Bjarmi - 01.11.1932, Page 25
BJARMI
185
Frh. frá bls. 168.
arg'jaldið fyrir þá. Fari nú svo ólíklega
að blaðið hljóti að hætta alveg, verður
þeim endurgreitt, sem borgað hafa árið
1933 fyrirfram, svo að áhættan er þar
engin.
Framtiðin er í hendi Drottins. Hann sjer
ráð og veit hvað hentar best. Hann blessi
yður komandi ár og umbuni yður alla
trygð við málefni hans.
Signrbjörn Á. Gíslason.
Jól.
Guð oss veiti góðan dag
og gleðilega hatíð;
fagni mannkyn frelsishag,
friðarmerkin sjá blið.
Hvað skal jeg nú hitta á,
helga hók nœr opna?
Orðið »sverð«, sem andinn brá,
allra bitrast vopna.
Lögmáls-vopna lemstur sár
lífið færa hel í,
sálar græðir sviða-fár
salvið »evangeli«.
Tökum nú jólum með trúuðu og þakklátu hjarta,
til vor því komið er Guðsríkis-sólskinið bjarta,
Guðs dýrðar ljós,
Guðs barna lifandi hrós
upplýsir sorgar-húm svarta, J. J.
Hvaðanæva.
Kristnlboð Svía er miklum mun öílugra en
annara Norðurlanda. 15 »landsfjelög« í Svíþjóð
reka kristniboð í 30 ókristnum landshlutum, og
auk þess eru margir sænskir trúboðar starfs-
menn erlendra fjelaga. — en þeirra starf er
ekki talið hjer á eftir:
Við síðustu áramót voru sænskir kristniboðai
788 (264 prestvigðir), þarlendir starfsmenn á
vegum fjelaganna voru 3271 (227 prestvígðir),
aðalstöðvar voru 188, aukastöðvar alls 2564,
söfojuðir 353, og safnaðarfólk, ko'mið yfir ferm-
ingaraldur, 60 617; skírðir voru árið 1931: 6 975.
1326 biblíur, 3020 Nýjatestamenti og 265 915
einstök biblíurit voru seld eða gefin á árinu.
522 kristileg rit voru gefin út á málum ókrist-
inna þjóða, 228 507 eintök þeirra seldust.
Skólastarfið er stórvaxið. Sunnudagaskólar eru
636, með 23 842 börnum, 890 almennir barna-
skólar, með 35 322 börnum, 21 iðnaðarskóli, 9
kennara- og prjedikunarskólar, 4 guðfræðisskól-
ar, barnaheimili með skólum 68, börn þar 2 789.
Öll kristniboðsfjelög verða að sinna lækninga-
og líknarstörfum, engu síður en skólahaldi.
Sænsku fjelögin sjá um 24 sjúkrahús, 78 lækn-
ingastofur og 2 hæli. Sjúklingar sjúkrahúsanna
voru liðið ár 9 509, en 206 992 læknisvitjanir
komu á lækningastofurnar. Skurðlækningar voru
6178. Árstekjur fjelaganna voru 4 269 032 kr.
heima fyrir, en 617160 úti í kristniboðslönd-
unum.
Æskul.Tðsskólarnir i Noregi eru 13 beinlínis
á vegum heimatrúboðsins, og eru flestir full-
skipaðir I vetur, þrátt fyrir alla kreppu, og
hafa sumir þeirra orðið að vísa um 30 frá, af
plássleysi. »Sörlandets Kristel.. ungdomsskule« er
fjölsóttastur, námsfólkið 140 i vetur. Alls eru
um 1070 nemendur á þessum 13 skólum.
II. Ussing, stifstsprófastur I Höfn, átti ný-
lega 50 ára prestsskaparafmæli. Sr. Fibiger skrif-
aði þá meðal annars: Maður fór til Noregs í
sumar, tók þátt í Kristniboðsþingi Norðurlanda
í Oslo, prjedikaði í »Vor Frelsers Kirke«, flutti
erindi á þinginu um endurkomu Krists, »besta
erindið á þvi þingi,« skrifaði Nils Dahlberg í
aðalblað heimatrúboðs Svía. Utan þings flutti
þessi sami maður erindi fyrir norska stúdenta,
fór svo heimleiðis að næturlagi og kom til
Hafnar kl. 9 árd. Kl. 10 samdægurs setti
hann sóknarprest inn í embætti, prjedikaði kl.
5 í kirkju sinni, tók fjölda manns til altaris.
Um kvöldið var hann í boði hjá fyrgreindum
sóknarpresti og gekk til hvílu eftir miðnætti.
»Hver er þessi óforsjáli ungi maður?« spyrja
líklega einhverjir. »Hanji verður ekki gamall
með þessu áframhaldi.« — En viti menn; »ungi
maðurinn« er orðinn 77 ára, og alt af síkátur
sístarfandi og síhljóðnæmur, þegar heilagur andi
kallar hann. Það er stiftpi’ófasturinn okkar, hann
Heni'y Ussing, dr. theol.«
Neyðln keimir. »Því meiri auðsæld, því minni
trúrækni,« segir reynslan. Og einkennilegt er
það, að meðan fjármagn streymdi fram og aft-
ur, þóttist fólkið, hátt og lágt, þui'fa lítið til