Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.10.1931, Side 10

Bjarmi - 01.10.1931, Side 10
154 BJARMI lendum höfnum, og á þar myndarlegar sió- mannakirkjur. »Gústaf-Adólfs kirkjurnar« í Hamborg og Liverpool eru t. d. vegleg stórhýsi. Hátíóaritió er prýtt fjölmörgum mynd- um, er vel ritaó af ýmsum leiótogum trú- boósins sænska og er hrein gullnáma fyrir hvern þann, sem kynnast vill sjálfboða- starfi Svía aó trúmálum síóan um 1850. Eru þar fjölmargar æfisögur þeirra manna, sem mest bar á bæói vió heima- trúboó og erlent trúboó á liónum árum. •— En ræóurnar sýna, aó enn á þessi fjelags- skapur marga góóa menn, presta og leik- menn, sem trúaröruggir halda merki Krists hátt á lofti. — Jeg trúi ekki öðru en aó flestum prestum vorum mundi þykja þessar bækur ágætar til fróðleiks og le’ó- beiningar um flest sjálfboóastarf í' söfn- uóunum, og sæu þá hvílíkur geysimunur er á aó vera prestur þar sem slíkt starf þykir sjálfsagt eóa þar sem það er öllum ókunnugt. 3. Frcln kraft till kraft er hugvekju- safn eftir ýmsa góða kennimenn, aóallega sænska. Rinman rektor hefir valió hug- vekjurnar, en sjálfur er hann talinn með vinsælustu kristilegu höfundum Svía nú. Bókin kostar í bandi 3,50 kr. Frá Lohses forlagi í Khöfn hafa komið: Ungclomsliv eftir Olf. Ricard á 2,50 kr. Það er 34. útgáfan á 26 árum og búið að prenta 113 þúsund eintök af bókinni. Betri sönnun er varla unt að fá fyrir vinsældum þessarar unglingabókar, er jafnframt sýna að unga fólkið í Danmörku er ekki hætt að lesa kristilegar bækur. Sennilega hefir engin dönsk bók náð annari eins út- breiðslu á þessari öld. Min Tillid til Bibelen, eftir Götzsche biskup í Viborg, er ágæt bók og íhugun- arveró á vorum tímum, þegar alt traust á ritningunni er í svo miklum molum hjá fjölda manna. Herrens Bön, Minder fra Konfirmand- timer, eftir sr. S. B. Helms, og Alt for intet, ved Matthiesen, eru lítil kver og góó, einkum ætluð trúmála starfsmönnum. Hitstjóri Xorðurjóssins er óþarflega deilugjarn. Hann skrifar harða ádeilugrein gegn bók Pjeturs Sigurðssonar, »Takið steininn burt«, sem Bjarmi hefir ekki taliö ástœðu til að nefna, bæði af því að sú bók er bersýnilega skrifuð um alt annaö trúmálaástand en hjerlendis rikir, og af hinu, að Bjarmi vildi ekki leggja að fyrra bragði stein i götu áhugamanns, sem efla vill kristna trú vor á meðal, enda þótt nokkur þoka kunni enn að vera á vegum hans, og hann færi að gefa þessa bók út á íslandi, sem skrifuð er yfir í Vestur- heimi um það bil, sem höf. var mest að hugsa um brottför sina frá Aðventistum þar — og á ef til vill erindi þar, en ekki hjer. Mjer virðist og Klemens Guðmundsson bóndi í Bólslaðahlíð, »eini kvekari íslands«, eiga frem- ur skilið hlýleg orð fyrir fórnfúsan áhuga, að fara bæ frá bæ vikum saman á hverjum vetri og boða Krist, en aðfinningar fyrir sjerskoðanir kvekara. Góður lúterskur Húnvetningur hefir tjáð mjer, að þess verði ekki vart að fólk aðhyllist þessar skoðanir, en trúaralvara hans og Krists boðun vekji víða talsverða umhugsun, — og sú umhugsun getur verið byrjun að tileinkun ]>ess, sem best er I allri kristinni trú. Jeg held að vjer sjeúrn ekki svo efnaðir í and- legum málum, að vjer megum við því að varpa steinum í götur þeirra, sem langar til að efla ríki Krists, enda þótt oss sýnist þeir »sjervitrir« að einhverju leyti, og það er óþarfi útlending að setjast þar á háan hest. Pess vegna finst mjer einnig óþarfi hjá Norð- urljósinu að láta, sem Bjarmi muni að því kom- inn að verða andvígur barnaskírn, enda þótt rit- stjóri Norðurljóssins hafi rekist á ræðukafla eft- ir mig um afturhvarf og endurfæðingu, sem hann er sammála. Jeg vona að þeir »kaflar« sjeu æði- margir i Bjarma fyr og síðar, og jeg veit ekki um nein skoðanaskifti hjá mjer í þvi efni síð- ustu 30 árin. Þrátt fyrir alt og alt tekur margt trúhneigl fólk á landi voru talsvert tillit til þess, sem Bjarmi segir um trúmál, og það kann að vera hægra að fá eitthvert nývaknað en leiðbeiningar- snautt fólk til að taka endurskirn, ef þvi er tal- in trú um »að nú sje ritstjóri Bjarma farinn að verða fráhverfur barnaskírn«; en það væri ekki drengilegt, ef nokkur skrökvaði þvi gegn betri vitund. S. A. Gíslnson.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.