Bjarmi - 01.11.1932, Side 7
BJARMI
167
ÞRIÐJUD. 3. JAN.
Almenna kirkjan.
Þökkum Drottni sigur kirkjui heilagra
á haaðum, óteljandi hólpna lærisveina allra
alda, sigrihrósandi skarann, framtíðar-
systkini allra lærisveina Krists á jörðu.
Þökkum honum kærleika og sameiningu
andans hjá sannkristnum meðlimum
ýmsra kirkna, trúmensku þeirra við meg-
inatriðin og skilning á blessun samvinnu
trúaðra manna. Vjer játum auðmjúkir,
að mikið vantar enn til þess, að kristin
kirkja alment sje brúður, samboðin
Drottni sínum. Lausnargjaldið,, blóð frels-
arans, er víða lítilsvirt. Efasýki og hirðu-
leysi hafa víða tafið framkvæmdir og trú-
arjátning köld orð.
Vjer biðjum um endurlífgunartíma, svo
að brúður Krists verði viðbúin, er Hann
kemur aftur til jarðar vorrar.
Post. 1, 1—14.; Efes. 2.; Op. 1.
MIÐVIKUD. 4. JAN.
Þjóðir og þjóðarstjómir.
Vjer þökkum, að ófriðarhættu var bægt
frá nýliðin ár og að víða um heim efl-
ist friðarþrá, hjá háum og lágum. Vjer
lofum Guð fyrir, að starf ríkis hans held-
ur áfram, þrátt fyrir vonda stjórn sumra
landa, og að nú endurómar á jörðu him-
inhæða-söngurinn: »Nú er komið hjálp-
ræðið og mátturinn og ríkið Guðs og veldi
Krists.«
Vjer játum, að saman við ættjarðarást
vora hefir blandast hroki, öfund, eigin-
girni og hefnigirni, að vjer liöfum verið
of afskiftalitlir um þjóðarmein- og lesti,
og ekki gætt þess sem skyldi, að lögmál
Guðs á að vera lögmál þjóðanna, jafnt og
einstaklinga, og að allra þjóða menn eru
af sama stofni, þótt þeir, að ráðstöfun
Guðs, byggi ólík lönd.
Vjer biðjum um, að Ishmael lifi Drottni,
að Etiópía rjetti .honum bænarhendur, að
frelsingjar Krists komi frá Sinin, að
Egyptar verði útvalinn lýður hans, að
fjarlægar eyjar sýni dýrð Guðs og allir
útjaðrar veraldar komist í ríki Drottins.
FIMTUD. 5. JAN.
Kristniboð.
Vjer þökkum, að skarar helgaðra manna
og kvenna hafa heyrt raust þína og helg-
að þjer allt sitt líf og trúboð. Fyrir fórn-
fýsi og trúmensku í mörgum gömlum söfn-
uðum og vakandi áhuga unga fólksins víða
um heim á kristniboði. Fyrir sívaxandi á-
hrif þess í ókristnum löndum.
Vjer játum að fyrirbænir vorar voru oft
litlar, samúð of lítil með mannraunum
kristniboðanna og ábyrgðartilfinning sljóf.
Vjer biðjum fyrir þeim hjeruðum og
kynflokkum, sem enn eiga enga kristni-
boða, og fyrir öllum krinsniboðsfjelögum,
að þau vaxi að visku og þreki, trú og kær-
leika, -— og að kristniboðum veitist ríku-
leg blessun, og að söfnuðir. kristniboðs-
landa þroskist í allri náð og helgun.
Jes, 42, 1—12,;. Matt. 10, 1—23.; Lúk.
24, 36—53.; Jóh. 12„ 20—36.
FÖSTUD. 6.. JAN.
Heimili og skólar.
Vjer þökkum fyrir kristin heimili —
móðurást, föðurumhyggjui og barna-þakk-
læti; fyrir allt fórnfúst heimilisstarf og
vináttu, fyrir hugrekki og drenglyndi
æskumanna, og' ótta Drottins,, sem er upp-
haf viskunnar.
Vjer játum, að heimilis-guðrækni hefir
víða hnignað, virðing þverrað gagnvart
foreldrum og einingarandi dvínað.
Vjer biðjum,, að Drottinn snúi hjört-
um feðra að börnunum, og- barna að for-
eldrum, og að samlyndi og skilningur teng'i
saman kynslóðirnar, sem fara og koma,
að skólafólk missi ekki barnatrú sína og'
æskuhreinleika og allir leiðtogar þess gæti
vel ábyrgðar sinnar gagnvart Guði.
II. Mós. 12, 18—28.; V. Mós. 8, 1—15.;
Prjed. 11.; I. Pjet. 5.