Bjarmi - 01.10.1931, Blaðsíða 7
BJARMI
151
Reykjadalur er næstur Bárðardal og'
lág heiði og góður akvegur á milli þeirra.
Er einstaklega fagurt að horfa austur af
heiðinni í glaða sólskini, eins og var á
fimtudagsmorguninn, sem við fór.um þar
um. Blasa við mörg vel hýst heimili, og ný-
rækt og atorka í blómlegri sveit. Fór jeg
þar um fyrir 29 árum og leist vel á sveit-
ina,. en mjög hefir mannshöndin prýtt hana
síðan.
Þegar heiðinni sleppir, er komið á
Ilúsavíkurbraut, sem liggur frá Húsavík
inn í Reykjadal og á að komast að Mý-
vatni. Er rúmlega stundar akstur til
Húsavíkur frá þessum vegamótum, svo að
við höfðum nægan tíma til að litast um,
snerum við því inn í dal og ætluðum að
sjá Mývatn, en vor.um alveg ókunn allri
leiðinni, — jeg hafði áður farið yfir þver-
an dalinn póstleið að Reykjahlíð norðan
við Mývatn, en þessi leið stefndi að Skútu-
stöðum sunnarlega við vatnið.
Húsaskipun sagði til hvar Laugaskóli
var, austanvert í dalnum. Er þar myndar-
legt heim að líta, en ekki var tími til að
koma þar við. Nokkru sunnar fórum við
heim að bæ, rjett ofan við brautina, og
ætluðum að fá ungling með til leiðsagnar.
Vorum við svo heppin, að þetta voru
Narfastaðir, æskuheimili og nú sumar-
heimili Björns Jakobssonar leikfimiskenn-
ara í Reykjavík. Bauðst hann til að fara
með okkur upp að Mývatni og reyndist
ágætur leiðsögumaður, vissi hvar skárst
var að fara, þegar brautin hætti og þekti
örnefni öll.
Var nú haldið alla leið að Skútustöðum
og þótti ferðafólkinu fjallasýnin fögur við
Mývatn, og gott að heimsækja sra Her-
mann Hjartarson. Prestssetrið og kirkjan
eru í góðu lagi, en einkum tókum við eft-
ir hvað kirkjugaröurinn bar af mörgum
öðrum, steinsteypt, vönduð girðing á þrjá
vegu og á fjórðu hlið prýðilega hlaðinn
grjótgarður.
Frá Mývatni var farið beina leið til
Húsavíkur, og hvergi komið við, nema á
hlaðið á Grenjaðarstað, en hittum þar eng-
an. Frjettum seinna að prestshjónin hefðu
ekki verið heima, og- einhverjum, sem
heima var hefði orðið svo hverft við er
bifreiðin bljes á hlaðinu, að ekki hefði
virst ráðlegt að ganga til dyra.
Á Húsavík tók Stefán kaupmaður Guð-
johnsen móti oss með venjulegri rausn.
Kristniboðinn flutti erindi i kirkjunni um
kvöldið og á eftir sátum við og prestshjón-
in á Húsavík fram á nótt hjá Guðjohnsen,
uns ljósin sáust frá Nóvu. Var þá farið
um borð og kvaddi jeg »fjölskylduna frá
Japan« kl. 2 um nóttina um borð í Nóvu.
Hjelt hún áleiðis til Noregs, en við Lára
fórum daginn eftir til Akureyrar með bif-
reiðinni og þaðan sjóveg heim. Vorum 11
daga í ferðinni og þar af 9 í bifreið.
Veður var hið besta alla leiðina og bif-
reiðarstjórinn, Pjetur frá Syðsta-Vatni í
Skagafirði hinn öruggasti, þótt ókunnugur
væri austan Vaðlaheiðar. Var verulega
ánægjulegt að kynnast og kynna þau Thor-
lákssons hjónin og börn þeirra. Ilverjum
þeim, sem kyntist þeim, varð jafnframt
vel til þeirra, og sjálfum þótti þeim förin
harla ánægjuleg. Að vísu hefði jeg kosið
að þau hefðu getað víðar við komið, en
áætlunin leyfði; við komum t. d. á heimleið
frá Húsavík á tvo bæi, Laxamýri og
Knarrarberg', þar sem bæði gestrisni og
umgengni öll var á þann veg, að langferða-
fólki verður minnisstæð til ánægjuauka.
Annars mætti okkur á hverjum deg'i ást-
úð og mjer liggur við að segja hugvitssöm
gestrisni. Hjer eru þrjú dæmi:
1. Það barst í tal á prestssetri að þar
væri æðarvarp. Frú Thorláksson spyrst
fyrir um hvort hún geti fengið keypt 2 kg'.
af dún. Það er ekki til hreinsað nema eitt
kg., og prestskonan gefur henni það, —
»borgun má ekki nefna«.
2. Við erum að fara úr kaupstað að