfsenii í sambandi við útvarp. 4. Ráðstöfunarvald yfir fje því, sem lagt k'ínn að verða til frjálsrar kirkjulegrar starfsomi eða annara kirkjulegra þarfa, eftir náiiaii ákvæðum, sem fjárveitingarvaldið setur i hvert. sinn. Vafaatriði um takmörk á samþykktar- og ákvörðunarvaldi kirkjuráðs samkvæmt 2. lið þess- arar greinar sæti úrskurði dóms- og kirkjumá'.a- ráðuneytisins. 4. gr. Kirkjuráðið skipa 5 menn, biskup landsins, 2 guðfræðingar, kosnir af sóknarprest- um þjóðkirkjunnar og kennurum guðfræðideild- ar háskólans til B ára i senn, og 2 fulltrúar, kosn- ir af hjeraðsfundum til sama tíma. Kirkjumála- ráðuneytið setur reglugjörð_ um kosninguna. 5. gr. Enginn má eiga sæti í kirkjuráði, n.ema hann fullnægi þessum skilyrðum: a. Sje meðlimur þjóðkirkjunnar. b. Sje orðinn 25 ára að aldri. c. Ei'gi löglega með sig sjálfur og d. hafi óflekkað mannorð. 6. gr. Kirkjuráðið er ályktunarfært um mál þau, er greinir í 1., 3. og 4. lið 3. gr., ef 4 eru á fundi. En um þau mál, er getur i 2. lið 3. gr., hafir ráðið eigi ákvörðunarrjett, nema það sje íull- skipað, eða 4 kirkjuráðsmenn greiði samhljóða atkvæði. Nú er kirkjuráði með sjerstökum lögum falið að gjöra tillögu um veitingu prestakalla, og er þá ráðið ályktunarfært, þótt eigi sjeu 4 á fundi, ef þeir, sem eru fjarverandi, senda skriflegt álit og tillögu I símskeyti. Nú verða atkvæði jöfn, og ræður þá atkvæði biskups. 7. gr. Biskup er sjálfkjörinn forseti kirkju- ráðsins. En ráðið sjálft kýs varaforseta og ræð- ur ritara. Forseti kallar ráðið saman og kan-.ur ályktunum þess á framfæri. Biskup kallar saman kirkjuráðið á ársfund einu sinni á ári. Aukafundir skulu haldnir þegar kirkjumálaráðherra, hiskup eða 2 menn í ráðinu óska þess. 8. gr. Kirkjuráðsmenn fá greiddan fram- lagðan kostnað og aðstoð eftir reikningí, er ráðuneytið úrskurðar. öll hin kirkjumálafrumvörpin döguóu uppi, voru þó sum komin nokkuó áleióis, er þingió var rofið, en önnur komust aldrei úr nefnd. Neðri deild tók þessum frum- vörpum yfirleitt öllu lakar en efri deild, og spilti til muna lögunum um utanfarir og bókasöfn. Var verulega raunalegt fyrir kirkjuvini aó hlusta á sumar umræð- urnar um kirkjumálin í neðri deild. Pær sýndu greinilega hve óeólilegt er aó kirkj- an sje ambátt ríkisvaldsins, og aó mönn- um, sem sneyddir eru öllum skilningi og allri samúó meó trúmálum, sje ætlað aó fara með löggjöf kirkjunnar. Frumvarpió um laun presta var ekki lagt fyrir þingió og embættiskostnaóar- frumvarpið sofnaói í nefnd, enda alveg vonlaust um aó þaó kæmist afram fyr en fullsjeó var um hvaða laun prestum verða ætluó. Alþingismenn, sem aórir, kannast vió aó laun presta sjeu alveg óhæfilega lág, en þeir kváóust margir vera fúsari til aó ætla þeim sæmileg laun en að veita þeim önnur »aukahlunnindi«. Iiins vegar var kirkjumálaráðherra (J. J.) kappsmál að fæklta prestum að mikl-

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.