Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1932, Page 12

Bjarmi - 01.11.1932, Page 12
172 BJARMl legum fræðum, sem falið er bestu og reyndustu kennurunum, auk þess meö kristilegum erindum,, samkomum og fje- lagslífi. Skólar þessir, sem er,u gjöf trúaðra manna til æskunnar, hafa reynst öflug- asta, starfstækið til að leiða æskuna til Krists. Hver skóli mótar nemendur sína að meira eða minna leyti, og þá ekki hvað minst lýðháskólarnir og hinir kristilegu æskulýðsskólar. Kennari einn í Troms bendir á, að þeir, sem frá lýðháskólunum komi, sjeu yfirleitt mjög þjóðræknir, en trúarstefna þeirra nokkuð losaraleg og stundum efasjúk, Þeir sem verið hafi á æskulýðsskólunum sjeu einnig þjóðra-íkn- ir, en jafnframt ákveðnir kristindóms- vinir. Mun þetta rjett vera og sanna þau orð Hognestads biskups, að þessar menta- stofnanir »hafi veitt sterkum straum lif- andi og starfandi kristindóms inn í norsku skólana.« Frá öndverðu hafa kristilegu skólarnir verið meginþáttur í starfi kirkj- unnar. Þetta sjá kristniboðarnir og færa sjer það í nyt, í starfinu mikla, að kristna allar þjóðir, og síst mætti það gleymast í kristnu löndunum. Að endingu vil jeg minnast á elstu og stærstu æskulýðshreyfinguna í Noregi, en það er K.F.U.M. og K. Eru, þau fjelög nú í hálfrar aldar gömlu landssambandi, sem telur 570 fjelög, með 50 þúsund meðlim- um. Þar hafa á síðustu árum orðið straum- hvörf til einlægara og ákveðnara trúar- lífs og fórnfúsra starfa að hugsjóninni, sem blindi fulltrúinn þeirra orðar þann- ig í kjarnyrtum sálmi: »Dei unge i Noreg má vinnast for Gud, den uppgava heleg oss helsar,« Fjelagslögin hafa fengið ' á- kvæði um„ að stjórn skipi ekki nema trú- aðir menn, en ekki var þetta gjört af þröngsýni, heldur af hinu, að það var far- ið að koma átakanlega í ljós, að fjelögun- um var það lífsskilyrði, að þeir, sem for- ustuna hefðu, væru sjálfir höndlaðir af Kristi og vildu leiða aðra til hans. Það, sem víða hamlar, er skortu.r góðra æsku- lýðsleiðtoga, sem eru á undan samtíð sinni og geta undirbúið ókomna tíma. Sumstað- ar hafa áhugasamir trúmenn í ýmsum ó- líkum stöðum, með margbreytta lífsreynslu og mismunandi áhugamál tekið höndum saman til fórnfúsra starfa fyrir Krist og æskuna og hafið alhliða K. F. U. M. starf- semi. Og þetta hefir alstaðar orðið til heilla og blessunar, þegar orðið og bænin hafa fengið að vera þungamiðjan í starf- inui. — K. F. U, M. hefir síðustu árin tekið upp nýbreytni, sem vakið hefir almenna eftirtekt og fögnuð, en það eru leiðangrar með æskulýðsbátunum »Brandi I.« og »Brandi II.« Noregur er, eins og kunnugt er, langur mjög, og bæði vogskorinn og eyjóttur. Er þar seinfarið, ef sæta á skipaferðum og elta hverja vík og ey. Þetta fundu KFUM fulltrúarnir,, sem alt af voru að ferðast og tveim þeirra hugkvæmdist að samband- ið þyrfti að eiga strandferðaskip sjálft, Og skipið kom og heldur tvö en eitt. Eru það mótorskip, hið stærra 40 tonn, hefir 9 mílna hraða og mundi kosta um 30000 kr.„ en þau eru að mestu leyti gefin, og þó vel vönduð. Skip þessi fara í þrennskonar leiðangra. Er fyrst að nefna prédikunarferðir. Á ferðum þessum heimsækja fulltrúarnir ystu hafseyjar og instu, fjarðarbotna, og eru þá sumstaðar sjaldsjeðir gestir, svo að fólk kemur langar leiðir á sjó og landi til að sækja samkomur þeirra, og er þeim mjög þakklátt. - Þá eru, skemtiferðir. Er þá, farið með ströndum, frá 58. -71. breiddargráðu, Minni báturinn hefir far- ið alla leið til Svíþjóðar, Danmerkur og Þýskalands,, og er þá varla annars að vænta, en að sá stærri leggi í víkingaferð til íslands og líklega best, að vera við öllu búinn. Stundum er farið með drengi úr borgunum í þessar skemtiferðir, og læra þeir þá ýmislegt smávegis, sem að

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.