Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1932, Page 15

Bjarmi - 01.11.1932, Page 15
B J ARMI 175 í Guðs ríki, og faðir hennar sitt ákveðna sæti á einum insta bekknum í bæna- húsinu, Hann er orðinn sannkristinn — en enginn draumóramaður. A. Jóh. Um kristindómsfræðsluna. Freysteinn Gunnarsson. Agrip af érindi hr. Freysteins Gunnarssonar forstöðumanns Kenn- araskólans flutt á sóknarnefndafundi í Reykjavík 19. okt. ]>. á. Hann hafði ekki skrifað erindið, en ritstjóri Bjarma ritaði þetta ágrip sern hr. Fr. Gunnarsson hefir síðar lesið og samþykt. Ræðumaður kvaðst sjerstaklega a:tla að vekja eftirtekt á ýmsum aðalspurningum þessa máls, og væri þá fyrsta spurningin þessi: Á að kenna kristin fræði í skólunum eða ekki? — Sú spurning er þegar vökn- uð og skoðanir skiftar um svörin. Vænt- anlega játa flestir þessari spurningu og' ætlast til að kristindómsfræðslunni verði haldið áfram, svipað og verið hefir. Aðr- ir vilja afnema hana með öllu, er það öll- um kunnugt, og hollast fyrir vini krist- indómsins að hafa gát á þeim röddum í tíma. Enn aðrir vilja auka hana,, fjölga kenslustundum hennar í barnaskólum og koma henni á í unglingaskólum og æðri skólum, þar sem hún er nú ýmist engin eða lítil. Undanfarið hefir verið stefnan hjá ráð- andi mönnum kenslumála, að draga úr þessari kenslu. 1 æðri skólum hefir hún ýmist verið feld niður eða minkuð að stór- um mun, og í nýstofnuðum unglingaskól- um er hún engin. Er það alveg- ólíkt því, sem á sjer stað í alveg hliðstæðum ung- lingaskóluan og lýðháskólum nágranna- þjóða vorra, Pví að þar er lang oftast, bæði í ríkisskólum og einkaskólum, lögð hin mesta alúð við kristindómskensluna, og alment talið, að með því. veiti lýðskól- arnir unglingunum besta veganestið. — En þegár allar aðstæður eru íhugaðar, mun það vera álitamál,, hvort ráðlegt væri að æskja þess, að kristindómsfræðsla væri tekin á námsskrá unglingaskóla vorra. Væru úrvalskennarar fáanlegir til að taka hana að sjer, væri það vafalaust æski- legt, en annars ekki. En sje svo spurt: hvaða ráð eru best gegn því, að kristindómsfræðsla skólanna leggist alveg niður, eins og sumir vilja, - þá má svara því svo: Besta ráðið er, að vanda svo þá fræðslu, sem þar fer fram nú, að hún beri sýnilega góðan árangur, því að á meðan svo er, líður þjóðin ekki,) að hún leggist niður önnur aðalspurningin er þessi: Hvað á að kenna í kristnum frœðum? Verður þá að greina á milli hvort börn eða unglingar eiga hlut að máli. Það hefir oft verið syndgað gegn börn- unum með því, að flytja þeim allt ann- að en »|barnafæðu«, svo sem strembna trúfræði og þungt, sögulegt efni. Sömu- leiðis er mjög óheppilegt, að ætla börn- um eins mikinn utanbókarlærdóm og áð- ur var algengt. Heppilegasta námsefnið fyrir börn, eru frásögur guðspjallanna um Krist, og best að’ ætla þeim ekki annan utanbókarlær- dóm í kristnum fræðum, en orð hans og úrvalssálma. Hefir góður kennari þá mik- ið og' göfugt verkefni. Þroskaðri nemendum,, t. d, á unglinga- skólum, má kenna lítinn útdrátt úr Gamla testam. og stutta kirkjusögu, en varast skyldi jafnan að þreyta nemendurna með of þungu námi. Þriðja spurningin e.r: Hverjir eiga að kenna kristin fræði? Þar eru 3 aðilar, heimilin, barnakenn- ararnir og prestarnir. En þar sem meiri vandi er að kenna kristin fræði en nokkra aðra námsgrein, er síst að furða, þó oft

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.