Bjarmi - 01.11.1932, Síða 26
186
B J ARMI
Guðs að sækja. Allskonar trúarlegt ljettmeti
varð móðins. Þrestar hjeldu fyrirlestra um allt
og ekkert, en hættu að minnast á synd og náð.
Það var uppgangstími fyrir allt trúarlegt stefnu-
leysi og efahyggju.
Svo kom kreppan, alvaran, neyðin og kvíð-
inn. Þú fór fólkið að spyrja um hjálp frá hæð-
um, og gat ekki stuðst við ræðumennina, sem
allt af töluðu um framþróun og dygðir manna.
Það fór að spyrja eftir gömlu götunni um
Golgata og gömlu bókinni um frelsarann. Að-
sóknin þverraði að sölubúðum efahyggjunnar. »Vjer
viljum ekki aðra trúmálaleiðtoga, en þá, sem
trúa Guðs orði og hafa annað á boðstólum en
skjall og spurningarmerki,« sögðu börn krepp-
unnar.
Straumhvörf þessi eru ekki komin til íslands,
en stórblöð Bandaríkja og Þýskalands geta um
þau.
Flelri sýnisliorii. Af því að einhver hjelt, að
það mundu varla aðrir safnaðarfundir andmæla
prestafækkun, en nágrannasöfnuðir höfuðstaðar-
ins »fyrir áhrif sóknarnefndafundanna almennu«,
þá birtast nú samþyktir ýmsra safnaðarfunda, úr
fjarlægum hjeruðum, sem sendar hafa verið, eins
og fleiri, til sóknarn. dómkirkjunnar.
Á aðalsafnaðarfundi Hólssóknar i Bolungavík,
5. júni þ. á., var samþykt í einu hljóði (43 atkv.):
»Fundurinn lýsir sig- andvígan tilraun þeirri
til fækkunar prestakalla í landinu, sem fram
kemur i frumvarpi Vilmundar Jónssonar.«
Á safnaðarfundi I Valþjófsstaðasókn, N.-Múlas.,
14. ág. þ. á., var samþ. með 52 samhljóða atkv.:
»Safnaðarfundur í Valþjófsstaðasókn i Fljóts-
dal, 14. ág. 1932, lýsir undrun sinni og óánægju
yfir tillögu þeirri, sem samþykt var á síðasta
Alþingi, og mótmælir eindregið þeirri stefnu,
að draga úr prestsþjónustu og kristnihaldi í
landinu.«
1. þingm. N.-Múlas. (H. St.) greiddi þó at-
kvæði með prestafækkunartillögunni. Sama gjörði
þingm. Vestur-ísafjarðars. (Ásg. Ásg.). Þaðan
hefir þó borist frá safnaðarfundi 18. sept. s. 1.,
»samþykt í einu hljóði«:
»Safnaðarfundur Rafnseyrarsóknar skorar á
þing og stjórn að fækka ekki prestum þjóðkirkj-
unnar úr því sem, er, og gera ekkert það, er
lamað geti kristnihald þjóðkirkjunnar.«
Þá er og íhugunarvert þetta brjef (til ritstj.
Bjarma) norðan úr Skagafjarðarsýslu:
Háttvirti herra!
Hið heiðraða brjef sóknarnefndar dómkirkju-
safnaöarins, frá 28. mal s. 1., hefir sóknarnefnd
Hvammssóknar í Laxárdal tekið til athugun-
ar á safnaðarfundi, 7. ágúst s.' l.> og var mjer
undirrituðum þar falið að rita yður, og láta í
ljósi algjörð mótmæli gegn prestafækkun, frá
því sem nú er. Þvl söfnuðinumi dylst það ekki,
að hann mundi verða einn hinna fyrstu safn-
aða, er sviftir yrðu presti sínum, þar sem prestn-
kallið er lítið og liggur í útkjálkasveit. Og
ömurlegt þykir hinu eldra fólki til þess að
hugsa, ef svo færi.
En hins vegar lítur sóknarnefndin svo á, að
heppilegt ’værij að prestum í hinum smærri
prestaköllum væri gert að skyldu, að ann-
ast barnafræðslu að miklu eða öllu leyti og
mundi með því aukast hlýtt samstarf milli
prestsins og heimilanna, sem mundi hafa hínar
bestu afleiðingar.
Virðingarfylst
14. ágúst 1932.
f. h. safnaðar- og sóknarnefndar Hvammsóknar.
Slgurjón Jónasson
Skefilsstöðum
Barnaskírn — blessunuruppspretta. Kristin-
dómurinn er mín mesta gleði, sá kristindómur,
sem Jesús er hjartað í og það er mln héit-
asta ósk að fá að vitna um hann, sem elsk-
aði fyrir mig og dó fyrir mig og hefir tekið sjer
bústað í minu hjarta, sem fyllir mig óútsegjan-
legri gleði og sælu. Hve jeg er glaður að hafa
fundið þessa perlu. Og hve jeg er glaður að
vera sklrður. Skírnin er orðin rnjer endurfæð-
ingarlaug og jeg finn að jeg er skírður 1 Jesú
nafni, sem er nafn Föður, Sonar og Heilags
Anda (ein skírn). Hún er mjer fersk og ný á
hverjum morgni, og eins og fer vaxandi, já,
hún er mjer eins og sírennandi lind, sem kem-
ur frá uppsprettu lífsins Jesú Krists heilaga
krossi. Svo þó að nú allir komi og segi mjer
að skírn mín sé ekki gild; þá breytir það engu,
því jeg hefi fundið. Guði sje lofi.
Kr. Á. St.
Skálliolt. á aðalfundi prestafjelagsdeildarinn-
ar, »Hallgrímsdeild«, sem haldinn var í Stykkis-
hólmi 7. og 8. sept. s. 1. var meðal annars
rætt um áskorun prestafundar á Þingvöllum,
þar sem farið var fram á að ríkisstjörnin keypti
Skálholt.
.... Upplýstist þar, að hætta væri á að Skál-
holt mundi ganga kaupum og sölum framvegis
og jafnvel lenda í höndum erlendra manna eða
trúboðsfjelaga kaþólskra. Af kirkjulegum og
sögulegum ástæðum þótti fundarmönnum það