Bjarmi - 01.11.1932, Qupperneq 27
BJARMI
187
mjög illa farið, ef svo yrði. Var því á fundin-
um um það rætt, hvernig hægt yrði að koma
i veg fyrir þetta, en þar sem sýnt var að ekki
var að vænta stuðnings frá ríkisstjórninni í því
skyni, þótt sjálfsagður væri, þá leist fundar-
mönnum ekki önnur leið fær en sú að presta-
stjett landsins, með aðstoð kirkjulega sinnaðra
leikmanna, festi kaup á staðnum.
Fundurinn fól þeim sr. Eiríki á Hesti sr.
Ásgeir í Hvammi, Sr. Birni á Borg, sr. Jóni á
Prestsbakka og Sr. Sigurði i Stykkishólmi málið
til framkvæmda og hafa þeir sent prestum og
ýmsum fleiri áskorun til fjársöfnunar til að
kaupa Skálholt, svo að »þessi fornhelgi staður
geti orðið miðstöð íslenskrar prestastjettar og
kristilegrar menningar með þjóðinni.«
Þeir gera ráð fyrir að mm 70 prestar að
minsta kosti leggi fram fje í þessu skyni, 100
kr. á ari næstu 2 árin Kr. 14000. Sömu menn
greiði 50 kr. á ári i 8 ár, þar á eftir Kr. 28000.
Frá leikmönnum áætlað Kr. 10000. Samtals
Kr. 52000.
óneitanlega væri það prestastjettinni sómi,
ef þetta tækist og jörðinni yrði svo vel ráð-
stafað. — Reynslan sker úr.
Lína Síuidell, skáldkona (f 1903) var heilsu-
lítil á barnsaldri, og faðir hennar Jónas Sand-
ell, merkur prófastur og áhugasamur, sat oft
hjá henni og kendi henni einni. Þegar hún
var 10 ára, varð hún svo veik, að fætur henn-
ar urðu magnvana, og- engin batavon talin. Svo
liðu nærri 2 ár, — tvö löng ár.
Þá kom breytingin 24. sd. eftir þrenningar-
hátíð árið 1844. Alt heimilisfólkið var í kirkju
nema Lína og vinnukona, sem átti að líta eftir
henni. Lína tók sálmabókina og las þar guð-
spjall dagsins, frásögnina um dóttur Jairusar,
»og hann átti 12 ára dóttur« las hún. - »En
jeg er líka 12 ára,« hugsaði hún, »og fyrst
Jesúis gat vakið hana frá dauða, getur hann
læknað mig.« Svo bað hún heitt og inni-
lega að Jesús kæmi til sín og segði við sig:
Stattu upp!«
Hún fann að einhver dnsamlegur kraftur eða
aflstraumur gagntók hana, og hún gat hreyft
fæturnar. »Komdu fljótt með fötin mín.« hróp-
aði hún til stúlkunnar. Stúlkan gjörði það hik-
andi og forviða. Lína reis upp í rúminu og
fór að klæða sig hálfgrátandi af fögnuði. »Stattu
ekki á freturna, þá dettur þú, jeg' skal halda
um þig,« sagði stúlkan.
»Nei, nei, Jesús er búinn að lækna mig. Jeg
get gengiö,« svaraöi Lína. - Fremur voru fæf-
urnir óstyrkir, en hún gat gengið óstudd. Krafta-
verkið var komið í ljós.
Það má nú nærri geta um fögnuðinn og þakk-
lætið, er Lína tók á móti foreldrum sínum
framini í anddyri, og sagði grátfegin: »Jesús
læknaði mig.«
Hún lifði i 59 ár eftir þetta, og- var aldrei
fötldma nema 2 síðustu æfiárin, er heilsan
þraut alveg. Margt reyndi hún blítt og strítt,
en aldrei gleymdi hún þessum sunnudegi.
.lólakreðjan 1932. Hún heldur áfram að koma
út, þótt sr. E. With sje látinn. Presturinn, sem
nú, sjer um »Indre Missions Börneblad« og efn-
ið í Jólakveöjuna, heitir Kai Jensen. Jólakveðj-
an flytur nú sem fyrri margar myndir, sögu og
ljóð o. fl. —■ Ritstj. Bjarma hefir sjeð um út-
sendingu hjerlendis, eins og áður, og á ritið
að vera komið nú til barnakennara um allt
land. Ekkert getum vjer sent í staðinn í
jietta sinn, en þegar fer að safnast í Jólakveðju-
sjóð, verður hugsað um það.
»ltiissnesk« guðleyslsiuynd. Það mun þegjandi
samkomulag í flestum löndum, að skopblöð megi
flytja ýmislegt, sem öðrum blöðum þætti sjer
ósamboðið; en klúryrði og guðlast verða þau samt
að forðast, ef þau vilja ekki sitja á bekk aum-
ustu saUrblaða, eða verða fyrir sjerstöku lög-
reglueftirliti. »Spegillinn« hefir samt sem áður
alveg nýlega flutt mjög óviðkvæmilega mynd,
algjörlega i rússneskum guðleysisstíl, og aflaö
sjer með því fyrirlitningu fjölda margra heið-
virðra manna. Konnnúnistar rússneskir birta
iðulega ýmiskonar »grínmyndir« af Drottni, en
mjer vitanlega hafa ísl. kommúnistar ekki gjört
það ennþá. »Spegillinn« hefir orðið fyrstur til
þess ósóma. »Þið þykist Jiurfa að verja Drottinn
alheimsins,« svara stundum guðlastarar. En það
er misskilningur, við erum að reyna að verja
»smælingjana« eða unglingana, að skki sje stol-
ið frá þeim besta veganestið, sem þeir geta haft
með sjer að heiman, lotningu gagnvart heilög-
um Guði. — Hann tekur hinsvegar í taumana,
þegar hann sjer hentast, og þá þagnar hæðnis-
hlátur gárunganna. í haust, sem leið, stóð ung-
un guðleysingi upp frá miðdegisverði og hrækti
á Kristsmynd á stofuveggnum, svo sem til að
undirstrika guðleysisskraf sitt. Á öðrum
morgni á eftir, lá hann svo máttvana, að mjólk-
in, sem hann reyndi að drekka, rann út um
munnvikin aftnr. »Aðkenning af slagi,« sagði
læknirinn, —