Bjarmi - 01.11.1932, Qupperneq 3
BJARMI
163
síðar, að þú munt leiddur verða fram f.vr-
ir auglit hans, sem mun koma til að dæma
lifendur og dauða, og þú skalt lúka reikn-
ingi fyrir syndir og- yfirtroðslur heillai'
æfi. Átt þú nokkurn þann vin að, er geti
flutt mál þitt fyrir Guði og forðað þjer
frá þeirri hræðilegu hegningu, sem þú
vissulega hefir til unnið?
■ »Hvað nema Jesú blessað blóð
fær búié hjarta frið,
og gefiö sekum von um vægð
og veitt í dómi grið?«
Takið því. sinnaskiftum og leitið athvarfs
hjá Jesú, sem Guð sendi sakir kærlika
síns til að vera friðþæging- fyrir syndirn-
ar! —
Postulum efasemdarstefnanna verður
tíðrætt um kærleika Guðs. En meginhluti
þeirrar orðræðu er innhalds- og áhrifa-
laus, eins og sjá má t. d. í Prestahugvekj-
unum nýju. Pær þegja nefnilega um þau
verk, þær sögulegu staðreyndir, sem fyrst
og fremst opinbera okkur kærleika Guðs,
það að Jesús tók að sjer að flytja mál mitt
fyrir Guði, eftir að .hann hafði friðþægt
með sínu eig'in blóði fyrir syndirnar, er
hann reis upp frá dauðum og settist til
hægri handar föðurnum.
Ótal skáld hafa sungið móðurkærleikan-
um lof, og honum er lýst átakanlega í
fjölda skáldrita. Pó finst mjer alt það
»hljómandi hálmur og hvellandi bjalla«
í samanburði við minningarnar, sem jeg
á um mína eigin móður, af því að þær
byggjast á reynslu-þekkingu og eru allar
bundnar við lifandi og áþreifanlegar stað-
reyndir, en ekki orðalýsingu eina.
Hvað gagnar syndum spiltum mönnum
að heyra talað um kærleika Guðs, sje
þagað yfir því sem Guð hefir gert. þeim
til frelsunar? Er ekki grátbroslegt að þeir,
sem eru að segja hrösuðum og bágstödd-
um börnum frá kærleika föðursins himn-
eska, skuli þegja um hjálpræðisverkið
sjálft, um það sem hann hefir gert, til að
hjálpa þeim út úr ógöngunum!
Kærleikurivn er framtakssamur. Jeg
veit um konu, sem tók barnið sitt með
berum höndum upp úr sjóðandi potti, og
skaðbrendi sig. Jeg þekki kristniboða,
sem hljóp’ fram fyrir byssukjafta kommún-
ista,, er þeir voru í þann veginn að skjóta
einn kínverskra samverkamanna hans.
»En í því birtist kærleikur Guðs, að hann
eigi þyrmdi sínum eigin syni, heldur fram-
seldi hann fyrir oss alla, og ljet hegning-
una og misgjörð vor allra koma niður á
honum.«
Veitið kærleika Guðs móttöku og látið
sættast við hann!
Ólafn.r Ölafsson, kristniboði.
Sóknarnefndafundur
í Reykjavík 17.—19. október 1932.
Hann hófst með fjölsóttri guðsþjónustu
í fríkirkjunni, var sra Garðar Porsteins-
son fyrir altari,. en sra Eiríkur Brynjólfs-
on flutti stólræðu. (Texti Jóh. 16, 27.)
Fundahöldin sjálf fóru fram í húsi K.F.
U.M. Umræðuefni voru: Trúmálahorfur
(frummælandi S. Á. Gíslason). Starfið
meðal sjómanna (Jóh. Sigurðsson), Helgi-
dagamálið (sra Ingimar Jónsson), Kristni-
boð (sra Sigurður Þorsteinsson), Kristni-
dómsfræðslan (Freysteinn Gunnarsson,
skólastjóri. Morgunbænir þann 18. og 19.
önnuðust Steingrímur Benediktsson og sra
Sigurður Þorsteinsson, og um altarisgöng-
ur talaði sra. Bjarni Jónsson, áður en
fundarmenn gengu til altaris hjá sra Árna
Sigurðssyni.
Erindi voru flutt í fríkirkjunni bæði
kvöldin; dómkirkjuna var ekki unt að
nota vegna nýmálaðra sæta. Sra Sigurður
Þorsteinsson talaði fyrra kvöldið og sagði
frá kristilegu æskulýðsstarfi í Noregi,