Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.1931, Page 6

Bjarmi - 01.10.1931, Page 6
150 B J ARMl Á 2 stundum komumst við aftur frá Hólum að Sauðárkrók. Flutti sra S. 0. Thorláksson þar ræðu í kirkjunni kl. ö síðd. og sýndi myndir frá Japan kl. 8J í samkomuhúsinu. Það gekk seint að komast frá Sauðár- krók morg.uninn eftir. Vígslubiskup, skóla- stjóri, læknir og sýslumaður o. fl. vildu kynnast ofurlítið langferðafólkinu frá Japan, og sýna því gestrisni, — og á leið- inni þaðan um Skagafjörðinn varð löng viðdvöl hjá prestunum í Glaumbæ og Miklabæ. Komum því ekki til Akureyrar fyr en svo að rjett var tími til að matast áður en farið væri í kirkju. Frú Jóhanna Þór, forstöðukona trúboðsfjelagsins á Ak- ureyri, hafði heitan mat á borðum handa okkur öllum, er við komum, og veitti af mikilli rausn. Kirkjan var hvergi nærri eins vel sótt eins og jeg átti von á. Býst jeg við að ýmsir hafi haldið að við mundum ekki koma, af því að við komum svo seint til bæjarins. Daginn eftir notaði langferðafólkið til að skreppa fram að Grund og heimsækja bæjarfógeta og hjeraðslækni, er báðir höfðu boðið oss heim. Um kvöldið voru skugga- myndir sýndar frá Japan, og ávarpaði Steingrímur Matthíasson hjeraðslæknir kristniboðann á eftir og árnaði honum allra heilla við starfið framvegis, — en á eftir bauð trúboðsfjelag kvenna oss til kaffidrykkju og var þar setið til mið- nættis. Frá Akureyri fórum við morguninn eftir, miðvikudaginn 2. sept., austur yfir Vaðlaheiði. En verið var að leggja akbraut austanvert í heiðinni, enda full nauðsyn, þótt fara megi gamla veginn í þurkatíð enn þá. Var hvergi staðar numið fyr en á Hálsi. Prófastshjónin tóku oss með sömu gestrisni og aðrir, en bættu því við, að þau fóru bæði með okkur í bifreiðinni aust- ur að Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði, en lánuðu drengjum kristniboðans reið- hesta sína, og þótti drengjunum það feng- ur í meira lagi. — Höfðu þeir aldrei komið á hestbak fyr en á íslandi, og töldu Gísla syni mínum það mjög til gildis, að hann hefði fyrstur orðið til að útvega þeim hesta hjer syðra og kent þeim að sitja á hesti. En æfingar í þeirri list fengu þeir í för- inni í Viðvík og Glaumbæ og nú síðast frá Hálsi. Sra Steingrímur Þorláksson fluttist inn- an fermingaraldurs með foreldrum sínum frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði vest- ur um haf, og þetta æskuheimili hans dró að sjer huga fjölskyldunnar frá Japan. Við gengum og riðum 11 í hóp spottakorn frá þjóðveginum þangað heim. Býr þar nú ekkja með 3 sonum og 3 dætrum, öllum fulltíða, og elsta »barnið« komið yfir fer- tugt. Er þar bæði rafleiðsla og »radio«, og flest húsgögn handaverk þeirra systkina; mátti þar líta margbreyttan og vandaðan heimilisiðnað. Sra S. 0. Th. las kvæði og staðarlýsingu eftir föður sinn, og var bersýnilegt, að heimilisfólkinu þótti mikilsvert að heyra þá átthagarækt, sem kom fram í því öllu. Á eftir tók hann fjölda mynda af bæjar- húsum og' umhverfi, en börnin fundu horn og leggi »handa afa sínum í Ameríku«. — Iíraðboði hafði komið stuttu á undan oss að tilkynna gestakomuna, en ekki bar á því í neinum viðtökum eða veitingum, að undirbúningur væri lítill að taka á móti 11 gestum. Við fórum með góðum minningum um gott og myndarlegt sveitaheimili, og' jeg býst við að heimilisfólkinu hafi þótt þessi gestakoma nokkur viðburður. Prófastshjónin frá Hálsi sneru nú heim- leiðis á hestum sínum, en við ókum aust- ur að Skjálfandafljóti; skoðuðum Goðafoss og settumst að til gistingar á Fosshóli og Ingjaldsstöðum, því að dagur var að kveldi kominn. Eru þeir bæir báðir í Bárð- ardal, rjett austan við fljótið.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.