Bjarmi - 01.10.1931, Síða 5
BJARMI
149
ar og m.yndarleg'ar kirkjur víðast annars-
staðar. — Jeg veit ekki hvers þessi eina
kirkja á að gjaldá, verði hún látin hang'a
þangað til veggirnir hrynja alveg. - - Varla
mun það til þess gjört, að erlendir ferða-
menn geti tekið myndir af henni og sýnt
síðan, sem sýnishorn af húsakynnum Skag-
firðinga!
Það er mjög fljótlegt að fara í bif-
reið frá Víðimýri til Sauðárkróks og það-
an austur yfir Hegranes, en úr því versn-
ar vegurinn stórum. Vegurinn um Við-
víkursveit, frá Austurvötnum að Hjalta-
dalsá, þarf mikilla umbóta til að hann
verði sæmilegur fyrir bifreiðar hverju
sem viðrar. Við komumst í bifreiðinni
upp með Hjaltadalsá að vestan, þar sem
melarnir enda, fyrir innan Langhús.
Sra Guðbrandur í Viðvík sendi hesta
á móti okkur yfir mýrina. Gistum við 6
í Viðvík, en 3 fóru í bifreiðinni að Hól-
um um kvöldið.
Sunnudagsmorguninn lánaði sra Guð-
brandur okkur Láru dóttur minni hesta
yfir að Saurbæ í Kolbeinsdal. Lá þá leið-
in fyrst eftir »latínugötunni« minni gömlu,
sem jeg fór oft annan hvern dag, til yfir-
heyrslu hjá sra Zophoníasi í Viðvík, er
jeg var að læra undir skóla, og las heima
latnesku málfræðina, áður en jeg lærði
nokkuð í íslenskri málfræði. Svo var far-
ið yfir Hjaltadalsá á »horninu«, þar sem
jeg fór oft í færu og ófæru. sumar og
vetur, fyrir 40 árum, og' síðan upp að
æskuheimili mínu, Neðra-Ási, þar um hlað-
ið og yfir ásinn og inn með honum inn
fyrir Hreðuhóla, sömu troðninga og jeg fór
oft fyrrum með kýr og kindur. — Björn
Hafliðason, frændi minn, og Ragnheiður
Þorláksdóttir kona hans, búa í Saurbæ
með 2 uppkomnum dætrum sínum. Varð
Lára eftir hjá þeim, og' þær komu svo
allar á gæðingum að Hólakirkju um dag-
inn, en jeg fór sömu leið til baka að Við-
vík. Bifreiðin kom frá Hólum og sótti okk-
ur og' sr. Guðbrand, um hádegisbilio.
Reyndi jeg nú það, sem mig dreymdi síst
um í æsku, að fara hestlaus um Hólaeyr-
ai' og' verða þó á undan gæðingunum.
Þegar jeg kom í Hólakirkju, rifjaðist
upp fyrir mjer fyrsta kirkjuferðin mín
þangað. »Milligerðin« nýja milli kórs og
kirkju minti mig á gömlu »milligerðina«,
sem mjer varð allstarsýnt á, 7 eða 8 ára
gömlum, - - en síðar var brotttekin. Er
veltilfallið að nú er verið að endurnýja
hinn gamla svip kirkjunnar. En sviplaus
er hún að utan uns turn verður settur
á hana. — Og helst ætti sóknarprestur
að sitja á Hólum og hafa ekki aðra út-
kirkju en Viðvík, svo að hann gæti kent
á Hólaskóla. Nokkuð lapgt verður þangað
til prestlaunasjóður Hólakirkju verður fær
um að launa þar prest. Sjóðurinn byrj-
aði 4. fe.br. 1929 með 200 kr. og hefir
nærri tvöfaldast síðan. Er undarlegt, að
Skagfirðingar skuli fremur heita á aðrar
kirkjur (t. d. Strandarkirkju), en á Hóla-
kirkju.
Viðtökurnar á Ilólum voru ágætar, en
margra gamalla nágranna saknaði jeg.
Einu sinni þurfti' jeg ekki að spyrja fólk
að heiti við Ilólakirkju - en nú þekti jeg
þar vart 10 manns, annað en samferðafólk
mitt. — En fleira hefir breytst en fólkið
síðan um aldamót. Þegar guðsþjónustan var
ný byrjuð, þar sem við sr. S. 0. Thorláks-
son töluðum báðir, þá kom í kirkju 14 eða
16 manna hópur frá Blönduósi, er farið
hafði heiman að frá sjer. um morguninn.
Fyrrum var það rösk dagleið, en nú fer
bifreið þann veg á 5 stundum, þótt Vatns-
skarð sje farið, sem tvöfaldar vegalengdina.
Kaupstaðarprestar víða um lánd segja,
að bifreiðaferðir fækki kirkjugestum
þeirra að miklum m.un á sumrin. En ekki
ætti það að saka, ef bifreiðafólkið temdi
sjer að sækja kirkjur upp í sveitum um
leið og það fær sjer skemtiför á sunnudög-
um.