Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1932, Page 16

Bjarmi - 01.11.1932, Page 16
176 BJARMI sje spurt: Eru þessir aðilar færir um það verk? Við kenslu annara námsgreina. er fyrst og fremst spurt um fræðilegan árangur, en þegar kristinfræði eiga hlut að máli, verður fyrst að spyrja um menningar- gildið, eða, hvort kenslan og námið göfgi og þroski nemendurna,, svo að þeir verði betri menn en ella mundi. Hlutverk heimilanna eða foreldranna er það, að undirbúa svo hugarfar barn- anna, að þau sjeu móttækileg fyrir göfg- andi áhrif kristindómskenslu skólanna. Að sjálfsögðu eru heimilin misjafnlega fær til þess, en hlutverk presta er, að hafa góð áhrif á heimilin í því efni, hjálpa og leiðbeina foreldrum, til að vekja og leiðbeina trúarþörf barnanna. En hvernig eru svo kennarar vorir til þess búnir, að hafa þessa kenslu á hendi? Undirbúningurinn getur verið, og er yfir- leitt, góður, það sem hann nær. En hann þyrfti að vera meiri. Kristin fræði eru ekki nema örlítið brot af því mikla náms- efni, sem þeim er ætlað. Er því vorkunn- armál, þótt mörgum kennurum reynist erfitt að kenna þau, Og' auk þess ekki við öðru að búast, en kennarar, eins og aðrir, hafi margbreyttar trúarskoðanir. En öllum mun ljóst, að það er hverjum manni ofvaxið að kenna vel kristin fræði, ef hann er þeim sjálfur ósamþykkur í verulegum atriðum. Það er ekkert álas, þótt minst sje á, að ýmsa kennara skortir bæði vilja og getu til að kenna kristin fræði, og aðr- ir hafi viljann til þess„ en litla getu, enda er þriðji hópurinn fjölmennur, sem eiga bæði viljá og getu í þessum efnum. Þar sem margir kennarar eru við sama skólann,, er sjálfsagt að fela þeim kenn- urum þessa kenslu, sem fúsastir og fær- astir eru til að hafa hana á hendi, og þurfa þá engin vandræði að stafa af því, þótt sumir hinna vilji losast við hana. Hitt er erfiðara úr að leysa, þar sem kennarinn er einsamall eða 2 saman og báðum er óljúft að kenna kristin fræði. Það er engum greiði, að neyða þá til að kenna þau, og betra jafnvel að eng- in kristindómskensla færi fram við þann skóla. Prestarnir voru áður forvígismenn um alla fræðslu, en þegar barnakennararnir komu, sleptu prestarnir meiru í þeirra hendur, en þeir máttu og holt var. Prest- arnir hefðu eftir sém áður átt að hafa kristindómskensluna á hend.i, og ættu eiginlega að taka við henni aftur, þar sem því verður við komið. Jeg býst ekki við öðru, en að kennarastjettin mundi yfir- leitt fagna því og telja það eðlilegt í kristnu landi, að prestar teldu sjer skylt, að hafa aðalumsjón með andlegri heil- brigði barnanna,, svipað og læknar hafa umsjón með líkamlegri heilbrigði þeirra. Full samvinna í þessum efnum þarf að komast á, milli presta og kennara, Væri þá æskilegt, að kennarar og prestar ættu við og við sameiginlega fundi, til að ræða um þessa kenslu. Kennaraþing og sýnó- dus eru oft um svipað leyti, og ætti þá vel við, að t. d. einum degi væri varið til sameiginlegs fundar. Ennfremur eru prestafjelög til úti um land, sem auðveld- lega mundu geta náð til kennara á sam- eiginlega fundi. Þeir samfundir gætu orð- ið báðum stjettum að liði á ýmsan hátt, og meðal annars stuðla að því, að bróður- legt samkomulag næðist um, að prestar tækju að sjer kristindómskenslu, þar sem ekki er völ á barnakennurum, sem sjer- stakan áhuga hefðu á þeirri kenslu. Vera má, að annríki presta sje sumstaðar svo mikið, að þeim sje ókleift að bæta þessu starfi við sig. Þá er álitamál, hvort ekki væri rjettara að fjölga þar prestum. Hitt mun naumast álitamál,. m. k. hjá þeim, sem unna kristinni trú, að fátt af störf- um presta verður vinsælla og hollara, en g'óð kristindómskensla, Þess ber þó að gæta, að með þessu er ekki gert ráð fyr-

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.