Bjarmi - 01.11.1932, Blaðsíða 14
174
BJARMI
Kvöld eftir kvöld komu ýmsir nemend-
ur skólans k samkomurnar í bænahús-
inu, og þar á meðal Sig'ríður. Og svo var
f^að eitt kvöldið, að hún kraup á knje
til bæna — í fyrsta sinn. Ákvörðunin
var gerð. Hún vildi verða sannkristin og
taka afleiðingum þess. Og Guð, sem læt-
ur Ijós sitt skína í myrkrinu, hann ljet
það skína inn í hjarta hennar. Hún sá
og viðurkendi synd. sína; en hún sá líka
náð Guðs.
Hún var þá 17 ára,
Þegar hún kom heim af samkomunni
um kvöldið, þá sat faðir hennar og var
að lesa í dagblöðunum. Hún gengur til
hans, leggur hendur um háls honum og
segir: »Pabbi minn, nú er jeg frelsuð.«
Ilann lítur upp úr blaðinu. »Hvað ertu
að segja, barn? Ert þú nú líka farin að
gefa þig að trúarvinglinu þarna í bæna-
húsinu? Jeg segi þjer það satt, að ef þú
ekki hættir því, þá vil jeg ekki hafa þig
hjer á heimilinu, þú verður þá að fara
í burtu. Nú geturðu valið um.«
Þetta var þungt áfall fyrir Sigríði. Hún
hafði ekki búist við þessu. En hún þekti
föður sinn að því, að þegar hann sagði
eitthvað, þá stóð hann við það.
Að yfirgéfa Jesú, — nei, það vildi hún
ekki; hún kaus þá heldur að fylgja hon-
um og taka því, sem að höndum bæri.
Daginn eftir stendur unglingsstúlka
niðri á bryggju, með tvær krónur í vas-
anum og ferðaskrínu í hendinni.^
Það er Sigríður, Hún ætlar til höfuó-
staðarins, að útvega sjer vist. Hún fjekk
ekki varist gráti, þegar skipið seig frá
landi; en þó fann hún til kyrláta, frið-
arins í hjarta sínu. Hún bað til Guðs;
og orðin; »Sá sem elskar föður og móð-
ur meira en mig,« urðu henni til hug-
hreystingar.
Svo var það nokkru seinna, að brjef
kom frá Sigríði. Foreldrar hennar lásu
það í sameiningu. Þeim fanst það undar-
legt, að það var ekkert í brjefinu er bæri
þess vott, að dóttir þeirra væri með
nokkra trúar-draumóra. Hún skrifaði
bara um algenga hluti.
Tíminn leið. Enn kom brjef frá Sig'-
ríði. Og enn skrifaði hún aðeins um al-
'genga hluti: um höfuðstaðinn, vistina,
sem hún hafði fengið o. s, frv.; en á spáss-
íuna hafði hún skrifað þessi orð: »Pabbi
og mamma, það er gott að vera frelsuðk
Þetta vakti undarlegar og óvenjulegar
hugsanir í hjörtum foreldranna.
Það var komið undir jól. Snjórinn heiir
lagt sinn hvíta feld á jörðina; alt er í
vetrargervi.
Móðir Sigríðar situr grátandi frammi
í eldhúsi. En inni situr faðir hennar í
þungum hugsunum. Það var enn komið
brjef frá Sigríði. Og enn sem fyr var það
um algeng efni. En á spássíuna hafði
hún ski'ifað: »Ánægjulegt væri að vera
heima um jólin og að þið væruð f.relsuð,«
Það er viku fyrir jól. Beinvaxinn en
nokkuð feitlaginn maður gengur fram og
aftur um bryggjuna og er að bíða eftir
strandferðaskipinu. Það er faðir Sigríðar.
Þau hafa skrifað henni og boðið henni
heim um jólin. Og nú er hann þarna á
verði og væntir hennar.
Þegar skipið leggur að bryggjunni, er
Sigríður með þeim fyrstu í land. Ilún
gengur rakleitt til föður síns: »Þökk,
pabbi —,« meira gat hún ekki sagt.
Á jólanótt er öll fjölskyldan saman kom-
in. »Eigum við ekki að lesa jólaguðspjall-
ið?« segir húsbóndinn, þegar allir eru
sestir umhverfis jólaborðið. Og' svo las
hann jólaguðspjallið og síðan gengu þau
kringum jólatrjeið og sungu:
»Frelsarinn er fœddur«....
Mörg ár eru nú liðin síðan þetta gerð-
ist. Sigríður hefir hlotið sitt ákveðna starf